Nútíma vísindi eru ekki einföld vísindi

Flest okkar myndu frekar hafa einn fimmhundruð króna seðil á sér heldur en 100 fimmkalla. Hver myndi taka klukkustunda langa krókaleið í stað 15 mínútna leið heim í kvöldmat, bara til þess að flækja hlutina? Það er kraftur í einfaldleikanum. Að halda hlutum einföldum í vísindum, stundum nefnt ‚rakhnífur Ockams‘ eða lögmál sparseminnar, stenst freistinguna um að hlaða upp forsendum sem menn gefa sér einfaldlega:

Áhrifaríkasta og fegursta reglan í vísindum var sett fram af breska heimspekingnum William frá Ockam á fjórtándu öld. Hann færði þau rök að besta útskýringin á gefnu fyrirbrigði er venjulega sú einfaldasta, sú með fæstu forsendunum sem menn gefa sér einfaldlega. (The End of Science – Facing the Limits of Knowledge in the Twilight of the Scientific Age: John Horgan, Little, Brown & Co., 1996, bls. 70).

Við köllum þetta regluna um einfaldleikann í UM, sem við skilgreinum:

Regla um einfaldleikann

Nútíma vísindi skilja regluna um einfaldleikann og þó svo að þau boða ‚rakhníf Ockams‘, þá fylgja þau sjaldan reglunni í reynd. Í tímaritum nútíma vísinda – þar sem vísindamenn greina frá háþróuðum rannsóknum – lesum við greinar sem stundum eru svo hlutdrægar að maður getur aðeins getið sér um þýðingu þeirra. Eftir að hafa heimsótt málþing um skammtafræði (fræðin um öreindir atóma), skrifaði einn vísindahöfundur um hvernig vísindamenn á samkomunni skildu sín eigin vísindi:

…sérhver ræðumaður virtist hafa komist að eigin skilningi á skammtafræði, orðuð á einstaklingsbundinn hátt og enginn virtist skilja hina, hvað þá að vera sammála þeim. Þrasið minnti mig á það sem Bohr sagði einu sinni um skammtafræði: ‚Ef þú heldur að þú skiljir hana, þá sýnir það bara að þú hafir ekki hundsvit á henni.‘ (The End of Science – Facing the Limits of Knowledge in the Twilight of the Scientific Age: John Horgan, Little, Brown & Co., 1996, bls. 91).

Annar eðlisfræðingur sem eyddi starfsævi sinni meðal sérfræðinga innan eðlisfræðinnar, velti fyrir sér hinu óskynsamlegu ósamlyndi innan fræðigreinarinnar:

Þú ættir að gera þér grein fyrir því að almennt geta aðeins um 90% sérfræðinga innan eðlisfræðinnar gert sér eitthvað vit úr minna en 10% af því sem aðrir eðlisfræðingar segja. (The End of Science – Facing the Limits of Knowledge in the Twilight of the Scientific Age: John Horgan, Little, Brown & Co., 1996, bls. 91).

Þessi dæmi sýna erfiðleikann við að skilja nútíma vísindi. Leikmaðurinn er ekki einn í kvíðanum sínum; jafnvel sérfræðingar eiga í erfiðleikum með að skilja! Hvers vegna finnst okkur nútíma vísindi svo erfið og flókin? Ef tilgangur vísindanna er að skilja náttúruna, og ef náttúran er einföld, hvers vegna eiga vísindin svo erfitt með að útskýra hana? Rannsókn á undirstöðum vísindanna hjálpar okkur að skilja hvers vegna.


Bloggfærslur 6. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband