Færsluflokkur: Bindi I - Kafli 7
Vatnsplánetulíkanið
11.8.2017 | 11:29
Á 18. öld voru uppi vísindastjörnur á borð við Newton, Hooke og Halley og aðrir miklir vísindamenn voru í þann mund að rísa. Nýjar uppgötvanir voru algengar en nokkrar hugmyndir eins og þekkingin um að aðeins fimm hnettir voru á braut um sólina var algeng meðal fólks. Á þeim tíma var það staðreynd meðal almennings og enginn bjóst við að sú hugmynd yrði nokkurn tímann endurskoðuð. En þann 13. mars 1781 gerði Sir William Herschel merkilega uppgötvun á reikistjörnunni Úranusi.
Oft er það svipað með okkur í dag þegar við í góðri trú notum sjálfsörugg orðin "við vitum nú" svo mikið um náttúruna að við tökum ekki eftir hinu augljósa. Vísindarithöfundurinn Bob Berman skrifaði:
... til að endurspegla uppgötvun Úranusar fyrir okkar tíma, þá þyrftum við að rekast á eitthvað sem myndi hrekja fasta og langvarandi trú okkar um eitthvað sem við höfum vanist og sem samstundis myndi opinbera að við höfðum alrangt fyrir okkur um eitthvern almennt viðurkenndan raunveruleika. En þar sem vísindum og tækni fara fram með veldisvaxandi hraða, þá minnkar geta okkar til undrunar í nærri núll. (Strange Universe, 2003).
Við höfum rangt öryggisskyn vegna þess að við ruglum saman vísindum og tækni. Ef nútíma vísindum fer fram með "veldisvaxandi hraða" eða á miklum hraða í ranga átt, þá skiptir ekki máli að geta okkar til undrunar minnki í "nærri núll". Nútíma jarðfræði hefur klárlega sést yfir eitthvað enn mikilvægara en uppgötvun nýrrar plánetu, nefnilega þá staðreynd að jörðin er ekki kvikupláneta.
Hugmyndin um heita og bráðna jörð er eldgömul hugmynd en var fyrst íhuguð af alvöru fyrir rúmlega 200 árum síðan af James Hutton. Síðan þá hefur hún orðið að megin burðarsúlu sem öll nútíma vísindi eru byggð á. Í dag hefur þessi kredda fengið slíka fótfestu og slíka viðurkenningu að enginn nútíma vísindamaður dregur í efa hina dýrkaða grundvallarreglu um kvikuplánetuna og enginn lítur á þá hrúgu af vísbendingum sem sýna annað.
Getur það verið að slík vel þekkt kenning sé röng? Mary Hill, yfirjarðfræðingur hjá California Division of Mines and Geology sagði eftirfarandi í bók sinni Geology of the Sierra Nevada (1975):
Sum þeirra kenninga sem eru við lýði í dag gætu virst fáránlegar á morgun eins og hugmyndin um að jarðskjálftar hafi orsakast af stórri skjaldböku sem hristi jörðina á bakinu sínu. Slík hugmynd um jörðina var almenn trú meðal milljóna fólks. Við nefnum það frumstætt en þó gætu kenningar í dag verið alveg jafn langt frá sannleikanum.
Höldum huganum opnum þegar við lærum nýjar hugmyndir um jörðina okkar.
Bindi I - Kafli 7 | Breytt 20.1.2020 kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig gengur kristöllun fyrir sig?
22.4.2017 | 08:54
Universal Model notar kristöllunarferlið til þess að hjálpa að skilja uppruna allra steina í náttúrunni, eitthvað sem nútíma vísindi mun aldrei uppgötva vegna þess að þau eru föst í kviku-falskenningunni.
Með því að smella á hlekkinn er hægt að lesa allan undirkaflann (7.4) um kristöllunarferlið ókeypis.
Bindi I - Kafli 7 | Breytt 24.1.2018 kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)