Lykillinn að þraut
20.3.2020 | 13:47
Lausnin að þraut er lykill hennar. Ef þú þekkir lykilinn að þraut sem er pirrandi ráðgáta, þá er auðvelt mál að leysa hana. Ein vinsæl þraut níu punkta þrautin verður notuð hér til að sýna þetta atriði. Teiknaðu níu punkta í 3x3 mynstur (sjá mynd fyrir neðan) og dragðu síðan fjögur bein strik í gegnum alla níu punkta án þess að lyfta blýantinum. Lausnin verður að hafa þessi randskilyrði, að strikin verða að vera bein og tengja alla punkta á samliggjandi hátt, og það mega aðeins vera fjögur strik. Þú ert hvattur til að reyna þetta!
Þetta gæti virst ómögulegt ef þú þekkir ekki þessa þraut, og tilraunir þínar gætu hafa verið að draga línur eftir jaðrinum, teikna þríhyrning eða kannski krossmynstur, og í hvert skipti er einn punktur eftir ótengdur. Lausnin krefst þess að líta út fyrir punktana; lykill þrautarinnar er að skilja verkefnið og að hafa opinn huga.
Þessi þraut krefst þess að hugsa út fyrir rammann, bókstaflega. Röðun punktana virkar eins og takmörkun fyrir hugann sem maður heldur að maður þurfi að halda sér innan við. Ef maður hins vegar leyfir blýantinum að hætta sér út í tóma svæðið utan mynstursins, opnast margir nýir möguleikar, þar á meðal rétta lausnin við getum tengt alla níu punkta með aðeins fjórum beinum strikum.
Við getum borið saman lykilinn að þessari þraut við lykilinn að púsluspili náttúrunnar. Tæki og tól eða löng formúla leiðir mann ekki endilega að lyklinum sem opinberar svarið við mörgum af spurningum náttúrunnar. Svör koma með því að hugsa með opnum hug og með því að spyrja réttar spurningar á réttan hátt.
Að sjá með opnum hug
Það erfiðasta við að skilja Universal Model mun ekki vera stærðfærðin, tungumálið eða tilraunirnar, heldur baráttan við að sigrast á lokuðum hug. Það er eðlilegt að streitast á móti nýjum upplýsingum sem virðast stangast á við reynslu okkar og því sem við höfum áður lært, en stundum gæti verið að það sem við höldum að sé okkar reynsla, er í raun ekki okkar eigin reynsla. Samansafn hugmynda okkar og hugsana sem við höfum með áhorf á bíómyndir og sjónvarp, lestri bóka, hlustun á kennara eða í gegnum aragrúa af annarri miðlun upplýsinga, mynda meðvitaða reynslu okkar, þannig að það er brýnt að bæði áhugamenn og vísindamenn leitast eftir eigin reynslu með tilraunum og athugunum sem finna má í UM. Á þennan hátt mun hugur þinn vera opinn til að skilja hugmyndir Universal Model um náttúruna.
Hinn vel þekkti vísindamaður Carl Sagan gefur okkur dæmi um hvernig lokaður hugur getur útilokað mikilvægar nýjar hugmyndir. Á árunum eftir 1960 tók áhugamaðurinn um stjörnufræði, Charles Boyer, myndir sem hann sagði að sýndu fjögurra daga snúning efri lofthjúpsins á plánetunni Venus. Sagan, faglegi stjörnufræðingurinn, hafði þetta að segja um staðhæfingu Boyers:
Fjögurra daga snúningurinn er fræðilega ómögulegur, og sýnir þetta hversu heimskuleg vinna reynslulausra áhugamanna getur verið. (Clouds of Venus, Sky & Telescope, júní 1999, bls. 60).
Aðeins áratug síðar, árið 1974, tók Mariner 10 nærflug á Venus og safnaði gögnum úr mælingum á plánetunni. Geimkönnuðurinn afhjúpaði beina sönnun á fyrri fullyrðingu Boyers:
Mariner 10 geimkönnuðurinn, sem var í nágrenni Venusar í febrúar á því ári, tók myndir af plánetunni á útfjólubláum bylgjulengdum í aðfluginu sínu. Þegar þessar myndir voru settar saman í myndskeið, staðfestist fjögurra daga snúningsferli efri lofthjúpsins á áhrifaríkan hátt. (Clouds of Venus, Sky & Telescope, júní 1999, bls. 60).
Jafnvel þó að gögnin úr Mariner 10 réttlætti Boyer að lokum, þá vísaði skortur á opnum hug að hálfu fagmannanna sannleikann á bug og bældi niður vísindalegri framför. Sagan stærði sig greinilega af hinni fræðilegri takmörkun nútíma vísinda, en fordæmir á sama tíma reynsluathuganir heimskulegs áhugamanns. Þegar ný hugmynd kemur fram með bakland í gögnum sem leggja fram sannanir, jafnvel þó að slík hugmynd spornir við viðurkenndar kenningar, ætti besti bandamaður fagmannsins að vera opinn hugur.
Þetta er því miður of oft ekki tilfellið og fræðilegar forsendur bola reglulega niður raunverulegum sönnunum vegna þess að þær eru í mótsögn við nýjustu kenningar. Niðurstaða slíkrar ringulreiðar er að vísindin hafna stykki úr pússluspili náttúrunnar eða setja það á skakkan stað, og sum glatast jafnvel algerlega.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 1 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning