Hræsni nútíma vísinda um aldur jarðarinnar
15.3.2019 | 13:46
Vísindamenn 18. og 19. aldar veltu vöngum yfir háum öldrum eins og milljónir, milljarðar og jafnvel billjónir ára, en höfðu enga leið til að staðfesta ágiskanir sínar. Einn 20. aldar vísindamaður sem var stuðningsmaður geislavirkninnar, Harrison Brown, sá aldra jarðarinnar frá 19. og 20. öld sem litlu skárra en ágiskanir:
Fyrir uppgötvun geislavirkninnar var mat á aldri jarðarinnar og sólkerfisins litlu skárra en ágiskanir. Hin sígildu fræðastörf um berg jarðarinnar sem gerð voru af James Hutton og Sir Charles Lyell á 18. og 19. öld höfðu frelsað jarðfræðinga frá einskorðunum tímakvarðans sem guðfræðin þröngvaði á fyrir löngu síðan og þeir hófu að tala um 10 milljónir, 100 milljónir og jafnvel milljarðar ára. En þeir gátu aðeins giskað á um aldur á myndun plánetunnar okkar. (Heimasíða The TalkOrigins Archives).
Brown viðurkenndi að vísindaleg aldurstækni í töflunni yfir sögu aldursákvörðunar var einfaldlega ágiskanir, þó að þeir vísindamenn sem gerðu þær virtust vissir um að þær voru réttar. Hér er önnur grundvallar spurning:
Eins og fyrrum merkismenn vísindanna, hafa sérfræðingar í tímatalsfræði jarðarinnar í dag sterkar skoðanir um sitt núverandi mat á aldri jarðarinnar:
Það er afar ólíklegt að uppgötvanir í framtíðinni muni breyta núverandi mati á aldri jarðarinnar, en eins og flestar vísindalegar rannsóknir, væri það indælt að hnýta saman þá enda sem eru lausir. (The Age of the Earth: G. Brent Dalrymple, Standford University Press, 1991, bls. xii).
Saga vísindanna er vísir á vísindi framtíðarinnar. Í hvert skipti sem ný aldursaðferð var kynnt, leysti hún þá aldra af hólmi sem byggðust á röngum forsendum. Þetta er ekkert öðruvísi í dag og núverandi mat á aldri jarðarinnar mun breytast á ný vegna þess að sá aldur er enn grundvallaður á röngum forsendum!
Falskenningarnar um kviku og hringrás bergs sýndu að hin sígildu fræðastörf Huttons og Lyells frelsaði raunverulega ekki vísindamenn frá einskorðunum tímakvarðans, heldur leiddu rangar kenningar þá inn í myrka tíma jarðfræðinnar.
Meginflokkur: Bindi II - Kafli 10 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning