Vatn í stjörnunum

Alfræðiorðabók á netinu (hlekk sjá hér) segir að vatnssameindir skapa "bjartasta litrófslínu í rafsegulbylgjum alheimsins":

Menn hafa einnig fylgst með meysi-líkar örvandi losun í náttúrunni úr miðgeimnum og er oft kölluð "ofurgeislandi losun" til þess að greina það frá meyserum rannsóknarstofa. Vatnssameindir á stjörnumyndandi svæðum geta gengist undir umhverfingu þýðis og losa út geislun á um það bil 22,0 GHz og skapa þar með bjartasta litrófslínu í rafsegulbylgjum alheimsins.

Þó svo að þessar upplýsingar séu ekki endilega nýjar, þá eru þær ekki almennt þekktar. Það sem er þó verra er að nútíma vísindi hafa ekki lagt saman tvo og tvo til að komast að því hvers vegna vatn hafi svo bjarta litrófslínu og hvers vegna það er svo lítið af vetni og súrefni í miðgeimnum í samanburði við vatnssameindir, einkum þar sem stjörnumyndanir eiga sér stað.

Vatnið kom fyrst, ekki vetni, ekki helín, nitur eða súrefni. Þetta er ástæðan fyrir því að við finnum vatn, hvert sem við lítum, jafnvel í litrófi stjarna:

Heitar vatnssameindir eru mikilvægasta uppspretta innrauðs ógagnsæis litrófs súrefnisríkra seinni-gerða stjarna. Vatn er sérstaklega áberandi í litrófi rauðs risa-breyistjörnu og í öðrum köldum stjörnum af M-gerðinni. (Water on the Sun, L. Wallace og fleiri, Science, Vol. 268, 26. maí 1995, bls. 1155).

Uppgötvun vatns í litrófi stjarna var merkileg uppgötvun en enn merkilegra er hlutverk vatns í stjörnumyndunum. Greinin Water´s Role in Making Stars í tímaritinu Science (nóvember 2000) hefst með þessum orðum:

Vatnssameindin gegnir undirstöðu hlutverki á frumstigum stjörnumyndana.

Þetta er stórmerkilegt! Ekki stendur þetta í kennslubókum um stjörnufræði.

Hvað með sólina okkar, hún er jú stjarna. Ef til vill kemur það ekki á óvart fyrir marga en það er vatn á sólinni! Hvernig getur þetta verið?

Water on the SunÉg ætla ekki að þræða smáatriðin hér en uppi stendur að vatn eigi alls ekki að finnast á sólinni samkvæmt öllum kenningum en mælingar sýna þó annað. Það fannst vatn þar og þarf nú að taka tillit til þess í öllum stjörnulíkönum. Reyndar þurfa allar stjörnufræðikenningar að líta á vatn sem undirstöðuefni í kenningum sínum. Auðkenning og greining mikils magns af vatni í stjörnum þykir ekki lengur vera nýjar fréttir en samt hefur þessi uppgötvun ekki hvatt til rannsókna eða þróun nýs "vatnslíkans" í myndun stjarna og reikistjarna.


Bloggfærslur 17. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband