Uppruni salts án uppgufunar staðfest

Er til sönnun úr tilraunastofu eða úr náttúrunni um líkanið um útfellingu saltlaga? Hugmyndin að meiriháttar saltlög hafi myndast með útfellingu salts vegna breytinga í hitastigi og þrýstingi kom um það bil á árinu 2000. Síðan þá hafa verið fáar ef nokkrar tilraunir eða athuganir í jarðfræðisamfélaginu um rannsókn á því hvort saltlög kunnu að hafa myndast frá einhverju öðru en uppgufun. Það breyttist þó í júlí 2006 þegar hópur norskra vísindamanna gáfu út nýja rannsóknargrein í tímaritinu Marine and Petroleum Geology. Þessi rannsókn var einnig birt í Oil & Gas Journal:

Hópur rithöfunda undir stjórn sérfræðings frá Statoil ASA í haf-jarðfræði hefur lagt fram óhefðbundna kenningu um uppruna salts sem gæti haft víðtæka skírskotun til könnunar á olíu og gas.

Aragrúi af föstu salti getur myndast og hlaðist upp undir yfirborðinu, óháð sólaruppgufun sjávar, segja Martin Hovland frá Statoil og fjórir aðrir höfundar. (Oil & Gas Journal).

Hér höfum við rannsakendur sem leggja fram „óhefðbundna kenningu“ sem hefur „víðtæka skírskotun.“ Hins vegar nær skírskotunin lengra en yfir svið olíu- og gaskönnunar, enda hefur hún áhrif á alla jarðfræðina. Greinin skýrir ennfremur frá því að rannsóknarteymið „sýndi hvernig fast salt myndast.“ Þeir sögðu einnig að það hafi verði eðliseiginleikar vatns sem olli útfellingunni:

Norska rannsóknarteymið sýndi hvernig fast salt myndast í ástandi hás hitastigs / hás þrýstings þegar sjór streymir í vatnsþrýstikerfi í jarðskorpunni eða undir jarðlögum.

Það eru eðliseiginleikar vatns yfir marki sem örva útfellinguna. (Oil & Gas Journal).

Norska teymið sýndi hvernig þykk saltlög myndast með tilraunum á tilraunastofu og raunverulegum athugunum á vettvangi. Nánar úr athugunum þeirra mun vera umfjöllunarefni í undirkaflanum Salt auðkennið í kafla 8. En snúum okkur aftur að greininni í Oil & Gas Journal, en þar ásaka höfundarnir jarðfræðinga um að hafa litið fram hjá þessu mikilvæga ferli:

Núverandi líkan jarðfræðinga fyrir setmyndun og uppsöfnun salts reiðir sig einungis á sólaruppgufun sjávar og hafa jarðfræðingar litið fram hjá þessu nýja gangvirki útfellingar salts í jarðhita. (Oil & Gas Journal).

Jarðhita gangvirki, sem nýtir háan þrýsting og hitastig, er grundvöllurinn fyrir ferlin sem mynduðu stór saltlög, þar með talið salthvelfingar sem talað er um í kaflanum um falskenninguna um hringrás bergs. Til eru stór saltlög í öllum heimsálfum og þó eru engin merki um lyftingu meginlandanna. Til þess að ákvarða hvernig þessi saltlög komust í núverandi staðsetningu sína, þá þurfum við að bera kennsl á og rannsaka áþreifanlega sönnun fyrir hækkun hitastigs sjávar og dýpkun sjávar frá fyrri tímum. Meginmarkmið 8. kafla í UM, Allherjar flóðið, er að gera einmitt það. Í þeim kafla munum við uppgötva meira um uppruna stórra saltlaga og uppruna natríns og klóríðs (þessi efni finnast ekki sem frumefni í náttúrunni) sem saltlögin og salt sjávarins eru gerð úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband