Kúlulaga hnettir

Seas fading

Við öll þekkjum að jörðin er skipt í fleka og að þeir séu að reka. Á Íslandi tölum við um að flekaskilin sem fara beint þvert í gegnum landið opnist eða með öðrum orðum að flekarnir tveir sem eiga í hlut reka frá hvorum öðrum árlega um 2 cm. Kennt er í skólum að þeir fljóti á heitri kviku.

Tveir megin þættir í þessu eru hárréttir. Annars vegar að flekar hreyfast í mismunandi stefnu enda er það mælanlegt. Hins vegar að flekarnir, það er að segja jarðskorpan, fljóti á vökva. Það hefur einnig verið sýnt með jarðskjálftamælingum. Það er rétt, jarðskorpan er á floti! Þetta leiðir okkur að eftirfarandi grundvallar spurningar:

Á hverju fljóta flekar jarðarinnar?

Ég kem að þessari spurningu síðar en snúum okkur að spurningunni um vatn jarðarinnar - stór spurning í nútíma vísindum er hvaðan það kom. Lagt hefur verið til að það hafi komið með halastjörnum en í raun hafa menn ekki hugmynd um það. Ég myndi hins vegar snúa spurningunni við og spyrja: Hvaðan kemur bergið sem sumir hnettir hafa?

Titill þessarar færslu er "Kúlulaga hnettir". Hvers vegna eru allar reikistjörnur og flest tungl kúlulaga? Ég held að allir séu sammála um að svarið liggi í því að í árdaga hnattarins hafi hann verið í fljótandi formi. Vökvi. Vísindi tala um aðsóp loftsteina (hvaðan komu þeir, úr gamalli sól?) sem hafa myndað heitan og fljótandi hnött sem hafi síðan kólnað en jörðin þó ekki að innan, jafnvel eftir 4,5 milljarða ára!

Þetta stenst alls ekki en hins vegar er það rétt að jörðin hafi í árdaga verið í fljótandi formi. Eftirfarandi stuttmynd sýnir vatnskúlu í þyngdarleysi.

Í fyrstu andrá virðist hugmyndin um "vatnsplánetu" eða að pláneta mynduð úr vatni vera fjarstæðukennd. Á hinn bóginn þarf bara stutta ígrundun til að sjá að það er enginn annar kostur, alveg sama hversu fjarstæðukennt það megi virðast fyrst. Hugmynd Kópernikusar og stuðningur Galíleós um að jörðin snúist um sólina var einu sinni talið fjarstæðukennt, jafnvel guðlast þegar fyrst var talað um það. Vissulega kemur kúlulögun jarðarinnar vegna vökvaforms og innviðir jarðarinnar eru einnig fullir af vökva. Við höfum séð að það er enginn vísindaleg sönnun fyrir tilvist kviku. Það gefur okkur ekki marga kosti.

Næstu færslur munu smám saman sýna sannanir fyrir Vatnplánetulíkaninu.


Bloggfærslur 15. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband