Kúlulaga hnettir

Seas fading

Við öll þekkjum að jörðin er skipt í fleka og að þeir séu að reka. Á Íslandi tölum við um að flekaskilin sem fara beint þvert í gegnum landið opnist eða með öðrum orðum að flekarnir tveir sem eiga í hlut reka frá hvorum öðrum árlega um 2 cm. Kennt er í skólum að þeir fljóti á heitri kviku.

Tveir megin þættir í þessu eru hárréttir. Annars vegar að flekar hreyfast í mismunandi stefnu enda er það mælanlegt. Hins vegar að flekarnir, það er að segja jarðskorpan, fljóti á vökva. Það hefur einnig verið sýnt með jarðskjálftamælingum. Það er rétt, jarðskorpan er á floti! Þetta leiðir okkur að eftirfarandi grundvallar spurningar:

Á hverju fljóta flekar jarðarinnar?

Ég kem að þessari spurningu síðar en snúum okkur að spurningunni um vatn jarðarinnar - stór spurning í nútíma vísindum er hvaðan það kom. Lagt hefur verið til að það hafi komið með halastjörnum en í raun hafa menn ekki hugmynd um það. Ég myndi hins vegar snúa spurningunni við og spyrja: Hvaðan kemur bergið sem sumir hnettir hafa?

Titill þessarar færslu er "Kúlulaga hnettir". Hvers vegna eru allar reikistjörnur og flest tungl kúlulaga? Ég held að allir séu sammála um að svarið liggi í því að í árdaga hnattarins hafi hann verið í fljótandi formi. Vökvi. Vísindi tala um aðsóp loftsteina (hvaðan komu þeir, úr gamalli sól?) sem hafa myndað heitan og fljótandi hnött sem hafi síðan kólnað en jörðin þó ekki að innan, jafnvel eftir 4,5 milljarða ára!

Þetta stenst alls ekki en hins vegar er það rétt að jörðin hafi í árdaga verið í fljótandi formi. Eftirfarandi stuttmynd sýnir vatnskúlu í þyngdarleysi.

Í fyrstu andrá virðist hugmyndin um "vatnsplánetu" eða að pláneta mynduð úr vatni vera fjarstæðukennd. Á hinn bóginn þarf bara stutta ígrundun til að sjá að það er enginn annar kostur, alveg sama hversu fjarstæðukennt það megi virðast fyrst. Hugmynd Kópernikusar og stuðningur Galíleós um að jörðin snúist um sólina var einu sinni talið fjarstæðukennt, jafnvel guðlast þegar fyrst var talað um það. Vissulega kemur kúlulögun jarðarinnar vegna vökvaforms og innviðir jarðarinnar eru einnig fullir af vökva. Við höfum séð að það er enginn vísindaleg sönnun fyrir tilvist kviku. Það gefur okkur ekki marga kosti.

Næstu færslur munu smám saman sýna sannanir fyrir Vatnplánetulíkaninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innviði jarðarinnar, getur aldrei verið vatn ... en vatn er framleiðsla sem sem kemur úr innra viði jarðar.  Það sem er mikilvægara hér, er að myndin sem þú sýnir ... bendir á að möndull jarðar, er ekki til ... alla vega ekki járnkúla.  Þýngri efni, flytja sig út ... þeir sökkva ekki inn í "miðju" jarðar, eins og áður var haldið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2017 kl. 21:01

2 Smámynd: Ronald Björn Guðnason

Ef þú átt við kjarna jarðarinnar, þá er það rétt að hann sé ekki járnkúla. Hins vegar þekkjum við frá jarðskjálftamælum að hann er úr föstu efni.

Ronald Björn Guðnason, 15.8.2017 kl. 21:35

3 identicon

Það er búið að sýna fram á, að "plasma" gefur sömu niðurstöður ... og þar með búið að hrekja alhæfinguna um "fast efni".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 19:17

4 identicon

Það meikar sens að flestar plánetur hafi verið úr fljótandi vökva fyrst. Þegar miklihvellur var þá hefur líklegast verið mikið af hita, en svo hægt og rólega hefur heimurinn kólnað.

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 10:40

5 identicon

mér finnst þetta flott grein. ég er sammála um að plánetur eru hringlóttar út af vatni. en er ekki vísindaleg sönnun fyrir kviku? 

Bjarki Óskarsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:01

6 identicon

Ég er sammála því að plánetur verða hringlóttar þegar þær eru úr fljótandi efni. því þá tosar þyngdarafkið jafnt allstaðar og myndar hringlótta kúlu. En ég trúi ekki að jarðflekarnir fljóti ofan á vatni. Jörðinn er ofan á mjúku bergi (möttull) sem hegðar sér svolítið eins og fjótandi efni. 

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:02

7 identicon

Fræðandi grein, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Hefði aldrei pælt í þessu áður þannig ég hafði ekki hugmynd um þetta. Væri gjarnan til að læra betur um þetta og skilja þá betur hvað er átt við.

Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:12

8 identicon

Ég hafði ekki hugmynd um það að plánetur væru kúlulaga fyrir þesari ástæðu. Myndbandið var líka þó nokkuð áhugavert.

Hugi Snær (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:13

9 identicon

Ég hef eitthvern veginn aldrei hugsað út í þessa hluti en þegar maður fer að pæla í því er alveg er alveg líklegt að pláneturnar séu hringlóttar vegna fljótandi efnis eða vatns. Því er gaman að lesa þessa grein og pæla aðeins í þessu. 

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:14

10 identicon

Þetta er mjög merkilegt og það passar að plánetur eru hringlaga vegna þess að þær voru einu sinni vökvi, sem verður að kúlu í þyngdarleysi. Myndbandið sýnir líka mjög vel hvernig þetta virkar.

Stefán Hermundsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:16

11 identicon

Mjög áhugavert. Eins og það er vitað þá er léttara að móta efni ef það er í vökvaformi eða í mjúku formi. Ekki vissi ég það og það skýrir sig hvernig vatn hefur verið á plánetum. Vatn nótar landið og á Mars eru dalir og vatn mótar dali. Mjög áhugavert og fræðilegt.

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:19

12 identicon

fín og vel lýsandi grein, áhugaverðir punktar og alltaf gaman að læra um eitthvað nýtt, eins og ég bjóst ekki við að jörðin væri að einhverju leiti mynduð af vökva. 

Soley Albertsdottir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:25

13 identicon

Ég hef oft haldið að jörðin varð til vegna tveir loftsteinar klestu á hvort annað og búið til hita vegna þess, útaf hiti leitar upp en það er ekkert "upp" útí í geimi leitaði hitinn til sjálfan sig og einhvern veginn bjó til þyngdarafl úr því og byrjaði að veiða loftsteina til að stækka massan sinn, en vegna þess að þyngdarafl kom vill hitinn fara úr því, þess vegna eru eldgos sem gerast. Það var samt bara það sem ég hélt einu sinni. Hvort að jörðin var búinn til úr vatni eða eitthverju öðru skiptir engu máli því það mun ekki breyta lífinu okkar

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:27

14 identicon

Mjög fræðandi grein um þessa kenningu. Vonandi er hægt að finna réttu lausn við þessa spurningu. Einnig flott myndband sem er hérna á blogginu, mjög skemmtilegt.cool

Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:40

15 identicon

Mjög athyglisverð kenning, ég hef oft pælt í því hvers vegna allar plánetur séu kúlulaga en ekki neitt annað form. Ég hef aldrei pælt í þessu með vatnið en ég hef oft séð myndbönd um hvernig vatn hagar sér í engu þyngdarafli og það er oft kúlulaga og þess vegna er þetta góð kenning. 

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:41

16 identicon

Kannski skil ég ekki vel en meinar þetta að það sé enginn kvika í jörð heldur jörð er fullt af vatn? Mér finnst það ótrúlegt en ef svona það er mjög fundralegt. 

Koichi Takano (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 16:50

17 identicon

Kúla er einfaldasta lögun massa, þ.e.a.s. Þyngdarkrafturinn er jafn allstaðar sama hvaða stærð þessi massi er. Sama hvaða efni massinn er úr, ef því er gefið nóg tíma mun það mynda kúlu. Sérstaklega ef efnið er í vökvaformi eins og kviku. Nema ef einhver utanliggjandi kraftur verkar á massann. Það er ekki hagstætt að nota þær upplýsingar um að vatn fer í kúlu í þyngdarleysi og svo notað það til að segja til um hvað kjarni plánetanna er úr. Þyngri efni leita að minnstu stöðuorkunni (þótt það taki milljarðir ára). Vatn er eitt af léttustu efnum sem gera plánetuna svo það myndi náttúrulega vera ýtt upp af þyngri efnunum. Þess vegna sökkva steinar og kvika. Þannig virka stjörnur líka.

Það er svosem hægt ef vatnið er fast undan þrýstingi undir öllum möttulinum og jarðskorpunni en þá erum við að búast við því að vatnið hafi komið á undan öllu öðru efninu sem gerir plánetuna okkar. Það er mjög hæpið þótt vatnið hafi verið frosið á þeim tíma.

Ég ætla hinsvegar ekki að hunsa þessa kenningu en þangað til að fleiri upplýsingar og tilraunir koma fram finnst mér best að trúa því sem við vitum meira um.

Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 16:54

18 identicon

Ó ertu þá að segja mér að jörðin sé ekki flöt???? Fínasta grein um hnettina. hafði ekki hugmynd um að plánetur yrði hringlóttar á þennan hátt

Borgar Ben (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:27

19 identicon

Kúlulaga vegna þingarkrafts í heiminum, það er margt kúlulaga í okkar heimi og það sérstaklega frumeindir, hringur virðist vera eina svarið við óendanleika sem við höfum í dag. Geri ráð fyrir að hver hnöttur hafi kjarna sem sogar með þyngdarkraft að sér sem gerir það að verkum að kúlulagað "shape" myndast. Lýkt og þegar þú ert með segul sem dregur jafnt að sér í allar aáttir myndar hjúp í kringum sig. 

Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:32

20 identicon

Já okei sko. Hef aldrei pælt í þessu. Mjög merkilegt að það verður að kúlu þegar það var einu sinni bara vökvi. cool

Berglind Elsa (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:36

21 identicon

jörðin, kúlulaga? whaaat surprised 

Þetta er flott grein hjá þér Ronald. Mjög áhugaverð og skemmtileg. Keep up the good work cool

María Guðný (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:43

22 identicon

 Áhugaverð og fræðandi grein. Ég hafði aldrei pælt í þessu áður og hafði þvi ekki hugmynd um að pláneturnar væru hringlagag útaf þessari ástæðu.

Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 09:29

23 identicon

Þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg grein hjá þér! Það meikar líka sens að pláneturnar séu kúlulaga því þær eru úr fjótandi efni. Það var einnig gaman að sjá myndbandið og hvernig það sýnir okkur hvernig þetta allt virkar. 

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 09:39

24 identicon

Þetta var mjög fræðandi frétt. Mér fast það áhugavert að jöru hlaut að hafa  verið fljótandi því hún er kúlulaga einni sinni fyrir langa löngu. 

Mér líkaði líka myndbandið sem sýndi að í geyminum þá verur vökvi kúlulagaður  sem sannar þessa staðreynd.

Ég get því miður ekki sagt neitt sem mér finnst vera neikvætt því svo ég gef henni 5 stjörnur.

Sólveig Margrét Diðriksdótti (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 09:56

25 identicon

Skemmtileg og fróðleg grein. Ég hef aldrei verið neitt að pæla í þessu og útskýrir greinin þetta allt saman afar vel. Myndbandið var líka mjög áhugavert.

Anita Pettengell (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 00:49

26 identicon

Ég hef pælt og spurt mikið um alheiminn en aldrei hefur mér dottið í hug að spyrja afhverju kúlulaga? Það er mjög áhugaverð spurning og væri ég mikið til í að læra betur um þetta.

 Áhugaverð og skemmtileg grein eins og vanalega!

Steinunn Ingibjörg (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 19:36

27 identicon

Ég er ekki á sama máli að kjarni jarðarinna sé úr fljótandi efni eða vatni. Vatn er vissulega frumefni sem má finna á jörðinni ásamt öðrum plánetum og ég kem af fjöllum þegar skoðað er hversvegna henttir og fleira verður kúlulaga, ég tel það líklegast tengjast þyngdarafli alheimsins án þess þó er vera viss. Þessi grein veldur heilabrotum og þykir mér skemmtilegt að velta svona efni fyrir mér og reyna ná fram staðreyndum. Kannski væri hægt að hugsa þetta eins og að hnoða snjó bolta að þeim mun meira afl sem við beitum til þess að hnða snjóinn saman þá myndast kúla, eins með þyngdarkraftinn. Efni byrjar að þéttast saman og stækkar þeim mun meira en þyngdarafl þrýstir saman efninum. Skemmtileg grein.

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 09:43

28 identicon

Flott grein og mjög fróðleg ég hef ekki dottið i hug að hugsa um þetta en að heyra þetta núna er mjög áhugavert og vissi ekki að plánetunnar eru hringlaga vegna þessa mjög skemmtileg og fróðlegt grein 

Stefán Orri Gislason (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 12:07

29 identicon

Ég vissi þetta ekki það var gaman að læra um þetta 

Kristján Örn (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 12:17

30 identicon

það er gaman að pæla í því af hverju plánetur eru kringlóttar. Ég á samt mjög erfitt með að ýminda mér hvernig aðsóp á sér stað og einnig hvernig vatn nær að myndast á plánetum úti í geimi.  

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 15:24

31 identicon

Þetta er áhugaverð kenning. Ég hef hins vegar einfaldlega ekki kynnt mér hana nóg til að vera með skoðun á hvort ég sé sammála henni eða ekki. Ég er viss um að nóg er af rökum sem styðja hana og einnig mótrökum.

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 09:49

32 identicon

Áhugaverð grein og kenning sem mér finnst afar fjarstæðukennd, skil þó ekki hvernig berg hefur getað myndast ef vatn var það eina sem var á jörðu 

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 22:03

33 identicon

Mjög fróðleg grein. Ég hef ekki pælt mikið í því hvernig jörðin getur verið hringlótt en það meikar samt alveg mjög mikinn sense því það er náttúrulega mun auðveldara að færa efni til og móta það ef það er í vökvaformi heldur en í föstu formi.

Daníela Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband