Vatn í stjörnunum

Alfræðiorðabók á netinu (hlekk sjá hér) segir að vatnssameindir skapa "bjartasta litrófslínu í rafsegulbylgjum alheimsins":

Menn hafa einnig fylgst með meysi-líkar örvandi losun í náttúrunni úr miðgeimnum og er oft kölluð "ofurgeislandi losun" til þess að greina það frá meyserum rannsóknarstofa. Vatnssameindir á stjörnumyndandi svæðum geta gengist undir umhverfingu þýðis og losa út geislun á um það bil 22,0 GHz og skapa þar með bjartasta litrófslínu í rafsegulbylgjum alheimsins.

Þó svo að þessar upplýsingar séu ekki endilega nýjar, þá eru þær ekki almennt þekktar. Það sem er þó verra er að nútíma vísindi hafa ekki lagt saman tvo og tvo til að komast að því hvers vegna vatn hafi svo bjarta litrófslínu og hvers vegna það er svo lítið af vetni og súrefni í miðgeimnum í samanburði við vatnssameindir, einkum þar sem stjörnumyndanir eiga sér stað.

Vatnið kom fyrst, ekki vetni, ekki helín, nitur eða súrefni. Þetta er ástæðan fyrir því að við finnum vatn, hvert sem við lítum, jafnvel í litrófi stjarna:

Heitar vatnssameindir eru mikilvægasta uppspretta innrauðs ógagnsæis litrófs súrefnisríkra seinni-gerða stjarna. Vatn er sérstaklega áberandi í litrófi rauðs risa-breyistjörnu og í öðrum köldum stjörnum af M-gerðinni. (Water on the Sun, L. Wallace og fleiri, Science, Vol. 268, 26. maí 1995, bls. 1155).

Uppgötvun vatns í litrófi stjarna var merkileg uppgötvun en enn merkilegra er hlutverk vatns í stjörnumyndunum. Greinin Water´s Role in Making Stars í tímaritinu Science (nóvember 2000) hefst með þessum orðum:

Vatnssameindin gegnir undirstöðu hlutverki á frumstigum stjörnumyndana.

Þetta er stórmerkilegt! Ekki stendur þetta í kennslubókum um stjörnufræði.

Hvað með sólina okkar, hún er jú stjarna. Ef til vill kemur það ekki á óvart fyrir marga en það er vatn á sólinni! Hvernig getur þetta verið?

Water on the SunÉg ætla ekki að þræða smáatriðin hér en uppi stendur að vatn eigi alls ekki að finnast á sólinni samkvæmt öllum kenningum en mælingar sýna þó annað. Það fannst vatn þar og þarf nú að taka tillit til þess í öllum stjörnulíkönum. Reyndar þurfa allar stjörnufræðikenningar að líta á vatn sem undirstöðuefni í kenningum sínum. Auðkenning og greining mikils magns af vatni í stjörnum þykir ekki lengur vera nýjar fréttir en samt hefur þessi uppgötvun ekki hvatt til rannsókna eða þróun nýs "vatnslíkans" í myndun stjarna og reikistjarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef vatnið kom fyrst afhverju er það þá ekki flokkað sem frumefni, það er gert úr vetni og súrefni, en samt kom vatnið fyrst. Komu þá ekki vetni og súrefni og vatn á sama tíma?

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 10:45

2 Smámynd: Ronald Björn Guðnason

Snilldar athugasemd Kolbrún! Samkvæmt nýrri skilgreiningu, þá er vatn einmitt "frum"-efni. Það er t.d. ekki hægt að búa til vatn eins og sagt er í kennslubókum efnafræðinnar. H + O er ekki vatn! Ef þú hefur vetni annars vegar og súrefni hins vegnar, blandar þeim saman, þá vill það ekkert hvarfast og helst í sitt hvoru lagi. Þú getur ekki búið til vatn.

Ronald Björn Guðnason, 23.1.2018 kl. 12:08

3 identicon

Mér finnst þessi grein mjög áhugaverð og finnst ótrúlegt að það sé vatn á sólinni og öðrum stjörnum, skemmtilegt að fræðast um það.

Soley Albertsdottir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:25

4 identicon

Ég er ekki en að skilja alveg í hvaða formi vatnið er á sólinni. Það væri fínt að fá fræðslu um það.

Hugi Snær (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:26

5 identicon

áhugavert að það sé vatn á sólinni. stjarnan sem er risa gasrisi inniheldur vatn. og að vatnið hafi komið fyrst en ekki vetni eða súrefni finnst mér mjög áhugavert.

bjarki óskarsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:28

6 identicon

Ég hafði ekki hugmynd að það væri vatn á sólinni. samt skrítið að vatnið kom á undan vetni og súrefni

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:30

7 identicon

Áhugaverð, fræðandi og skemmtileg grein. Mér hefði aldrei dottið í hug að vatn væri að finna á sólinni þótt ég gæti trúað því að það væri á öðrum plánetum. Myndi ekki vatnið bara gufa upp og hvernig helst það á, skemmtilegar pælingar.

Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:32

8 identicon

Það er mjög merkilegt að vatn kom á undan vetni, súrefni. Ég vissi ekki að það væri til vatn á sólinni og leiðinlegt að kennslubækur tala ekki um þessa merkilega hluti.

Stefán Hermundsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:34

9 identicon

Það kemur á óvart að það sé vatn á sólinni, eitthvernveginn hafði ég ekki ýmindað mér það. Samt ótrúlegt að vatn hafi komið á undan vetni og súrefni því að formúla vatns er úr vetni og súrefni. 

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:36

10 identicon

Mér finnst eins og þessi uppgötvun ætti leiða til meiri rannsóknar í hvort það eru aðrar sameindir í þessum stjörnum. Fyndið að það er vatn á sólinni. Annars vegar flott grein hér.

Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 19:37

11 identicon

Hefðir einnig getað þessa grein ásamt síðustu tveimur greinunum í eina heila grein en annars er þetta mjög áhugaverð grein. Ég hefði aldrei giskað að það væri vatn á sólinni. 

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 19:55

12 identicon

Þetta er nú eitthvað sem ég hef aldrei heyrt um. Vatn á Sólu? Því get ég ekki trúað og líka að vatn skuli hafa komið fyrst. Vatn er sameindaefni hvernig getur það verið "frum"-efni. Annars mjög áhugaverð grein.

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:27

13 identicon

Ef það er vatn á sólinni myndi það ekki gufa upp, ef það væri inni í henni myndi ekki vatnið breytast í plasma og láta það vera þannig að það væri ekki lengur vatn á sólinni. 

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:37

14 identicon

Okay... Nú fer heilinn á mér að hætta að meðganga upplýsingar... Vatn á Sólinni? Vatn á sólinni? Hvernig getur það einfaldlega verið. Hugtakið vatn gæti mögulega verið að belkkja mig/okkur í þessu samhengi. Gæti verið að vatnið sé í öðruvísi formi, hvort vatnið þar gæti verið gufa? 

Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:40

15 identicon

Mér hefði aldrei dottið í hug að það væri vatn á sólini, eftir að halda að hún væri bara fljótandi kvika. Flott og áhugaverð grein.

Borgar Ben (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:43

16 identicon

Alveg eins og ég sagði áður, það er hægt að búa til vatn. Það er meira að segja frekar létt.

Alheimurinn er eins og gamlársdagur nema á risa skala. Milljarðir stjarna eru að springa á fullu (supernova) og í kjölfari þessara sprenginga eru allskonar frumefni og jafnvel efnasambönd búin til. Ég efa það stórlega að vatn hafi komið á undan vetni og súrefni en þar sam vatn er svo léttilega búið til í alheininum þá kemur mér það ekki á óvart að það sé svo mikið af því. Ef hinsvegar að vatn sé ekki búið til við dauða stjarna eða svipuðum atvikum þá þarf ég að endurskoða þessa skoðun.

Um vatnið í sólinni okkar þá verð ég að segja að það kom mér á óvart. Ekki myndu maður halda að sameind eins og vatn gæti verið þar. Mér myndi finnast það líklegast að það væri í plasma ástandi á yfirborði sólarinnar ef þrýstingurinn er réttur þar. En þá er spurningin hvort hægt sé að sjá vatnið í litrófi sólarinnar ef það er í plasma ástandi. Ekki veit ég svarið við þá spurningu en það er kannski léttilega hægt að finna hana á netinu.

Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:49

17 identicon

ég sá á netinu að ef vatn væri á sólu myndi það bara gufa upp. en er það samt ekki hættulegt þegar sólin fær vatn? sá að það hefur slæm áhrif á jörðina

Berglind (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:51

18 identicon

Hvers vegna er vatn merkilegt að mynda stjörnu?

Koichi Takano (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 19:32

19 identicon

Vatn á sólinni? whaaat. alveg þræl mögnuð grein. mjög fróðleg og skemmtileg. mér finnst líka eins og þú ættir kannski að skirfa stjörnufræði kennslu bók! þar getur þú komið á fram færi svona mikilvægum upplýsingum! 

María Guðný (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 21:44

20 identicon

Aldrei hefði mér dottið í hug að það væri vatn á sólinni, myndi það ekki bara gufa upp? Annars var þetta mjög skemmtileg og fróðleg grein.

Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 09:55

21 identicon

Aldrei gæit ég séð svona raunvöruleikinn.

Vatn á sólinn já nú dámar mig.

þetta þessi heimur er furðulegri en ég hélt

Sólveig Margrét Diðriksdótti (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 22:40

22 identicon

Glæsileg og fræðandi grein hjá þér! Það er alveg ótrúlegt að það sé vatn á sólinni en alltaf lærir maður einhvað nýtt. Einnig meikar það sens að vatnið kom fyrst ekki vetni, helín, nitur né súrefni! 

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 22:59

23 identicon

Áhugaverð og skemmtileg grein! Aldrei hefði mér dottið í hug að það væri vatn á sólinni. 

Anita Pettengell (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 00:56

24 identicon

Alveg stór merkilegt, vatn á sólinni.
Lang skemmtilegast er að hugsa út í það að fyrir nokkrum árum vissum við ekki jafn mikið og við vitum í dag. Alltaf eitthvað nýtt að koma i ljós sem neitar öðrum kenningum. Hvað munum við þá vita eftir t.d 50 ár, með allri þróuninni sem eftir á að koma. Svo mikið sem við vitum ekki, eða jafnvel svo mikið sem við héldum að við vissum sem í raun er og var ekki rétt.

Steinunn Ingibjörg (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 20:17

25 identicon

Ég er hreinlega ekki viss hvort það sé vatn á sólinni, þessi grein gagnrýnir alla þá þekkingu sem ég hef þekkt um sólina t.d samkvæmt því sem ég hef lært á varla að finnast vatnsdropi á sólinni miða við hita eða hvað þá t.d kjarna jarðarinnar. Eins og síðasta fræsla gaf til kynna gæti vatn fundist á jörðinni í öðru formi. Mér þykir afar undarlegt að hugsa um vatn á stöðum sérstaklega þar sem hiti er svo mikil að vatn á varla að þrífast þar. Þess vegna þykrir mér þessar fræðslur mjög áhugaverðar og gaman að velta þessu fyrir sér og efast um þekkingu manns stöðugt.

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 09:51

26 identicon

Skemmtileg grein sem fær mann til að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Mér finnst t.d. ótrúlegt að það sé vatn á sólinni, á stað þar sem svona mikill hiti er. Hvernig gufar það ekki bara upp? Hvernig virkar það líka að vatn hafi komið á undan vetni og súrefni þar sem vatn er myndað úr þeim efnum...

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 14:49

27 identicon

Mér þykir þessi grein afar merkileg en um leið erfið lesning vegna þess að hún stangast á við allt sem maður hefur lært og stangast hreinlega á við þá rökrænu hugsun um að vatn sé ekki á sólinni, hvernig má það vera að vatn gufi ekki upp við þann mikla hita sem sólin hefur?

Sé þessi grein byggð á staðreyndum finnst mér hún ótrúleg en sé þetta byggt á kenningum einum þá er þetta kenning sem ég á bágt með að trúa.

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 23:35

28 identicon

Áhugaverð mótspyrna gegn nútímavísindum. Maður á einmitt alltaf að reyna að afsanna sinn eigin málstað, í leit að sannleikanum. Hver skyldi hafa rétt fyrir sér í öllu þessu?

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 21:25

29 identicon

Mjög merkileg grein, ég vissi ekki að það væri vatn á sólinni og hefði mér aldrei dottið það í hug. Í hita gufar vatn upp, ég væri til í að vita nðánar hvernig það getur verið vatn á sólinni og í hvaða formi vatnið er.

Daníela Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband