Um aðsóp

Aðsóp er eitthvað sem kallast accretion á ensku en vísindamenn trúa því að jörðin hafi myndast með aðsópi fyrir um 4,5 - 5 milljörðum ára síðan. Með aðsópi er átt við að efni, í þessu tilfelli afgangsefni frá myndun sólarinnar, hafi myndað stóran disk af ryki og smáefni sem smám saman hafi rekist hvort á annað og vaxið í að verða plánetur. Gegnum þessa árekstra á jörðin (eða "fóstrið") að hafa hitnað gífurlega og bráðnað.

Þegar við hugsum um árekstra af þessu tagi, dettur okkur oft  háhraða og stór smástirni í hug með mikla hreyfiorku og skriðþunga. Árekstrar í aðsópi hafa þó ekki mikla hreyfiorku (afstæður hraði hlutanna er um það bil núll) og líkurnar reyndar hverfandi að einhverjir tveir litlir steinar hitti hvor annan. Þyngdarkrafturinn er það lítill að hlutirnir myndu bara svífa framhjá hvor öðrum og valda örlítilli truflun á braut þeirra. Við einstaka árekstur myndu tveir litlir steinar gera "dokk" og skoppa frá hvor öðrum, eins og billjardkúlur gera.

15.5.1 Billiard BallsEf þú vilt að kúlurnar "límist" saman, þá þarf afstæður hraði þeirra að stefna á núll, maður þyrfti að leggja þá varlega saman til að vel á að vera. En þá myndast náttúrulega enginn hiti.

Í fyrra (2016) tókst mönnum með verkfræðilegri snilld að lenda ómönnuðu geimfari á halastjörnu. Til þess einmitt að forðast fjaðrandi árekstur vegna svo lítilla þyngdarkrafta, voru hannaðir demparar og klær sem lokast við lendingu og var þetta ótrúlegt afrek að hafa tekist að lenda geimfarinu. En þetta minnir okkur líka á það að árekstrar eru sjaldgæfir og samloðandi árekstrar í raun ómögulegir.

Rosetta 2016

Það er engin ástæða fyrir því að halda í þessa falskenningu um aðsóp, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé rétt en ýmislegt sem hrekur hana. Árekstrar í aðsópi myndi þýða að mismunandi bergtegundir væru til úti í geimi en hvernig eiga þær að hafa myndast? Þær þyrftu svo allar að bráðna við áreksturinn við jörðina en þá gæti ekkert kvars lengur myndast en flest allt berg á jörðinni inniheldur samt kvars.

Ein pæling í lok: Hversvegna eru hringir Satúrnusar ekki aðsópsskífa? Þeir eru nefnilega í fullkomnu þyngdarjafnvægi og eru ekki að fara að skella á plánetuna sína sem þeir snúast um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voða efnisfræðileg grein hér á ferðinni. Þessi grein er frekar einföld en einnig mjög skiljanleg sem er gott. Flott verk hjá mönnunum sem náðu að setja geimfarann á halastjörnuna.

Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 19:57

2 identicon

Athyglisverð kenning, veit ekki alveg með hana, myndi þurfa að þróa hana aðeins meira. Hún var annars mjög vel útskýrð, létt að skilja þessa grein. Hef aldrei heyrt þessa pælingu áður.

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 20:12

3 identicon

Þegar maður hugsar um upphaf heimsins þá hugsar maður um the big bang, hugsanlega er það þaðan sem manni dettur í hug að þegar hlutir í heimnum rekast á þá verði annar hvellur bara mikið minni. 

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:23

4 identicon

þessi grein er mjög skýr og er efnið vel útskýrt, hef aldrei pælt eða heyrt neitt um aðsóp og ekki er hægt að finna mikið á netinu um það svo þessi grein kemur svo sannarlega til hjálpar.

Soley Albertsdottir (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:26

5 identicon

Hef aldrei heyrt neitt um þetta áður en mjög flott og auðskiljanleg grein. 

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:26

6 identicon

Flott grein og auðvelt að skilja. Ég hef aldrei áður heyrt um aðsóp áður, væri gaman að fá að vita meira um þetta. Vel gert hjá fólkinu sem náði að lenda geimfari á halastjörnu

Bjarki óskars (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:31

7 identicon

Flott og áhugaverð grein. Hef aldrei neitt pælt í þessu en það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Finnst þetta magnað að þeir hafi náð að lenda geimfari á þessari halastjörnu og er spennt að sjá hvað framtíðin í stjörnuvisindum hefur upp á að bjóða.

Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:31

8 identicon

Ég hef aldrei heyrt um þessa kenningu áður og þetta fyrirbæri myndi passa við það að plánetur eru hrinlaga. Aðsóp hitar efnin og allt bráðnar og vökvi í þyngdarleysi verður að kúlu. En það þyrfti miku meir til að sanna þessa kenningu.

Stefan Hermundsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:31

9 identicon

Ekki hef ég heyrt um þessa kenningu "aðsóp" en það er alveg eitthvað til í henni, án þess að  vita mikið um þetta efni þá er alveg möguleiki að frá smærra efnasameindum séu þau að snúast, rekast á hvert annað mynda hita og stækka eins og þeir vilja meina að jörðin hafi myndast. En hvar stoppar það þá? Á jörðin eftir að rekast á annan hnött og heldur ferlið áfram? Ég trúi því að jörðin sem dæmi sé að snúast í kringum sólina og tunglið í kringum okkur og sólkerfið okkar innan vetrarbraut okkar og svo framveigis. Ég held einnig að það sé tíma spurs mál hvenær eitthvað í okkar sólkerfi rekist saman, en hversu mikil áhrifin verða er annað mál. Við vitum að stjörnur rekast saman og eyðast og þannig getur ný stjarna myndast. Loftsteinar rekast á jörðina og aðrar plánetur en stærðar mundurinn er svo mikil að áhrifin er varla nein. Ef jörðin og mars myndu rekast saman mætti búst við mun áhrifaríkari viðburði. Belti Satúrnusar helst saman vegna þyngdarkrafts þess án þess að vita mikið um hringi satúrnusar þá held ég að þar séu árekstrar daglega en það þarf meiri háttar árekstur til þess að ætla koma henni úr jafnvægi. Ég er voða hlutlaus um þessa kenningu. Ég er mjög á báðum áttum og þessi grein er virkilega áhugaverð fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja reyna leysa þess heilaþraut og velta þessu fyrirbæri fyrir sér.

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:32

10 identicon

Samt náttúrulega útí geim þá vilja hlutir fara saman þótt þau séu varla með neitt þyngdarafl. en þá er þetta svolítið skrítið með diskana hjá saturn. þetta er allavega áhugaverð grein.

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:34

11 identicon

Mjög áhugavert. Það er talað um eins og aðsóp sé ekki hefur ekki myndað plánetuna okkar, en annars hvernig hefði plánetan ekki orðið kúlulöguð ef að plánetan hefði ekki verið heitt, svo að hún myndi mótast. Annars mjög áhugavert.

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:37

12 identicon

Ég talaði um þetta í aðrari grein en þetta er hvernig ég held að jörðin var til. Þetta með saturn ég held það er útaf steinarnir eru með jafnstóran massa eða nálægt jafnstóran allavega og geta ekki gert neitt við hvort annað en að klessa saman, það er eins og að hafa tvo jafnstóra hamra og klessa þá við hvort annað en eina sem gerist er að þeir bara klessast við hvort annað, en ef þú hefur einn stóran og einn lítinn og lemur þá á hvort annað brotnast litli hamarinn. Samt mjög áhugavert.

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:54

13 identicon

hef ekki heyrt um þessa kenningu áður en alveg skemmtilegt og áhugavert wink

Berglind (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:57

14 identicon

You did it again! frábær grein, áhugaverð og mikið af pælingum. vekur upp skemmtilegar spurningar. en og aftur, vel gert! cool þetta með geimflaugina er alveg geðveikt cool líka! 

María Guðný (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 11:23

15 identicon

Það var þokkalega auðvelt að skilja greinina og þetta er merkileg kenning. Merkilegt spurning með Satúrnus líka.

Hugi Snær (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 09:32

16 identicon

Fínasta grein, einföld í skilningi. Mjög töff að þeir hafi lent á halastjörnu.

Borgar Ben (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 09:52

17 identicon

Skemmtileg og vel skiljanleg grein. Frábært að tæknin okkar er orðinn svona þróuð að við getum lent geimfari á halastjörnu.

Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 10:21

18 identicon

Það er rétt að aðsópsskífur (accretion disks) er ekki eins og flestir halda. Ef þú myndir allt í einu birtast í miðju aðsópsskífu Satúrnusar í geimbúning þá myndi ekkert í rauninni gerast. Þú værir heppinn ef þú sæir stein af hvaða gerð eða stærð á klukkutíma fresti. Það á samt bara við með Satúrnus sem er líklegast ekki alveg á eins skala og aðsópsskífa sólarinnar fyrir 4,6 milljörðum ára sólin. 

Ein tilgáta er að ef efnið í aðsópsskífunni er nógu heitt (t.d. ef það er nógu nálægt sól eða slíku fyrirbæri) þá er miklu léttara fyrir efnið að klumpast saman og mynda stærri og stærri klumpa og svo verður það að plánetu á endanum.

Líkur eru til þess að þegar sólin var að myndast og jörðin var að aðsópast saman þá gæti verið að eitthver stór hlutur eins og önnur pláneta hafi haft áhrif á allt aðsópunarferlið. Það er þá samkvæmt þeirri kenningu að plánetan hafi orðið til úr aðsópsskífu sólarinnar sem er þekktasta kenningin um það eins og er.

Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 12:30

19 identicon

Þetta er flott. 

Áhugvert mál.

Fræðandi um umheiminum

sólveig Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 22:25

20 identicon

Fræðandi og skiljanleg grein. Ég hef aldrei heyrt um aðsóp en þessi grein hjá þér skýrir það mjög vel. Magnað að geimfari hafi lent á halastjörnu.

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 23:17

21 identicon

MJög flott grein og auðvelt að skilja hana. Ég hef aldrei heyrt um Aðsóp áður svo að þetta var mjög fræðandi. 

Anita Pettengell (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 00:34

22 identicon

Eins og vanalega eru greinarnar þínar alltaf fróðleiksríkar og skemmilegar, en meira væri ég til í að heyra um þetta ómannaða geimfari, eins og hver er tilgangur þess, eitthvað komið út úr því?

Steinunn Ingibjörg (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 20:32

23 identicon

Flott og skýr grein þar em aðsóp er mjög vel útskýrt. Virkilega merkilegt hvernig svona smávaxin laus efni í geimnum náðu að binda sig saman og myndað plánetur. Ég á allavega mjög erfitt með að ýminda mér hvernig það gerist nema ef það hefði verið einhverskonar segull sem dró efnin saman.

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 08:41

24 identicon

Skemmtileg grein um aðsóp. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að jörðin hefði myndast með aðsópi. Einnig er þetta mjög merkileg kenning og eins og þú segir þá vekur hún upp ýmsar spurningar.

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 22:29

25 identicon

Greinin er vel skrifuð. Þetta eru áhugaverðar kenningar, þó maður sé kannski ekki sammála þeim. Ég skil samt ekki spurninguna í endann, því að hringir Satúrnusar eru aðsópsskífur.

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 19:27

26 identicon

Mjög áhugaverð grein um aðsóp, ég hef aldrei heyrt um þessa kenningu áður og finnst mér mjög erfitt að trúa því að jörðin hafi myndast með aðsópi, en mjög vel útskýrt

Daniela Mgnusdottir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband