Leyndardómurinn um uppgufun sjávar og myndun salts
9.5.2017 | 13:12
Sagt er allt salt sem fyrirfinnst í jarðskorpunni hafi myndast með uppgufun sjávar á fornri tíð. Ef það er satt, þá ætti salt úr saltnámum að líkjast salti sem unnið er úr sjó með uppgufun. Salt í námum og salthvelfingum er tiltölulega hreint, yfirleitt meira en 99% NaCl.
Saltið í krukkunni á myndinni hér til vinstri kristallaðist úr eins lítra af sjó sem var látinn gufa upp. Saltið sem myndaðist eru þunnir og litlir kristallar. Þess á milli eru ýmis óhreinindi, aðallega lífrænar leyfar. Auk þess er mjög merkilegt að ekki myndast bara NaCl, heldur alls 5 mismunandi sölt. Ef uppgufunarkenningin á að standast, þá ætti saltið úr námum að hafa svipaða efnasamsetningu og svipaða kristalla. Staðreyndin er þó sú, að námusaltið er (næstum) hreint NaCl með stóra kristalla eins og sést á næstu mynd en hún er frá Every Island saltnámunni.
Að lokum ætla ég að birta töflu með upplýsingum um samanburð á salti úr sjó annarsvegar og salti úr salthvelfingu hinsvegar. Hér má greinilega sjá að hlutföllinn eru alls ekki þau sömu.
Salt í jarðskorpunni er ekki komið til vegna uppgufun sjávar! Að skilja tilkomu salts á jörðunni er lykillinn að réttri þekkingu á jarðfræði. Meira um salt síðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bindi I - Kafli 6, Vísindi og fræði | Breytt 24.1.2018 kl. 17:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.