Tafla með sögu vísindanna

3.2.2

Hvað eru hinir myrku tímar vísindanna? Hafa vísindin ekki þrátt fyrir allt gert framför síðan á miðri 19. öld? Allir þeir 100 vísindamenn sem fjallað eru um í bókinni 100 Scientist Who Saped World History eftir John Hudson Tiner, Bluewood Books, 2000 (sjá mynd hér til vinstri), voru flokkaðir í tímaröð og skoðaðar voru uppgötvanir þeirra, tækni, kenningar og náttúrulögmál sem þekkt eru þeirra vegna. Þegar þetta var gert, var hægt að sjá þróun á áhugaverðu mynstri, tengsl sem sýna sterka afturför í uppgötvun náttúrulögmála – hina myrku tíma vísindanna. Þetta tímabil vísindalegrar afturfarar er ekki eintóm tilgáta og virðist þessi sögulega staðreynd ekki hafa verið veitt eftirtekt í nútímanum.

Vísindamennirnir 100 sem höfundurinn valdi í nefndri bók veita okkur nokkuð góða samantekt á vísindalegum uppgötvunum síðustu 2.500 ár.

Með því að raða þessa virtu vísindamenn bæði í tíma- og efnisröð samkvæmt framlagi þeirra til vísindanna, hljótum við nýja sýn á þá stefnu sem nútíma vísindi eru að fara, sjá töflu hér að neðan. Þessi tafla inniheldur hvorki alla vísindamenn né öll vísindaafrek, né er þetta listi frá UM, heldur eru einungis þeir í henni sem nefndir eru í áður getinni bók. Sumir vísindamenn koma oftar en einu sinni fyrir í töflunni, þar sem sérhverju afreki er úthlutað efnisflokk – uppgötvun, tækni, kenningu eða náttúrulögmáli.

3.2.1

Eitt af þeim fyrstu mynstrum sem kemur fram er stöðugleikinn í færslunum í dálkunum Nýjar uppgötvanir og Ný tækni. Í þessum dálkum, einkum í dálkinum Nýjar uppgötvanir, eru framlögin óslitnar í allri sögunni.

Þetta sviptir hulunni af þeirri undirliggjandi staðreynd að fyrir þessa efnisflokka, Uppgötvanir og Tækni, halda uppgötvanir áfram að eiga sér stað og ný þekking verður til. Þeir standast klárlega próf sannleikans, sem er tími, eins og lýst er í kafla 1.5. Fyrir nokkrum öldum síðan tók Galíleó í fyrsta sinn eftir því að tunglið hafi gíga. Við getum enn skoðað þá í dag vegna þess að þeir eru raunverulegir – þeir eru sannir. Thomas Edison fann upp ljósaperuna. Hún virkaði þá, hún virkar núna og við höfum enga ástæðu til að ætla að hún virki ekki á morgun.

Í þriðja dálkinum sem listar upp Nýjar kenningar, sjáum við fjölgun í þeim upp úr miðja 19. öld. Hvar eru kenningarnar fyrir þann tíma? Fyrir miðja 19. öld prófuðu og sannreyndu vísindamenn kenningar sínar í rannsóknum sínum og komu fram með náttúrulögmál eða höfnuðu kenningunum ella.

Berum saman fjórða dálkinn, Ný lögmál, við dálkinn um Nýjar kenningar til að sjá mjög skýra fylgni: á meðan nýjum kenningum fjölgaði, dvínaði fjöldi nýrra lögmála, allt í að hverfa algerlega.

Tilvitnun bls 45-1

Þessi spurning verður jafnvel enn erfiðari að átta sig á þegar við fylgjum henni með þessum spurningum:

  1. Eru fleiri vísindamenn til í dag en fyrir 100 árum síðan?
  2. Eyðum við meiri peningum til rannsókna en við gerðum fyrir 100 árum síðan?
  3. Eigum við greiðari aðgang að háþróaðri tækni en við gerðum fyrir 100 árum síðan?

Þar sem augljósa svarið við öllum þessum spurningum er já, þá:

Tilvitnun bls 45-2

Jafnvel með óteljandi fleiri vísindamönnum, gífurlegum fjármunum og með gríðarlegum tækniframförum, þá sjáum við í raun skort á uppgötvunum á náttúrulögmálum. Hefur nokkur gert sér í hugarlund hvers vegna það gerðist? Hugmyndin um hvers vegna fór að skýrast þegar við tókum saman svar við þessu fyrirbrigði.

Vegna þess að tæknin gerir okkur kleift að rýna í náttúruna sem aldrei fyrr, og vegna þeirrar athyglisverðrar nýsköpunar sem við notum daglega, höldum við að vísindin hafa gert umtalsverð framför í skilningi sínum á eðlisheiminum, en UM uppgötvanir benda til annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal spurningin ætti að vera hvort að við séum alein í geimnum eða ekki?

Dr.Helgi Pjetura NÝALSSINNI vildi meina að ekkert væri dýrmætara en að ná CONTACT við 100% mennskt og vinveitt fólk

frá öðrum stjörnukerfum sem að við gætum lært af

og þannig flýtt fyrir allri þróun á jákvæðan hátt hér á jörðu: 

Hérna koma mínar sannanir fyrir háþroskuðu lífi annarsstaðar í alheimi.

=Fyrsta færslan byrjar neðst og og það er stigvaxandi upplýsing uppávið: 

https://www.vetrarbrautin.com/?fbclid=IwAR2Z__ma5B2OhNh0vx0SmId33jP3zphR2wWQPTMX-qE2Z-dZffsNXwiDsNo

Jón Þórhallsson, 28.3.2020 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband