Sýnishorn úr UM Bindi I: Hraun-núnings líkanið
27.4.2017 | 12:01
Universal Model hefur gefið út fyrsta bindi af þremur um alhliða náttúrufræði sem sameiginlega myndar hið svokallaða Alhliða líkan. Í fyrsta bindinu sem er nýkomið út er talað um jarðarkerfið. Annað bindi er væntanlegt nú í haust en það mun fjalla um lífkerfið, en þriðja og síðasta bindið er í vinnslu en það mun fjalla um alheimskerfið, þ.e. stjörnufræði, eðlisfræði og efnafræði.
Fyrir áhugasama, þá er hægt að kaupa rafræna útgáfu af fyrsta bindinu og einnig af samantekt, sjá undir Netverslun UM hér til hægri. Stefnt er að stærri pöntun bókarinnar til Íslands til endursölu hér, síðar á þessu ári.
Færslur í þessu bloggi munu innihalda efni úr fyrsta bindi og um annað efni tengt því, þar til næsta bindi kemur út en þá víkkar umræðuefnið töluvert.
Í sambandi við uppruna eldgosa út frá flóðkröftum sem ég greindi frá fyrir fáeinum dögum síðan, þá er gott að skilja lögmálið um núning og hita. UM hefur á ný gefið út sýnishorn úr fyrsta bindinu sem er undirkafli 5.3 - Hraun-núnings líkanið, smellið hér til að lesa.
Áður hef ég birt hlekk á sýnishorn um hvernig myndun kristalla gengur fyrir sig, hér er sá hlekkur aftur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bindi I - Kafli 5, Vísindi og fræði | Breytt 24.1.2018 kl. 17:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.