Restin af sögunni um Agassiz (nánar um ísöldina)
25.4.2019 | 09:09
Louis Agassiz (sjá mynd hér að ofan) ólst upp í Sviss og varð einn frægasti náttúrufræðingur í Evrópu. Hann flutti síðar til Bandaríkjanna og hreif hjörtu margra Bandaríkjamanna með sinni breiðri þekkingu á náttúrunni. Agassiz var einn hinna fyrstu til að koma fram með þá hugmynd, árið 1837, að jörðin hafi orðið fyrir ísöld. Fyrir flesta endar sagan þar. Restin af sögu Agassiz er sjaldan sögð og, eins og koma mun fram, er hún dæmi um hvernig nútíma vísindi hunsa áþreifanlegar sannanir sem eru í andstöðu við vinsælustu kenningarnar.
Undir lok lífskeiðs hans, var ísaldarkenning Agassiz í beinni andstöðu við hina æ vinsælli þróunarakenningu. Kenning Agassiz um ísöld hafði þróast í gegnum árin þannig, að hann hélt að öll jörðin hafi á sama tíma eitt sinn verið þakin ís. Agassiz hélt þetta vegna þess að hann hafði fundið aðkomusteina (steinar sem virtust vera leifar af jöklum ísaldar) næstum alls staðar þar sem hann ferðaðist, um alla Evrópu og Norður-Ameríku. En flestir jarðfræðingar voru ekki reiðubúnir til að styðja kenningu Agassiz um ísöld á heimsvísu vegna sérstakrar ástæðu sem verður útskýrð innan skamms.
Í tilraun sinni til að sannfæra samstarfsfélaga sína, ákvað Agassiz að kanna landslagið nær miðbaug, á stöðum þar sem jöklar ættu ekki að hafa verið til. Agassiz fór í stóran rannsóknarleiðangur til Brasilíu árið 1865. Hann safnaði gríðarlegt magn af gögnum, miklu meira en Darwin gerði þremur áratugum áður í frægri ferð hans í framandi lönd með skipinu HMS Beagle. En samt virðist enginn muna eftir glæsilegum leiðöngrum Agassiz né hvað hann uppgötvaði, sem hann skráði og gaf út í bók árið 1869, A Journey in Brazil. Tilvitnun úr bókinni sýnir athuganir hans:
Þegar maður gengur upp Serra, hálfa leiðina að húsinu, er frábær staður til að skoða jökulruðning og steina, og lengra er hægt að fylgja jökulruðningnum alveg efst á veginum. Allt svæðið á milli Yilla Theresa og Petropolis er fullt af jökulruðningi. Rétt fyrir utan Petropolis hefur Piabanha áin grafið farveg sinn í jökulruðning, á meðan það hefur myndast halli í bökkunum vegna regns. Við járnbrautarstöðina í Correio, fyrir framan bygginguna, er einnig ákjósanlegt tækifæri til að fylgjast með aðkomusteinum, vegna þess að hér liggur jökulruðningurinn, með stórum steinum sem hafa blandast inn í massann, ofan á berginu á staðnum. Fáein skref til norðurs frá brautarstöðinni í Pedro do Eio er annað stórkostlegt samansafn stórra steina í jökulruðningi. Þetta eru bara örfáir staðir af þeim mörgum sem þetta er hægt að sjá. (Journey in Brazil).
Agassiz lýsir því sem hann sér sem aðkomusteina alls staðar í Brasilíu, en hugmyndin um jökulruðning og steina féll í grýttan jarðveg hjá öðrum rannsakendum. Brasilía er nálægt miðbaug, langt frá mögulegum jökulþekjum. Hvers vegna voru vísindamenn á tímum Agassiz svo mikið á móti hugmyndinni um jökulskeið á heimsvísu? Það er aðeins ein einföld, en þó mjög áhyggjuvaldandi ástæða:
Þróun gæti ekki verið ábyrgt fyrir það fjölbreytta líf á jörðinni á svo skömmum tíma, á nokkur þúsund árum eftir að ísinn var horfinn. Þróun lífs var ástæðan fyrir því að ísöld Agassiz á heimsvísu var hafnað. Vinsæla kenningin hafði sigrað hnattrænar sannanir. Einn sagnaritari segir þetta:
Darwin hafði verið gefinn nýr kraftur fyrir þeirri gömlu hugmynd að tegundir í dag séu afkomendur steingervinganna frá í gær. Sú kenning hefði hins vegar fallið ef hægt hefði verið að sanna að ísöldin hefði rofið öll tengsl milli tegundanna fyrir og eftir ísöldina. (The Ice Finders: Edmund Blair Bolles, Counterpoint, 1999, bls. 238).
Fyrir Agassiz hafði leiðangurinn borið árangur:
Þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna, tilkynnti Agassiz samstundis að leiðangurinn hafði verið árangursríkur, velgengni hafði á ný fengið hlutverk í sögu náttúrunnar. (The Ice Finders: Edmund Blair Bolles, Counterpoint, 1999, bls. 239).
Árið 1869 hins vegar, einum áratug eftir að Darwin gaf út bók sína Uppruni tegundanna, voru nútíma vísindi farin vel fram hjá öllum dásamlegum hugsunarhætti. Fræðiheimurinn myndi senn hlægja og hæða að hugmyndum Agassiz:
Í staðinn fyrir undrun, framkallaði skýrslan vandræðakennd og fyrirlitningu. Academy of Science gaf skýrsluna aldrei út. Lyell hló að henni. (The Ice Finders: Edmund Blair Bolles, Counterpoint, 1999, bls. 240).
Skortur á virðingu fyrir einn fremsta vísindakönnuði 19. aldar var klárlega vísir á það hvert vísindin voru að stefna. Hinir myrku tímar vísindanna, þar sem vinsælar kenningar yfirgnæfa reynslugögn og rannsóknir á náttúrufyrirbærum, voru að gjóta út falskenningu.
Einn góðan veðurdag mun leiðangur Agassiz vera almennt viðurkenndur fyrir það sem hann fann athuganir sem styðja allsherjar flóðið. Agassiz hafði skjátlast varðandi ísöld á heimsvísu, en hann var ekki langt frá því að koma auga á sannleikann. Því miður kom ósanngjörn og óvægin meðferð á áhrifaríkan hátt í veg fyrir að aðrir komu auga á mikilvægi þeirra athugana sem hann hafði gert í Brasilíu.
Meginflokkur: Bindi II - Kafli 10 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning