Einsleitur sandur
22.5.2017 | 10:40
Í bloggfærslunni Leyndardómurinn um sandinn kom ég fram með þessa grundvallar spurningu:
Hvaðan kemur sandurinn raunverulega?
Sú gamla hugsun að allur sandur séu litlir steinar sem hafa veðrast úr stærri steinum er röng og stenst ekki. Færslan um Hvítar sandöldur er eitt dæmi um þær fjölmörgu vísbendingar sem sýna fram á að ofuráhersla er lögð á veðrun og rof. Annað dæmi er einsleitni og annað væri kornastærð.
Lítum á nokkur sýni á mismunandi sandi frá mismunandi stöðum:
Þessi sýni á myndinni eru stækkuð 40 sinnum. Fyrstu tvær myndirnar sýna raunverulegt rof en þær sýna sand í árfarvegi úr Young Creek og Colorado ánum í Arisóna. Þessi sandur er sagður vera misleitin, enda sjást mismunandi gerð veðraða sandkorna í mismunandi litum.
Hin sýnin eru hins vegar ekki misleit, heldur einsleit! Það gæti komið á óvart að meirihluti alls sands á jörðinni lítur svona út, einsleitur. Þetta leiðir til næstu grundvallar spurninga:
Ef allur sandur er tilkominn vegna veðrunar, hvers vegna er þá flestur sandur einsleitur og inniheldur ekki blöndu af þeim mismunandi steindum þeirra fjalla sem þau eiga að hafa veðrast úr?
Hvers vegna hafa jarðfræðingar ekki tekið eftir því að mest allur sandur jarðarinnar er einsleitur?
Þessar spurningar fara hönd í hönd og það er mikilvægt að taka einsleitnina með inn í reikninginn, ef við viljum skilja uppruna sands.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bindi I - Kafli 6, Vísindi og fræði | Breytt 1.6.2018 kl. 18:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.