Aldursdagskrá Dalrymples
15.5.2019 | 08:59
G. Brent Dalrymple vann fyrir Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS) í 31 ár og hjálpaði til við að leggja grunninn að flekakenningunni og lagði mikið af mörkum til rannsóknar á uppruna og aldur jarðarinnar og tunglsins. Árið 2003 hlaut Dalrymple þjóðarorðu vísindanna (sjá mynd), sem er í Bandaríkjunum æðsti heiður fyrir vísindaleg afrek. Þessi verðlaun eru veitt þeim sem gefa mikilvægt framlag til vísindanna á sviði eðlisfræði, líffræði, stærðfræði, verkfræði, félagsfræði eða atferlisvísinda.
Dalrymple gaf út 77 blaðsíðna bók árið 1982, Radiometric Dating, Geologic Time, And The Age Of The Earth: A Reply To Scientific Creationism, sem innihélt yfirlýsingu um tilgang hans eða dagskrá:
Tilgangur þessa rits er að útskýra grundvallarreglur helstu aðferða aldursákvörðunar með geislavirkum efnum, til að sýna hvernig þær eru notaðar til að ákvarða aldur steina, til að sýna að þær gefa okkur áreiðanleg og mótsagnalaus aldursgögn ef þeim er beitt rétt, og renna stuttlega yfir sannanirnar fyrir aldri jarðarinnar og sólkerfisins. Ég mun einnig sýna að rökin sem notuð eru af stuðningsmönnum vísindalegra sköpunarhyggju til að koma óorði á aldursákvörðun með geislavirkum efnum, séu án vísindalegra staðreynda. (Radiometric Dating, Geologic Time, And The Age Of The Earth: A Reply To Scientific Creationism).
Bók Dalrymples kom sem svar þegar hann var beðinn um að vera með í teymi sem myndi vitna í réttarsal um sannleiksgildi þróunarkenningarinnar og skyldukennslu á henni í opinberum skólum.
Áratugi síðar, eða árið 1991, gaf Dalrymple út útvíkkaða útgáfu af bók sinni. 474 blaðsíðna bókin The Age of the Earth er heimild sem oft er vitnað í hér. Aftan á kápunni finnum við þennan texta:
The Age of the Earth er besti vitnisburðurinn fyrir hin vísindalegu rök að pláneta okkar er ekki þúsundir, né jafnvel milljónir, heldur milljarðar ára gömul. (The Age of the Earth: G. Brent Dalrymple, Stanford University Press, 1991, aftan á kápu).
The Age of the Earth varð síðar að biblíu sérfræðinga í tímatalsfræði jarðarinnar varðandi aldursákvörðun með geislavirkum efnum, enda vitnað meira í hana en í nokkra aðra heimild þegar fræðimenn og stuðningsmenn gamallar jarðar gefa út grein sem reynir að sanna að jörðin sé milljarðar ára gömul. Ef einhverjum langar að skoða þær sannanir sem vísindin hefur safnað til að sanna 4,5 milljarða ára aldur jarðarinnar þá er þetta bókin.
Inngangurinn í bók Dalrymples gerir dagskrá hans um andstöðu sköpunarhyggju ljósa:
Loksins kom sú náttúruleg tregða, algeng flestra vísindamanna, að eyða einhverjum tíma í að fást við bull; kenningar vísindalegra sköpunarhyggju eru svo fjarstæðukenndar, að það virðist réttast að hunsa þær einfaldlega. (The Age of the Earth: G. Brent Dalrymple, Stanford University Press, 1991, bls. viii).
Það er mikilvægt að við leggjum opinskátt áherslu á þessa dagskrá til að hjálpa lesandanum að skilja hvöt Dalrymples á bak við rannsóknir sínar og viðhorf, eða kvikukreddu gleraugu hans sem hann sér heiminn í gegnum með.
Því miður hefur Dalrymple, auk margra annarra vísindamanna á sérsviði hans, eytt lífi sínu á bak við hulu hinna myrku tíma vísindanna, blindaðir af eigin dagskrá og röngum skilningi á bæði mismuninum og því sem er sameiginlegt á milli trúarbragða og vísinda. Dalrymple heldur áfram:
Það er nú almennt skilið að trúarbrögð og vísindi eru aðskilin svið vitsmunalegrar viðleitni sem bæta hvor annan upp, sérhvert í stakk búið að spyrja og leita svara við nokkuð mismunandi gerða spurninga um mannkynið, náttúruna og alheiminn. (The Age of the Earth: G. Brent Dalrymple, Stanford University Press, 1991, bls. 18).
En eru ekki trúarbrögð og vísindi bæði að leita svara við þessum spurningum:
Þau eru í raun bæði að leita svara við sömu spurningunum, sem rengir staðhæfingu Dalrymples um að trúarbrögð og vísindi séu að leita svara við nokkuð mismunandi gerða spurninga. Sérfræðingar í tímatalsfræði jarðarinnar í nútíma vísindum eru oft í minnihluta á móti skoðun almennings um aldur, þannig að þeir reyna að aðgreina sannleika sem fundinn er í trúarbrögðum og í vísindum, líkt og að útgáfa nútíma vísinda sé sú réttari af þeim báðum. Hins vegar er sannleikur alveg sama hvar hann er að finna óbreytanlegur og óháður uppruna sínum. Þetta er einmitt meginþáttur sannleikans sem vantar nokkuð oft í vitsmunalegri vinnu nútíma vísinda.
Í allri sanngirni, þá langar Dalrymple og starfsfélagar hans, ásamt flestum rannsakendum, að finna sannleikann, en dagskráin þeirra hefur myrkrað sýn þeirra og takmarkað þá möguleika sem þeir sjá og stundum vita þeir ekki hvernig eða hvar eigi að finna sannleikann. Til eru þó nokkur dæmi, þar sem UM hefur sýnt að sköpunarhyggja í hinum hefðbundnum skilningi er langt frá því að vera bull. Enn eru margir óskrifaðir kaflar og til er flóð vísbendinga sem á eftir að skoða, en ljós sannleikans sem vantar í nútíma rannsóknarstofum, vísvitandi eða ekki, er ástæðan fyrir því að hinu augljósa er oft hunsað.
Meginflokkur: Bindi II - Kafli 10 | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning