Gosberg inniheldur vatn
30.9.2017 | 12:46
Kristallaður steinn eða steind hefur reglu í uppbyggingu sinni á meðan að myndlausir steinar hafa hana ekki. Gler er formlaust efni vegna þess að það hefur enga augljósa kristalbyggingu. Gosberg eru venjulega formlaust og glerkennt. Vatn gegnir mikilvægu hlutverki í eldgosum og í myndun þess bergs sem kallast gosberg. Jarðfræðin hefur löngum vitað að þetta berg innihaldi eitthvað vatn bundið í steinunum, eins og við getum lesið í bók Haralds Sigurðssonar, Melting the Earth:
Mikilvægi vatns hefur einnig verið staðfest með efnagreiningu; árið 1824 gerði sýndi Knox með tilraun að allt gosberg innihaldi eitthvað vatn sem er bundið í steininum. (Melting the Earth, The History of Ideas on Volcanic Eruptions: Haraldur Sigurðsson, Oxford University Press, 1999, bls. 220).
Þannig að bæði gosberg (úr bráðnu bergi) og kristallaðir steinar (úr útfellingu) innihalda vatn. Sú staðreynd að allir náttúrulegir steinar á jörðinni innihalda vatn, er ruglingsleg fyrir alla þá sem eru fastir í kenningunni um kvikujörð og hafa ranga hugmynd um hringrás bergs. Hvaðan kemur vatnið og hvers vegna losnaði það ekki út í andrúmsloftið eða út í geim þegar jörðin á að hafa verið logandi heit og bráðin í töluverðan tíma? Þessar spurningar eiga engin auðveld svör í jarðfræði í dag. En ef gosberg myndast við núningshita í jarðskorpunni, þar sem vatn er til staðar, þá er auðveldlega hægt að skilja hvaðan vatnið í gosberginu kemur.
Myndin sýnir íslenskt gjall í tveimur litum. Báðar steinarnir eru mjög léttir enda sjást á þeim margar loftbólur eða blöðrur. Vísindavefurinn skrifar:
Blöðrurnar stafa af lofttegundum, einkum vatni, sem leysist úr bráðinni við þrýstiléttinn þegar hún rís í gígnum, og veldur sú útþensla sprengivirkninni.
Vissulega gegndi vatn mikilvægu hlutverki í myndun alls bergs sem hafa slíkar blöðrur. Þegar okkur verður þetta ljóst, þá sjáum við verulegar sannanir fyrir tilvist vatns í berginu fyrir gos. Blöðrur í steinum mynduðust ekki með veðrun og þær einangrast heldur ekki við gosberg. Mörg dæmi eru til um holótt berg í náttúrunni, svo sem sandsteinn, basalt og annað.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 7 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 24.1.2018 kl. 15:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.