Þróunarkenningin skilgreind
21.2.2020 | 09:21
Fyrsta skrefið í áttina til skilnings á hugmyndinni um þróun er að skilja hvernig þróun er skilgreind. Margur misskilningur um þróun kemur frá fjölbreyttum skilgreiningum sem notaðar eru. Nútíma þróunarsinnar eru ósammála innbyrðis um hvað þróunarkenningin raunverulega sé, og hafa þeir hagrætt sér margar skilgreiningar til að útskýra hugmyndir sínar, þar sem sumar þeirra eru gersamlega mótsagnarkenndar. Við verðum að skilgreina þróun hér þannig að við getum rætt kenninguna almennilega.
Líffræðingar skipta þróun réttilega í tvo stóra flokka: smáþróun og stórþróun. Munurinn á milli þessara flokka smáþróun og stórþróun er nógu mikilvægur til að ræða í smáatriðum. Skilgreiningar á tegund, þróun, náttúruval, valræktun, aðlögun og tegundamyndun eru teknar með í skilgreiningum á þróun í eftirfarandi mynd. Að skilja öll þessi hugtök er mikilvægt til skilnings á þróunarkenningunni í sinni víðasta skilningi.
Smáþróun
Micro úr grísku þýðir smátt, og inniheldur smávægilegar breytingar eða aðlaganir að eða innan lífverunnar. Smáþróun má ekki rugla saman við breytingar á smásæju stigi, heldur vísar það frekar í breytingar á eiginleika innan tegundar. Þessar litlu breytingar, einnig þekktar sem stökkbreytingar, eru aðlaganir sem sést hefur í plöntum og dýrum. Í náttúrunni og í darvinsku kenningunni er smáþróun náttúruval en í haldi manna er hún valræktun. Dæmi um smáþróun, eða breytingar innan tegundar, eru afskaplega algengar. Maðurinn hefur stundað valræktun í þúsundir ára og þróað mjög sérhæfðar kynbætur á húsdýrum og afbrigði grænmetis með sérstökum einkennum sem ætlað var að auka uppskeruhagnað, verjast sjúkdómum eða í margs konar öðrum tilgangi. Fjölbreytnin og umfangið sem þetta gerðist með er sannarlega undravert. Meðal dýra er hundurinn líklega algengasta dæmið um þá gríðarlega fjölbreytni í valræktun.
Í dag eru til hundruðir kyn hunda (sem í daglegu tali eru kölluð hundategundir, sem er rangt samkvæmt skilgreiningu) og fjöldinn heldur áfram að vaxa. Stór kyn eins og Newfoundland geta vegið yfir 100 kg á meðan á léttari endanum vegur fullvaxinn Smá-Pinscher aðeins 2-3 kg og er jafn stór og gosdós. Myndin hér að ofan sýnir þennan stærðarmun, en hún sýnir lítinn Smá-Pinscher og 50 kílóa Newfoundland hund. Þó svo að stærðin sé augljós, þá er hún ekki eini munurinn; hundaunnendur vita að hegðun, styrkur og sérhæfð hæfni eru mikilvæg einkenni sem eru meðfædd í sérhverju kyni. Hin mikla fjölbreytni hunda í dag er afleiðing þúsundir ára og hundruði kynslóða vandvirka og stundum tilviljunarkenndra kynbóta. Þrátt fyrir dramatíska mismuni, þá er hundur bara hundur og þó svo að hegðun eða stærð ákveðins kyns gæti líkamlega takmarkað mökun við annað kyn, þá geta allir hundar æxlast erfðafræðilega með öðrum hundum af öðru kyni og gefið frjósöm afkvæmi. Þeir geta það vegna þess bæði dýrin eru af sömu tegund. Gjörvalla hundaættina má rekja til baka til uppruna síns í úlfinum. Frá fyrstu æxlun á milli kynja hefur ræktun, annaðhvort náttúruleg eða með hjálp mannsins, fjarlægt eða magnað ákveðna eiginleika sem jók mismuninn innan tegundarinnar. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá tekur það aðeins nokkur fáein ár til að rækta breitt samansafn kynja, sem sannar að ræktun er skjót og þarf ekki milljónir ára.
Upp úr 1950 hófu rússnenskir rannsakendur að valrækta villta refi í þeirri von að getað tamið þá. Innan við fjórar kynslóðir urðu vonir þeirra að raunveruleika:
Áður en langt um leið, voru spakastir á meðal refanna svo hundalíkir að þeir myndu stökkva í fangið á rannsakendunum og sleikja andlit þeirra. (Taming the Wild, Evan Ratlif, National Geographic, mars 2011, bls. 46).
Myndin hér að ofan er dæmi um valræktun á öðru eftirlætisdýri mannsins hestinum. Hægt að sjá margs konar hesta, en á Íslandi fyrirfinnst einungis íslenski hesturinn. Kötturinn, sauðfé, kýr, svín, hænsni, geitur og þúsundir annarra nytja- eða húsdýra eru lifandi dæmi um valræktun. Kjarni málsins er að breytingar innan tegundarinnar (smáþróun), hvort sem hún er náttúruleg eða af manna völdum, er þekkt, bæði með athugunum og með tilraunum. Það þarf ekki milljónir ára til að sýna það, eins og þróunarsinnar halda. Enn fremur gerist það einungis innan tegundarinnar.
Náttúruval virkar að mörgu leyti á sama hátt og valræktun, nema nú sér náttúran um valið í staðinn fyrir manninn. Náttúrulegar breytingar eru venjulega ekki eins dramatískar eins og þær eru í valræktun. Náttúran er pragmatísk hvað þetta varðar. Náttúruval hefur verið í gangi í langan tíma og aðeins fáir andstæðingar þróunarkenningarinnar afneita þau ferli sem tengjast náttúruvali innan tegundar, enda er hægt að sjá þau, spá fyrir um þau og fylgja þau náttúrulegum erfðarlögmálum: þau fylgja alhliða vísindaaðferðinni (USM). Náttúruval innan tegundar, stundum þekkt sem hinir hæfustu lifa af, leiðir oft til þess að sterkustu eiginleikarnir haldast við, þ.e. aðlögunarhæfustu einstaklingarnir innan stofnsins. Þeir veikustu geta, þó ekki alltaf, dáið áður en þeir gefa áfram sitt DNA. Í rúmlega öld hafa líffræðingar skoðað þetta ferli náið, í þeirri von um að læra meira.
Tekið var eftir náttúruvali löngu fyrir tíma Darwins, en aftur, náttúran er pragmatísk. Þegar tegundir eru látnar vera, hverfa þær aftur í venjulegan erfðafræðilegan stofn sem ráðandi gen hafa áhrif á. Með valræktun býr maðurinn til nýtt kyn með því að velja vandlega einstaklinga með víkjandi genum og fjölfalda þar með furðuverk, en náttúran sýnir engan slíkan ásetning. Reyndar segir í grein frá mars 2001 í The American Naturalist þetta:
Með því að taka einungis tillit til rannsókna sem gefnar voru út í rótgrónum jafningjarýndum tímaritum, er það umhugsunarvert að öflugustu rannsóknir okkar benda til að náttúruval er veikt eða ekki til staðar. (The Strength of Phenotypic Selection in Natural Populations, The American Naturalist, mars 2001, Vol. 157, No. 3, bls. 253).
Vafalaust gerist náttúruval, en þróunarsinnar halda áfram að draga þá ályktun að þessi regla gildi einnig á milli tegunda, að náttúruval valdi sköpun nýrrar tegundar einhvern veginn. Darwin sannaði ekki tegundamyndun, og enn þann dag í dag er ekki til kurl af sönnun sem staðfestir þá ályktun sem nútíma vísindamenn draga að svo sé.
Stórþróun
Á meðan breytingar innan tegundar sýnir smáþróun, þá er stórþróun sú fræðilega breyting einnar tegundar í aðra, sem sagt gjörsamlega ný tegund. Bæði smá- og stórþróun er til sem kenning í nútíma vísindum, en þegar vísað er hins vegar í hugtakið þróun eða þróunarkenning, er fyrst og fremst átt við stórþróun. Stórþróun og tegundamyndun deila í meginatriðum sömu merkinguna, bæði þýða hin fræðilega breyting einnar tegundar í nýja tegund.
Smáþróun er hlutfallslega einföld og auðveld hugmynd til að skilja vegna þess að hún er sjáanleg. Stórþróun gæti einnig verið einföld og auðveld skilnings ef hún væri sjáanleg. Hins vegar, eins og næstu færslur munu sýna, hefur enginn nokkurn tímann séð eða sannað stórþróun, þar sem ein tegund verður gjörsamlega að nýrri tegund.
Meginflokkur: Bindi II - Kafli 12 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
"Hins vegar, eins og næstu færslur munu sýna, hefur enginn nokkurn tímann séð eða sannað stórþróun, þar sem ein tegund verður gjörsamlega að nýrri tegund".
------------------------------------------------------------------------
Það er einmitt það!
Ég vil meina að allar tegundir hér á jörðu séu fluttar til jarðarinnar með geimskipum frá mörgum ólíkum stjörnukerfum / menningarheimum víðsvegar að utan úr geimnum.
Jón Þórhallsson, 21.2.2020 kl. 09:55
Kettir gætu t.d. hafa komið frá einni plánetu
og hundar frá einhverju allt öðru stjörnukerfi.
Jón Þórhallsson, 21.2.2020 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning