Færsluflokkur: Bindi I - Kafli 6

Meira um stuðlaberg

Áður hef ég skrifað stuttlega um stuðlaberg, sjá hér.

Hér eru nokkur stuðlaberg sem ég heimsótti á ferð minni í gær.

20293062_10212225459784931_5878531476433392413_n

Byrjum á þessu skilti sem stendur við Dverghamra. Í textanum er ekki greint frá því hvernig stuðlarnir myndast, bara þeir myndast, sem er svo sem sanngjarnt. Málið er að það hafa aldrei myndast stuðlar á sögulegum tíma. Við tölum um að eldgos á Íslandi eiga sér stað á um það bil fjögurra ára fresti en aldrei myndast stuðlaberg við eldgos í dag. Hvers vegna ætli það sé? Ef myndun slíkra stuðla er eins einfalt og myndin sýnir, þá ættum við að geta fylgst með myndun þeirra í dag en svo er ekki raunin. Hvers vegna ekki?

20476088_10212225460264943_170700720528736196_n

Hér er ein nærmynd en hér má sjá "pönnukökuáhrifin" sem stundum sjást. Súlurnar (stuðlarnir) myndast greinilega í sirka 2 cm þykkt í einu. Þessi áhrif má einnig sjá á eyju í Breiðafirði þar sem meiri láréttur munur er sjáanlegur. Breiðfirðingar tala um pönnukökustafla.

20294534_10212225460664953_4467547482491014610_n

Hinn fagri Foss á Síðu sést hér í bakgrunni. En hvar er nú áin sem talað var um í textanum á skiltinu? Hér eru bara tveir stuðlabergsklettar, einir og yfirgefnir.

20374499_10212225460904959_6459766749477630652_n

Staðið uppi á öðrum klettinum, þeim vinstra megin frá síðustu mynd. Hvar er hraunið? Á skiltinu er talað um að hraun hafi runnið í grunnan dal en hvar er það? Það ætti að vera í sömu hæð og hæð klettanna. Hvers vegna sést ekki hraunið? Vegna þess að það var aldrei neitt hraun! Stuðlaberg myndast ekki eins og lýst er á skiltinu.

20375790_10212225461104964_2279602388621465634_n

Víða sést stuðlaberg ná langt upp í fjallstopp eins og hér við Reynisfjöru. Þetta er nokkuð hár "grunnur dalur" samkvæmt skiltinu.

20375701_10212225461504974_4798469136939671230_n

Ástæðan fyrir því að stuðlaberg myndast ekki í dag er að þeir mynduðust í mestu náttúruhamförum veraldarinnar, í umhverfi vatns, hita og mikils þrýstings. Slíkar stórfenglegar aðstæður fyrirfinnast ekki í náttúrunni í dag. Myndun steina og steinda er nú orðið þekkt og hafa menn sýnt með tilraunum og með tilheyrandi "uppskrift" að hægt sé að búa þá/þær til.


Rof segir ekki allt

Á gullæðinu um miðja 19. öld, veittu menn mikið magn af vatni í Kaliforníu til þess að flýta fyrir gullfundi. Um 1500 lítrar af vatni á sekúndu voru látin flæða niður vestanverð Sierra Nevada fjöllin sem æddi í gegnum þrenglsi og dali með þvílíkum krafti, að það tók mikið efni með sér á leið sinni. Þetta manngerða rof var vistfræðileg hörmung sem var að lokum bannað árið 1884.

Rof með vindi og vatni er fyrirbæri sem heldur sífellt áfram og er alltaf að móta landslagið. Sjáanlegt rof hefur verið framreiknað af vísindamönnum og blandað kenningum sínum þegar þeir reyna að útskýra mótun landslags. Málið er að rof, eins og við sjáum það í dag, getur ekki verið útskýringin á myndun á mörgum þessum landslagsfyrirbærum.

16.11.1 Mt Saint Helen Valley

Þessi mynd er af dæmigerðum dali þar sem jarðfræðingar gætu auðveldlega sagt að hann myndaðist á þúsundum eða jafnvel milljónum ára. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hann myndaðist á fáeinum vikum í kjölfari St. Helens eldgosinu árið 1980. Þetta er örlítið dæmi um það að hinn langi tímakvarði jarðfræðinga og ofuráhersla þeirra á veðrun og rof stenst ekki. Rof útskýrir ekki nærri allt í náttúrunni eins og vísindamenn halda fram.

Universal Model Bindi I, undirkafli 6.11 fjallar um sjö stórmerkilega hluti sem sýna fram á að rof getur ekki hafa verið að verki eins og sagt er.

Sú ofuráhersla á rof sem ég vísaði í áðan hefur leitt til þeirrar ranghugmyndar að veðrun og rof sé ástæðan fyrir allt set jarðarinnar. Rof á sér raunverulega stað allt í kringum okkur, landslagið breytist smám saman. Steinar og klettar brotna niður með tímanum. Vindur strýkur af og rífur og vatn tekur með sér efni - með meiri vatnskrafti tekur það æ stærri kornastærðir, allt í stóra hnullunga í t.d. jökulhlaupum.

Í náttúrhamförum getur rof gerst mjög hratt, sjá mynd hér að ofan, og þekkjum við á Íslandi til hvað hlaup geta valdið stórkostlegu rofi á skömmum tíma. Íhugið þessa hugmynd og hugsið enn stærra! Þessi hugmynd er þó önnur saga.

Það er til fjöldinn allur af dæmum um það, hvernig jarðfræðin hefur gert ráð fyrir að rof sé ábyrgt fyrir allri myndun landslags á jörðunni, þó svo að dæmið gangi ekki upp í öllum tilfellum. Þessir umtöluðu sjö hlutir í undirkafla 6.11 mæla sterklega gegn rofi. Að hafa opinn huga við gagnrýni við hina almennu trú um rof mun opna dyr nýs skilnings og nýrrar þekkingar.

Þó svo að það hjálpi kannski ekki að fá upptalninguna eina, þá læt ég hana flakka með í lokin. Ef til vill fjalla ég um þessar síðar.

  1. Granítklettar
  2. Myndun boga
  3. Myndun jarðvegs
  4. Flatir og sléttir steinar
  5. Hinar miklu sléttur
  6. Myndun stalla
  7. Aurkeilur

Löss leyndardómurinn

Löss er mjög algengt setberg víða um heim, t.d. í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og í Asíu. Það þekur þúsundir ferkílómetra en samt er sannur uppruni þess ókunnur í nútíma jarðfræði. Sagt er að um fokjarðveg sé að ræða en ekki hefur verið hægt að sýna fram á að svo sé með tilraunum. Jarðfræðingar segja sjálfir að sú kornastærð sem löss er búið til úr, vanti í því rofi sem hefur verið fylgst með. Réttur uppruni löss er útskýrður í Universal Model Bindi I, kafla 8.

Löss er skilgreint sem ólagskiptur fokjarðvegur, rykkennt set með mörgum leirsteindum. Þetta þýðir að það eru engin sjáanleg lárétt lög í berginu, sjá mynd.

6.10.2 Löss AZ

Það má spyrja sig þeirrar mikilvægu spurningar, hvers vegna eru löss lögin lóðrétt en ekki lárétt? Ef um set er að ræða, rykkorn sem setjast ofan á hvort annað, hvar eru þá láréttu lögin? Í staðinn hafa myndast lóðrétt lög eða súlur sem er ekki síður merkilegt.

Ein sérstök tegund af löss finnst í Síberíu og kallast Yedoma. Þar er löss bergið sums staðar tugum metra hátt og þekur svæði upp á rúmlega eina milljón ferkílómetra! Yedoma er sífreri með vatn-ís innihald upp á 50-90%.

Leyndardómurinn um löss felst m.a. í því að engin skynsöm útskýring á uppruna þess hefur verið gefin af jarðvísindamönnum og lítið er sagt um þetta berg í kennslustofum.

Löss er stærsta yfirborðs-setberg í Alaska en er ekkert skylt þeim fjöllum sem þar eru. Hvernig má það vera að löss set hefur einsleita samsetningu í Alaska á meðan nærliggjandi fjöll hafa annars konar samsetningu? Ætti lössið þar ekki að innihalda steindir sem fjöllin hafa líka?

Til eru fleiri leyndardómar um löss sem ég ætla ekki að ræða hér, en samantekt á þeim öllum eru þessi:

  1. Engin skýr skilgreind upptök á löss er að finna í nútíma jarðfræði.
  2. Ekkert sannfærandi ferli um myndun löss er að finna í nútíma jarðfræði.
  3. Engin yfirgripsmikil rannsókn á löss hefur verið framkvæmd.
  4. Ekkert fullnægjandi heimskort af löss hefur verið gert.
  5. Löss er hluti af hinni ósögðu sögu setlagafræðinnar.
  6. Löss er hluti af leyndardóminum um hið týnda set.

Í lokin er hér nokkrar viðbótar spurningar um löss til umhugsunar:

  1. Hvar eru löss setin "í vinnslu" á jörðinni í dag?
  2. Ef löss á upptök sín í vindi, hvers vegna samanstendur lössið í Síberíu (Yedoma) af allt að 90% frosnu vatni?
  3. Hvernig myndast löss súlur af vindi með tímanum?
  4. Ef löss er vindfok, hvers vegna er samsetning löss steinda um allan heim svona svipuð?
  5. Hvers vegna er löss ólagskipt?
  6. Hvar eru öll löss lögin djúpt í jarðskorpunni?
  7. Hver vegna finnur maður löss oftast á láglendi og í dældum um allan heim?

Stuðlaberg

Eitt af því fallegasta sem við upplifum í íslenskri náttúru er svokallað stuðlaberg, oft kallað basaltsúlur á öðrum tungumálum. Stuðlaberg er ekki séríslenskt fyrirbrigði en þetta náttúruundur er hægt að finna í öllum heimsálfum. Mikil umræða var í gangi á 19. öld þess efnis, hvort hinar svokölluðu basaltsúlur voru frá eldgosum komnar eða hvort þær mynduðust í vatni.

Íslenskur eldfjallafræðingur Haraldur Sigurðsson skrifaði í bók sinni Melting the Earth:

„Jarðfræðingurinn sem fyrstur manna sýndi fram á uppruna basalts var Nicholas Desmarest (1725-1815), andstætt yfirlýsingu Guettards um að stuðlaberg í Auvergne ætti uppruna sinn í vatni.

Á meðan hann var að klifra á Prudelle hálendinu nálægt Mont d‘Or, tók Desmarest eftir nokkrum lausum stuðlum í hinu dökka basalti sem höfði dottið úr kletti fyrir ofan. Hann rakti steinana þangað sem þeir féllu upprunalega úr og fann þar svipaða stuðla sem stóðu lóðréttir í klettinum og bentu upp en ofan á þá lá gjallkennt hraunlag. Þessi einfalda athugun hans á stuðlabergi sem hluti af hraunflæði stendur sem megin framför í vísindum.“

Þá var það bara ákveðið. Stuðlaberg er storkuberg vegna þess að það sást hraunlag yfir einu þeirra! Stuðlaberg (sem er basalt) er hins vegar ekki tilkomið úr gosi, enda finnst kvars í basalti sem vitnisburður um það að það geti ekki verið storkuberg. Oft heyrum við það sagt að stuðlaberg myndaðist vegna „kælitækni“ hrauns, þ.e. fljótandi hraun sem safnast hefur í dæld storknar fyrst á yfirborðinu og myndast þá þessar sexhyrndar sprungur vegna samdráttar, en þær ferðast síðan í þriðju víddina og mynda þessar súlur. En spyrjum okkur eftirfarandi grundvallar spurningar:

Ef basalt myndast úr eldgosum, hvers vegna sjáum við þá aldrei myndun stuðlabergs í eldgosum í dag?

Það sem er merkilegt, er að það vantar alla sönnun á því að basalt eigi uppruna sinn í eldgosum eins og Desmarest hélt fram. Í dag staðhæfa jarðfræðingar mjög frjálslega að stuðlaberg sé storkuberg.

Hér koma fleiri grundvallar spurningar:

IMG_1712

Ef þetta stuðlaberg í Reynisfjöru er storkuberg, hvers vegna ná stuðlarnir ekki jafn hátt upp á það yfirborð hrauns sem á hafa verið þar? Engin ummerki er um brot stuðla fyrir neðan.

IMG_1726 - afrit

Ef stuðlaberg myndaðist eins og nútíma vísindi segja til um, hvernig má það vera að stuðlar séu ekki lóðréttir eins og þessir í Reynisfjöru? Í hvaða eðlisfræði streymir varmi niður um eitthvað horn ef yfirborðið er slétt?

Athugið, að til eru láréttir stuðlar, t.d. við Arnarstapa og hjá Hljóðaklettum.

IMG_1833

Þessir stuðlar við Aldeyjarfoss eru beinir og fínir neðst en beygja í allar áttir efst.

Ef stuðlaberg er til komið vegna eldgoss, ættu þá ekki beinu súlurnar að vera efst, næst yfirborðinu og frekar óreglulegar súlur þegar neðar dregur? Hvernig á varmaflæðið að hafa verið með slíku óreglulegum stuðlum nálægt yfirborðinu?

Devils Tower

Að lokum sýni ég Djöflaturninn (Devil‘s Tower) í Wyoming, Bandaríkjunum. Þetta stuðlaberg er reyndar ekki úr basalti, heldur flokkast sem fónólít porfúra. Þetta er heilt fjall, yfir 1500 m hátt! Stóra spurningin hlýtur að hljóma í huga allra: Hvernig myndaðist þetta fjall? Svarið sem nútíma vísindi gefa er það sama og fyrir íslenskt stuðlaberg – storkuberg. Samt fyrirfinnst engin ummerki eldsumbrota á stóru svæði í kringum Djöflaturninn, engin gosaska, ekkert hraun og fyrir öllu, engar ár til að valda rofi og ekkert set af því efni sem á að hafa umlukið fjallið þannig að stuðlarnir gætu myndast.

Til er miklu betri útskýring á myndum stuðlabergs en nútíma vísindi eru að telja okkur trú um.


Einsleitur sandur

Í bloggfærslunni Leyndardómurinn um sandinn kom ég fram með þessa grundvallar spurningu:

Hvaðan kemur sandurinn raunverulega?

Sú gamla hugsun að allur sandur séu litlir steinar sem hafa veðrast úr stærri steinum er röng og stenst ekki. Færslan um Hvítar sandöldur er eitt dæmi um þær fjölmörgu vísbendingar sem sýna fram á að ofuráhersla er lögð á veðrun og rof. Annað dæmi er einsleitni og annað væri kornastærð.

Lítum á nokkur sýni á mismunandi sandi frá mismunandi stöðum:

6.3.3 Sandur í smásjá

Þessi sýni á myndinni eru stækkuð 40 sinnum. Fyrstu tvær myndirnar sýna raunverulegt rof en þær sýna sand í árfarvegi úr Young Creek og Colorado ánum í Arisóna. Þessi sandur er sagður vera misleitin, enda sjást mismunandi gerð veðraða sandkorna í mismunandi litum.

Hin sýnin eru hins vegar ekki misleit, heldur einsleit! Það gæti komið á óvart að meirihluti alls sands á jörðinni lítur svona út, einsleitur. Þetta leiðir til næstu grundvallar spurninga:

Ef allur sandur er tilkominn vegna veðrunar, hvers vegna er þá flestur sandur einsleitur og inniheldur ekki blöndu af þeim mismunandi steindum þeirra fjalla sem þau eiga að hafa veðrast úr?

Hvers vegna hafa jarðfræðingar ekki tekið eftir því að mest allur sandur jarðarinnar er einsleitur?

Þessar spurningar fara hönd í hönd og það er mikilvægt að taka einsleitnina með inn í reikninginn, ef við viljum skilja uppruna sands.


Raunveruleg saga jarðfræðinnar

Í kaflanum um kviku-falskenninguna er greint frá því að jarðskorpan getur ekki hafa myndast úr bráðinni kviku og að það sé enginn sönnun fyrir því til að heit kvika sé til staðar í miðju jörðu.

James Hutton, sem stundum er kallaður faðir jarðfræðinnar, kom með þá hugmynd að jörðin mótaðist í gegnum langvarandi og stöðugt ferli sem síendurtekur sig vegna drifkrafts varma innan í jörðinni. Hugmyndir hans höfðu sterk áhrif á nútíma jarðfræði. Grundvallaratriði einsleitninnar og endalaus hringrás bráðins bergs sem endurskapast í gegnum storkun, veðrun, rof og aftur bráðnun, sendi jarðfræðina rakleiðis inn í framtíðina, en á röngum vegi.

Bindi I, kafli 6, fjallar um hina röngu hringrás bergs sem ég hef skrifað um áður. Segir nútíma jarðfræði réttilega frá uppruna bergs? Býr hún yfir þekkingu yfir uppruna tunglsins?

Á heimasíðu gemsociety.org skrifar greinarhöfundur:

„Myndun steinda er nú nokkuð vel skilin.“

Og nokkrum setningum síðar:

Ekki að myndun steinda sé einföld og afdráttarlaus. Steindir eyðileggjast stöðugt og myndast á ný samkvæmt myndinni um hringrás bergs…“

Jarðfræðingar segjast skilja myndun steinda en bæta því við að málið sé flókið, enda hafa þeir ekkert í höndunum til að styðja mál sitt.

Mars Rover Pano 8.5 x 1

Setberg á Mars er mjög gott dæmi um það hvernig uppruni bergs er misskildur, samkvæmt hinni röngu hringrás bergs. Þrátt fyrir að vísbendingarnar um að það hafi verið höf á Mars séu greinileg, þá vantar þar vatnstengd set eins og kalkstein, leir og sölt eins og þau finnast á jörðu. Yfir þessu eru vísindamenn ráðþrota, meir en nokkru sinni fyrr, vegna þess að kalksteinn, leir og sölt á jörðinni mynduðust ekki á þann hátt sem þeir hafa haldið fram. Mars hefur ekki þessi umræddu set eins og jörðin, vegna þess að ekki ríkir sama umhverfi á Mars og á jörðinni. Mars hefur aldrei haft sama umhverfi og jörðin. Flest kalksteinar og sölt eiga sér lífrænan uppruna sem útskýrður er í UM (kafla 8), það sama gildir um leir og flest önnur set.


Hvítar sandöldur

Til er áhugaverður staður í Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum, þar sem mikið magn af gifsi hefur safnast eða myndast á einum stað, sjá mynd.

6.1.16 White Sands

Þessi gifssandur er óvenju hreinn, í raun of hreinn. Það er að segja of hreinn til að vera veðraður og rofinn af fjöllum. Hvernig getur það verið að bara gifs veðraðist og barst þangað frá nærliggjandi fjöllum en engin önnur efni? Starfsfólk í White Sands gátu ekki gefið svar við þessa grundvallar spurningu. Í gestamiðstöðinni er hægt að lesa sig til um veðrun en hvergi hægt að fá svar við því hvar öll hin efnin eru sem veðruðust.

Þó svo að veðrun og rof sé raunveruleiki, þá er lögð ofuráhersla á það í jarðfræði í dag. Flest allur sandur í heiminum og nú hvíti sandurinn í þessu tilfelli er ekki tilkominn vegna veðrunar.

Sá sem heimsækir White Sands mun taka eftir því að það eru engar ár í nágrenninu. Hvernig á gifssandurinn þá að hafa borist þangað ef engar ár eru til staðar? Kannski var á þarna fyrir milljónum ára síðan? Eða hann hefur ef til vill borist með vindi en hann feykti honum ekki lengra og bara þangað og í slíku magni og bara gifs? Er það vísindalegt að halda því fram?

Eins og sjá má á innfeldri nærmyndinni, þá er gifssandurinn kristallar af sömu stærð, ekki brot úr öðru bergi. Ef gifsið á hafa kristallast úr lækjum og borist með vindi, þá ætti maður að finna set með mismunandi kornastærðum á mismunandi svæðum en ekkert slíkt er neins staðar að finna.

Friðlandið White Sands er einstakur jarðfræðilegur leyndardómur í vísindum í dag. Hvergi annars staðar í heiminum finnst slíkt fyrirbæri. Nútíma jarðfræði gefur engar skýrar útskýringar um það, hvaðan hvíti sandurinn kom.


Leyndardómurinn um sandinn

Mikið er til af sandi í heiminum í dag. Hver hefur ekki farið á baðströnd og upplifað sand, sand, sand og aftur sand? Tug kílómetra langar strandir sem teygja sig síðan enn lengra. Hvað getur verið svo leyndardómsfullt við sand? Það er algeng fullyrðing meðal jarðfræðinga að sandkorn eru bara litlir steinar sem hafa veðrast frá stærri steinum. Þetta hefur verið kennt áratugum saman. En nú með því að spyrja grundvallar spurninga um sand, er líklegt að gamlir hugsunarhættir muni breytast.

Í tímaritinu Journal of Geology skilgreinir greinarhöfundur John Mangimeli sand þannig:

"...sandur er í eðli sínu skilgreindur sem hvaðeina ögn sem er nógu létt til þess að berast með vindi en of þung til að geta verið sviflausn í lofti. Mjög fínar agnir sem geta verið sviflausn í lofti eru þess vegna flokkaðar sem sylti eða ryk, á meðan að þyngri agnir sem hreyfast ekki undan vindi flokkast sem grjót og möl.

Þó að sandur geti verið samsettur af ýmsum efnum, myndar kvars lang mestan hluta kornanna í sandi jarðarinnar."

Grundvallar spurningin er:

Hvaðan kemur sandurinn raunverulega?

Eftirfarandi mynd, sem er ekki raunveruleg heldur unnin, á að vekja okkur til umhugsunar um uppruna kvars sands. Sé það rétt að veðrun og rof hafi verið valdurinn af sandi jarðar, hvar eru þá kvarsfjöllin sem kvarsagnirnar veðruðust úr? Kristaltær fjöll eru ekki til, þannig að það hlýtur að vera til önnur skýring á uppruna kvars sandkorna. Hver ætli hún sé?

6.3.6 Crystal Mountain, 6x8at300


Úr hvernig umhverfi myndast salt?

Enn skrifa ég um salt en salt er í raun óútskýrt í nútíma vísindum. Sjávarseltan er sögð hafa komið úr fjöllum sem ár hafa borið með sér til sjávar en þegar horft er á hlutfall salts miðað við allt berg, þá virðist það afar ólíklegt. Ef berg á hafa myndast úr kviku, þá hlýtur klór að vera meðal frumefna í storkubergi til að mynda saltið með natrín, en það finnst ekkert klór þar.

Þegar við finnum kristallað salt í náttúrunni, þá gefa vísindin þá einu útskýringu að um uppgufun sjávar sé að ræða, þó svo að samsetning saltblöndunnar, stærð kristallanna og ofurstærð salthvelfinganna er sterkur vitnisburður um það að uppgufun sjávar sé útilokað.

Til eru svæði á jörðinni þar sem saltmyndun á sér stað í gegnum uppgufun sjávar. Það umhverfi sem til þarf í slíkt ferli, er grunnur sjór (mesta lagi 2 m djúpur) enda þarf 90% vatnsins að gufa upp til þess að kristöllun geti átt sér stað. Slíkt salt verður aldrei meira en eins metra þykkt lag.

Ef saltið í stóru saltnámum jarðarinnar myndaðist ekki í gegnum uppgufun, hvaðan kom það þá? Hinn stórfenglegi sannleikur er sá, að salt myndaðist í einhverju öðru ferli en uppgufun. Jarðfræðin í dag talar um salthvelfingar sem uppsöfnun salts vegna uppgufunar, en hefur í raun enga skýringu á uppruna sjálf saltsins!

Mig langar undir lok þessarar færslu að benda á eitt atriði í eðlisfræðinni sem vísindamenn hafa gersamlega horft fram hjá hvað varðar kristöllun, í þessu tilfelli kristöllun salts. Kristallað salt getur myndast úr sjó án þess að uppgufun eigi sér stað! Að skilja það ferli er skref í rétta átt til að skilja hvernig berg almennt myndast! Þessi staðreynd er meðal annars ástæðan fyrir því að jarðfræðin í heild sinni er tilbúin í vísindabyltingu.

Hið umtalaða eðlisfræðilega atriði mun ég fjalla bráðum um, fylgist með!


Leyndardómurinn um uppgufun sjávar og myndun salts

Sagt er allt salt sem fyrirfinnst í jarðskorpunni hafi myndast með uppgufun sjávar á fornri tíð. Ef það er satt, þá ætti salt úr saltnámum að líkjast salti sem unnið er úr sjó með uppgufun. Salt í námum og salthvelfingum er tiltölulega hreint, yfirleitt meira en 99% NaCl.

16.1.10 1 liter seawater evaporated ADJ fullSaltið í krukkunni á myndinni hér til vinstri kristallaðist úr eins lítra af sjó sem var látinn gufa upp. Saltið sem myndaðist eru þunnir og litlir kristallar. Þess á milli eru ýmis óhreinindi, aðallega lífrænar leyfar. Auk þess er mjög merkilegt að ekki myndast bara NaCl, heldur alls 5 mismunandi sölt. Ef uppgufunarkenningin á að standast, þá ætti saltið úr námum að hafa svipaða efnasamsetningu og svipaða kristalla. Staðreyndin er þó sú, að námusaltið er (næstum) hreint NaCl með stóra kristalla eins og sést á næstu mynd en hún er frá Every Island saltnámunni.

16.1.6 Avery Island Salt Dome DiagramAð lokum ætla ég að birta töflu með upplýsingum um samanburð á salti úr sjó annarsvegar og salti úr salthvelfingu hinsvegar. Hér má greinilega sjá að hlutföllinn eru alls ekki þau sömu.

6.1.15 Tafla um saltSalt í jarðskorpunni er ekki komið til vegna uppgufun sjávar! Að skilja tilkomu salts á jörðunni er lykillinn að réttri þekkingu á jarðfræði. Meira um salt síðar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband