Mjúkir líkamshlutar eru nánast aldrei varðveittir

Ef steinrunaferlið var einfaldlega greftrun yfir tíma, þá er erfitt að ímynda sér að mjúku líkamshlutarnir hvaða dýrs sem er myndu varðveitast. Hugmynd sem sett er fram í bókinni The Complete Guide To Rocks and Minerals:

Flestir steingervingar eru skeljar eða einangruð bein. Heilar beinagrindur eru sjaldgæfar og mjúkir líkamshlutir eru nánast aldrei varðveittir. (The Complete Guide To Rocks and Minerals: John Farndon, Anness Publishing, 2006, bls. 37).

Rotnun er svo hröð að það er gríðarlega erfitt að finna aðstæður í náttúrunni í dag þar sem mjúkir hlutar rotna ekki næstum samstundis af örverum. Umhverfið verður nauðsynlega að vera án súrefnis og hafa lágt hitastig til að komast hjá rotnun. Það vekur furðu, en hvað finnum við í steingervingaskránni um víðan heim?

Tilvitnun bls 131-1

Það eru fáar lífverur í heiminum sem eru mýkri en marglytta, en jafnvel þær er hægt að finna varðveitta í steingervingaskránni. Rannsakandi James W. Hagadorn sagði, „Það er eitthvað þarna sem við ekki skiljum“:

‚Þegar fólk finnur T-rex, finnst mér það ekki svo spennandi, vegna þess að T-rex hefur bein og tennur – sem steingervist mjög auðveldlega,‘ segir Hagadorn. ‚En að varðveita marglyttu, það er erfitt, vegna þess að hún hefur enga harða hluta. Það er eitthvað þarna sem við ekki skiljum.‘ (Impressions of Ancient Jellyfish, Lisa M. Pinsker, Geotimes Web Extra, 30. janúar 2002).

Aðrir mjúkir líkamshlutar eru varðveittir í steingervingaskránni, sem skorar á falskenninguna um steingervinga frá nútíma vísindum, en eitt tilfelli sker úr – egg.

Eitt af því sem mest kom á óvart úr rannsókn okkar á steingervingum, var hinn næstum algeri skortur á skilningi á steinrunaferlinu sem steingervingafræðingar sýna. Það var furðulegt að sjá að jafnvel einföldustu grundvallar spurningu var ósvarað, þó svo að rannsakendur þóttust skilja ferlið. Rotin egg er eitt slíkt dæmi, sem margir hafa sjálfir komist í snertingu við. Þegar egg klekur ekki, verður rotnandi innihaldið fæði fyrir heilan her örvera sem skilur út gasi af vetnissúlfíði, sem endar í vel þekktri lykt fúleggs. Þetta leiðir til einfaldrar grundvallar spurningar:

Tilvitnun bls 131-2

Svarið er: Það gerist ekki í dag.

11.2.5

Til eru þúsundir steingervða risaeðlueggja nær alls staðar úr heiminum. Myndin hér að ofan sýnir þrjár tegundir steingervða risaeðlueggja, tvær þeirra eru harðar en ein þeirra, ófullþroska Citipati eggið, er að hluta til holt að innan og er með athyglisvert fóstur innan í. Hluti eggs með agat eintakið er einstakt að því leytinu til, að það sýnir kristöllun innan í steingervðu eggi. Hægt er að sjá þrjá auðkennandi hluti. Dökka svæðið er allt sem eftir er af ytri skelinni, ávali grái endinn er kristallaður innri hluti eggsins, eggjarauðan og eggjahvítan. Hvítleita röndin sýnir snertiflötinn þar sem skelin og himnan mættust.

Vissulega eru egg nokkur af viðkvæmustu hlutum náttúrunnar og það er undravert að svo mörg steingervðust. Eggjarauðan sem nú er steinn, er án útskýringa í nútíma vísindum, en er sterk sönnun fyrir vaþrývarma allsherjar flóðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband