Vatnsgufa lykillinn að veðurbreytingum
11.5.2018 | 15:06
Þegar maður hefur lesið að vísindamenn hafi greint frá jarðskjálftaveðri og myndun og losun vatnsgufu frá varskjávarma, getum við rannsakað það hlutverk sem vatnsgufan gegnir í veðurkerfum. Veðurfræðingar vita nákvæmlega hversu mikilvæg vatnsgufan raunverulega er:
Vatnsgufa er aðeins lítill hluti af andrúmsloftinu, allt frá tíunda hluta af prósenti upp í u.þ.b. 4 prósent rúmmáls. En mikilvægi vatns í loftinu er miklu meiri en þessi örfáu prósent gefa til kynna. Reyndar eru vísindamenn sammála um að vatnsgufan er mikilvægasta lofttegundin í andrúmsloftinu hvað skilning okkar varðar á ferlum í andrúmsloftinu. (The Atmosphere: An Introduction to Meteorology: Frederick K. Utgens, Edward J. Tarbuck, Pearscon Prenice Hall, 10. útg., 2007, bls. 103).
Vatnsgufa er lang mikilvægasta lofttegundin í andrúmsloftinu hvað skilning okkar varðar á ferlum í andrúmsloftinu og hvernig veður virkar. Þetta er ástæðan fyrir því hvers vegna hin nýja uppgötvun á jarðföllum og varskjávarma er svo þýðingarmikil þegar kemur að skilningi á því hvernig veður myndast. Loftslagsvísindamenn hafa sagt að:
Hringrás vatnsins er gífurlegt kerfi sem knúið er af sólarorku þar sem andrúmsloftið er hinn nauðsynlegi hlekkur milli úthafanna og meginlandanna. Vatn úr höfunum og, í miklu minni mæli, frá meginlöndunum, gufar upp í andrúmsloftið. Vindar flytja þetta raka loft oft í langar vegalengdir. (Frederick K. Utgens, Edward J. Tarbuck, bls. 98).
Nýlega birti ég hér mynd af endurbættri útgáfu á hringrás vatnsins, saman með gömlu USGS útgáfunni af henni sem sýnir bara sólina sem einu hitauppsprettuna. Sú endurbætta, útgefin af UM, sýnir að bæði sólin og vaskjávarma ferli knýja hringrásina. Varmi frá sólinni er mjög jafn og fyrirsjáanlegur sem veldur undrun hjá veðurfræðingum sem ekki geta tengt sveiflur í sólarorkunni við allar þær sveiflur sem finnast í veðrinu. Aðeins með vaskjávarma ferlinu getum við útskýrt stór jarðskjálftahituð svæði sem geta breytt veðurmynstri.
Eins og áður hefur verið getið um, hafa jarðskjálftafræðingar sýnt að mikið magn vatnsgufu myndast á skömmum tíma (á mínútum) með jarðskjálftum á mörgum svæðum. Hægfara uppgufun getur ekki haft stórtæk áhrif á stór veðurkerfi eða valdið snögglega myndun hæða og lægða en innri uppgufun getur það.
Áður fyrr var ekki tekið eftir hinu mikla magni af vatnsgufu í andrúmsloftinu frá vaskjávarma vegna þess að vatnsgufan (eða rakinn) er ósýnilegur mannsauganu. Þó eru gufustrókar sjáanlegir víðsvegar á Íslandi og oftast leysast þeir upp, þ.e. gufan dreifir sér þannig að loftið er ekki lengur rakamettað og þar með ekki lengur sýnilegt. En það er reyndar sex sinnum meira vatn í andrúmsloftinu en allt það rennandi vatn í öllum ám heimsins! Frá sömu kennslubók og vitnað var í hér að ofan:
Jafnvel þótt magnið af vatnsgufu í andrúmsloftinu er einungis lítill hluti af öllum vatnsforða jarðarinnar, þá er samanlagt vatnsmagn sem fer árlega um andrúmsloftið gífurlegt, eða 380.000 rúmkílómetrar. Það nægir til að þekja yfirborð jarðarinnar með eins metra djúpu vatni. Útreikningar sýna að yfir Norður-Ameríku er næstum sex sinnum meira vatn sem er borið með vindum en það sem rennur í ám í þeirri heimsálfu. (Frederick K. Utgens, Edward J. Tarbuck, bls. 99).
Jafnvel þó að loftslagsvísindamenn vita að vatnsgufa er allra mikilvægasta lofttegundin í andrúmsloftinu sem hefur áhrif á veðrið, eru þeir ekki færir um að útskýra vatnsgufuna sem drifin er af vaskjávarma vegna þess að þeir vita ekki um tilvist hans. Hvernig eiga þá loftslagsvísindamenn að geta vonast til að skilja hnattræna hlýnun eða þá krafta sem knýja hana?
Sannleikurinn er, að þeir geta það ekki.
Nánar verður fjallað um þetta vandamál í undirkaflanum um falskenninguna um hnattræna hlýnun.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 9 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 9.5.2018 kl. 11:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.