Veðurþátturinn sem vantar
20.4.2018 | 10:41
Richard A. Kenn, vinsæll rithöfundur og veðurfræðingur, skrifaði:
Fimm grundvallarþættir samanlagðir gera það augljóst að jörðin hefur það veður sem við þekkjum. Í fyrsta lagi er augljósasti þátturinn sá að jörðin hefur andrúmsloft. Í öðru lagi skín sólin á jörðina. Þriðji þátturinn er snúningur jarðar. Næsti þáttur og hann er einstakur fyrir jörðina er hinn mikli vatnsforði jarðarinnar. Og að lokum er það landafræðin fjölbreytt yfirborð frá höfum til meginlanda og íslaga sem þekja jörðina. (The Western Weather Guide, Richard A. Keen, Fulcrum Inc., Skywatch, 1987, bls. 3).
Hver af þessum fimm grundvallarþáttum veldur veðurbreytingum? Getum við sagt að einhver einn þeirra eða einhver samsetning þeirra veldur regnstormum, snjóstormum, fellibyljum og hvirfilvindum? Það getum við ekki.
Í raun vitum við öll að veðrið getur algerlega breyst frá degi til dags, en
Landafræðin breyttist ekki
Vatnsforðinn breyttist ekki
Snúningur jarðar breyttist ekki
Flatarmál jarðar sem varð fyrir sólargeislum breyttist ekki
Köfnunarefni, súrefni og argon sem andrúmsloftið er aðallega samsett úr breyttist ekki. Þessir fimm grundvallarþættir veðursins eru fastar á daglegum grundvelli.
Grundvallar spurning: Hvað veldur breytingum á veðrinu frá degi til dags?
Þetta er milljón dollara spurningin í veðurfræði og svarið við henni fylgir hinni einföldu sannleiksreglu: í náttúrunni er einfaldi sannleikurinn sá, að sannleikurinn er einfaldur.
Hinir fimm grundvallarþættir veðursins valda ekki breytingum á veðrinu frá degi til dags, heldur er þar annar veðurþáttur að verki.
Veðurþátturinn sem vantar hefur áhrif bæði á daglega veðrið og á langtíma veðurmynstrið, eða á veðurfarið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.