Bólstraský í góðu veðri
17.1.2018 | 13:30
Fyrir nokkrum árum síðan þegar ég bjó austan Hellisheiði en starfaði í Reykjavík, sátum við daglega nokkur samferða í bíl. Þegar við fórum upp Kambana og litum niður yfir Reykjadalssvæðið, þá var það oft umræðuefni hvers vegna það væri að stundum gufuðu nánast óteljandi margir hverir en í önnur skipti þurfti að leita að þeim, aðeins til að finna einn og einn gufustrók. Mér fannst líkleg skýring að ef rignt hafði áður, væri mikið grunnvatn sem gæti skilað sér í gufu, en einnig kom til tals að það hafi verið einhverjir jarðskjálftar nóttina áður. Hið síðarnefnda er ef til vill illskiljanlegt sé þyngdarafls-núningslögmálið ekki skilið.
Þyngdarafls-núningslögmálið Núningshiti í jarðskorpunni (eða í skorpu hvers himintungls) er orsakað af togi og slökun á aðdráttarkrafti sem virkar á skorpunni vegna annarra himintungla.
Grunnvatnsyfirborð breytist ekki ört með rigningu og hefur lítið að segja um vatn sem hitnar á miklu meiri dýpi en grunnvatnsyfirborðið. Jarðskjálftar var einmitt málið!
Ég hafði aldrei ímyndað mér að ský mynduðust yfir Íslandi, að þau kæmu bara með lægðum en mynduðust í miklu heitari umhverfi en á Íslandi og kæmu síðan fljúgandi hingað. Þó sjást stundum einstaka ský nálægt Hellisheiðavirkjun sem má rekja til mikillar uppgufunar í virkjuninni. Þegar börnin voru lítil, sagði ég stundum í gríni þegar við ókum framhjá Hellisheiðavirkjun: Sjáið, þarna er skýjaverksmiðjan!.
Gufan sem við sjáum er rakamettað loft, 100% rakastig. Þegar hún stígur upp í andrúmsloftið, dreifast vatnssameindirnar og hverfa þegar loftið er ekki lengur rakamettað. Engu að síður er vatnið (eða gufan) ennþá í andrúmsloftinu, nú ósýnileg vegna lægri rakastigs.
Vegna þess að við erum með nánast stanslausa jarðskjálfta á ákveðnum svæðum á landinu, myndast mikill núningshiti í jörðinni sem hitar vatnið sem þar er. Afleiðingin eru hverir af ýmsu tagi. Einstaka jarðskjálftar snögghita staðbundið vatn, nálægir hverir verða virkari og mikið magn vatnsgufu, bæði sýnileg og ósýnileg, sleppur út í andrúmsloftið. Á einhverjum tímapunkti mettast loftið af vatni og verður sýnilegt bólstraský myndast!
Eftirfarandi myndir eiga að sýna nokkur jarðskjálftaský. Þær eru teknar á Reykjanesi og Hellisheiði á degi þar sem tilkynnt var í fréttum um töluverða jarðskjálfta við Bláfjöll.
Vefsíðan vedur.is greinir frá svokölluðum eldbólstrum, eða skýjum sem myndast yfir hitauppsprettu:
Afmarkað hitauppstreymi, svo sem frá eldgosum, gróðureldum eða stórum iðjuverum, myndar oft sérstaka bólstra Pyrocumulus (eldbólstrar) er nafn sem stundum er notað á bólstraský sem myndast yfir ákafri hitauppsprettu við jörð, svo sem orkuveri eða gróðureldi.
Allar þessar myndir sýna að jarðskjálftaský eru raunveruleg. Á samsettri mynd hér að neðan má sjá nýlega jarðskjálfta á jarðskjálftakorti vinstra megin en hægra megin er mynd tekin með vefmyndavél á Hellisheiði þar sem staðbundin skýjabreiða er augljós. Neðsta myndin er tekin á sama tíma, horft á Hellisheiði að austan, nálægt Ingólfsfjalli.
Uppruni veðurs er greinilega ekki rétt skilgreindur í veðurfræðinni. Hún talar um eina varmauppsprettu, sólina, en þær eru raunverulega tvær: sólin og núningshiti í jörðinni!
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 9 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 6.6.2018 kl. 17:24 | Facebook
Athugasemdir
Vá! Þetta er alveg nýtt fyrir mér!
Bettina (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.