Kviku-falskenningin

Ef maður er staddur í Reykjavík og langar að keyra til Borganess, en kýs (viljandi eða ekki) að aka Suðurlandsveginn, þá er maður í slæmum málum. Öll skynsemi segir að snúa við og taka rétta stefnu við Grafarvoginn. Þó svo að leiðin austur "gefi vit" að mörgu leyti, þá var þetta röng leið.

Kannski er þetta ekki góð líking, en nútíma náttúruvísindi er á slíkri rangri braut. Allur leggurinn frá Grafarvogi og austur, eða fjöldamargar kenningar í vísindum í dag, byggja á einni falskenningu og þannig koma enn fleiri falskenningar til að reyna að réttlæta þá fyrstu. Hver kílómetri ekinn í ranga átt flækir nútíma vísindi og gerir þau bara enn óskiljanlegri. Uppskeran eru fleiri nýjar spurningar en fátt er um svör. Til þess að komast á rétta leið þarf að spyrja grundvallar spurningar. Lykillinn að því að finna svör er að spyrja slíkra spurninga.

Ein svona falskenning í vísindum í dag sem dregur dilk á eftir sér er sú kenning að jörðin sé heit að innan. Hver hefur ekki séð mynd eins og þessa?

Kviku falskenningin

Hver segir að sneiðmynd af jörðinni líti svona út? Hefur einhver skorið bita úr henni og skoðað? Hefur einhver séð innviði jarðar? Og hvernig stendur á því að þessi falskenning sé kennd í öllum grunnskólum víða um heim og aftur í framhaldsskóla eins og heilagan sannleik sé að ræða? Þessi kenning hefur aldrei verið sönnuð og hefur marga galla.

James HuttonKenningin um heita kviku á uppruna sinn frá manni sem hét James Hutton (1726-1797). Þó svo að hann hafi verið heimspekingur, er hann talinn vera faðir jarðfræðinnar. Hutton hafði óbeit á aðferðum tilrauna en kom fram með þá hugmynd að granít hafi myndast úr heitu efni djúpt niðri í jörðinni. Þar sem engin önnur eða betri hugmynd var uppi, var þessi kenning "samþykkt" sem sannleikur og sem enn er viðurkenndur og kenndur í dag, jafnvel þó að hún hafi aldrei verið sönnuð.

Kenning og náttúrulögmál eru ekki það sama! Í þessu tilfelli er kenningin um kvikuna einhver hugmynd heimspekings frá 18. öld en flestir í dag hallast að henni og fagna henni sem náttúrulögmáli, þó svo að margar sannanir séu til sem hrekja hana.

Eldgos og hraun eiga ekki uppruna sinn í kviku djúpt í jörðinni!

Hvaðan glóandi hraunið í eldgosi kemur, mun ég fjalla um síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband