Vatnsplánetan Mars

Árangursrík þróun nokkurra geimskipa og jeppa sem fóru til Mars hefur skilað sér í umfangsmiklum og nýjum upplýsingum og gögnum. Sönnun fyrir því að þar var vatn í miklu magni hefur komið í ljós. Einn jarðeðlisfræðingur hjá Jarðfræðistofnun  Bandaríkjanna (USGS) sagði þetta um „mikilvægustu framfarir“ í vísindarannsóknum:

Mikilvægustu framfarir síðastliðin 25 ár: Í janúar 2004 lenti [Mars-jeppi] á litlum gíg og uppgötvaði setlög sem sýndu að opin og grunn höf hafi verið til þar. (Discover, Laurence A. Soderblom, Research Geophysicist, Astrogeology Program of the USGS, des. 2005, bls. 70).

Rannsakendur höfðu verið vægast sagt mjög hissa á að hafa fundið svo miklar sannanir fyrir miklu magni af vatni á Mars. Nú þegar Mars-jeppinn hefur staðfest svo mikið vatn á Mars er næsta spurning augljós: „Hvaðan kom allt þetta vatn?“ Frá öðrum hnöttum lærum við að flest allt vatn á hnetti kemur að innan. Halastjörnur geta spýtt út vatni í þúsundir ára vegna þess að það er svo mikið vatn inni í þeim.

Þegar vatnið í skorpunni gufar upp vegna hita sólargeisla eða vegna þyngdarafls-núningshita, sleppur það í gegnum vatnsgíga en einnig í gegnum sprungur og misgengi sem mynda þá vatnsdali ef vatnið er í fljótandi formi við gosið.

17.12 Mars, Hrad Vallis, NASA, PIA02076, finalÞessi mynd er nærmynd af vatnsrás sem nefnist Mars Hrad Vallis. Hið þýðingamikla sérkenni á þessari mynd er vatnsgígurinn neðarlega á myndinni. Takið eftir greinilegum vatnsrásum þar sem vatn flæddi beint út úr gígnum og niður á landslagið fyrir neðan.

Bæði útflæðisrásin og að ekkert útkast er sjáanlegt er greinilegt tákn um það að gígurinn er ekki árekstrargígur. Gosbrunnar  geta myndað gíga og kastað út vatni, sem skilur eftir sig nánast ekkert útkast. Vatnsgígar geta myndast þegar veitir (jarðlag sem vatn rennur hlutfallslega greitt um) undir yfirborðinu fjarlægir set sem veldur því að lög við yfirborðið hrynja niður, t.d. Kerið. Þetta getur myndað gíga, röð gíga og sigdali.

Fyrir aðeins rúmum áratug síðan hefðu menn ekki ímyndað sér að geimvísindamenn ættu eftir að lýsa gígum á Mars sem vatnsgíga en ekki árekstrargíga. Þetta nýja og djarfa skref gerðist þó árið 2005 þegar hugmyndin um útflæðisrásir og vatn undir yfirborðinu hafi „brotist út með hamförum“:

Aram Chaos, gígur með þvermál upp á 280 km, hefur útflæðisrás og er fylltur með lög steina sem innihalda hematít. Stórir grjóthnullungar eru á víð og dreif á gígbotninum. Það virðist eins og hlaup af yfirborðsvatni hafi brotist út með hamförum sem olli landsvæðinu til að falla saman. Sumt af þessu vatni myndaði stöðuvatn í gíg sem myndaði lög af hematít-ríku seti. (The Many Faces of Mars, Philip R. Christensen, Scientific American, júlí 2005, bls. 38).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo klárlega möguleiki, auðvitað ættum við að rannsaka þetta enn betur. Því þetta er jafn líklegt og annað, útskýring á vatninu væri þá kominn og gígnum. 

Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 12:58

2 identicon

Hugsanlegt er að kannski að mars sé eins og jörðin mun vera eftir nokkur hundruð ár, fyrst vatn var í miklu magni á Mars en nú er nánast ekkert á yfirborðinu nema eyðing.

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:00

3 identicon

Það er mjög fróðlegt að velta þessu fyrir sér og hugsa út í það að vatn hafi verið á mars sérstaklega þar sem hún er rauð á lit og mikill kuldi að finna þar. Samt sem áður ætti kuldinn að stafa af miklum ís eða jökklum sem virðast þó ekki vera lengur. Við vitum að vatn hafi verið á Mars en hvernig það varð til er ekki gott að segja. Það er góður möguleiki að vatn hafi myndast með þessum gígum sem er að finna á mars og með halastjörnum eins og talað er um en þrátt fyrir það hefði ég haldið að Mars hafi eitt sinn verið ekkert ósvipuð jörðinni. Það gæti alveg verið möguleiki að lofthjúpur mars hafi verið meiri eitt sinn og að vatns form hafi verið meiri, vötn, höf og fleira og jafnvel gróður. Það er ekki gott að segja en virkilega spennandi að velta fyrir sér mismunandi skoðunum um þennan nágranna hnött

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:03

4 identicon

Það eru alveg góðar líkur á því að það hafi verið sjór eða vatn á mars. eins og myndinn fyrir ofan sýnir. 

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:05

5 identicon

Það er mér ekki frumstætt að vatn hafi fundist á Mars en ég hef aldrei pælt í því hvernig það komst til að vera. Ég hef aldrei pælt í myndum af Mars og hvernig plánetan er mynduð en það lítur sem svo að það hafi mögulega verið höf eða vötn þarna. Og það er mjög líklegt að þessir gígjar hafa verið vatnsgígar, því eitthvað hlýtur að hafa lekið þarna í gegn og niður með gígnum. 

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:06

6 identicon

Ég vissi nú þegar að vatn er á Mars þannig þetta kemur mér ekki á óvart. En áhugavert að lesa um gos-gígana á Mars. Ég las líka á netinu að það er ekki hægt að drekka þetta vatn þar sem það inniheldur saltefni sem er eitur fyrir manneskjur.

Gunnar Ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:06

7 identicon

Gaman að fá að vita hvernig vísindamenn staðfestu að vatn fyndist á Mars. Líka í svona miklu magni.

Hugi Snær (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:07

8 identicon

Þegar SpaceX gaimskutlur lenda á Mars á næstu árum þá er ég viss um að upplýsingar munu flæða inn. Við munum læra meira en við höfum nokkurntíman gert áður um uppruna sólkerfið okkar og líklega uppruna lífs á jörðinni. Samkvæmt Neil Derasse Tyson og fleiri stjörnufræðingum eru hærri líkur á því að líf hafi borist frá Mars og á jörðina á jarðvegsklumpumm sem höfðu skotist frá plánetunni vegna loftsteinsáreksturs. Það er samt aðallega ef vatn finnst á Mars og líf í því vatni.

Ég er viss um að við munum finna vatn eitthvernstaðar undir jarðveginum og ef líf finnst þar mun það breyta miklu sem við höfum haldið um uppruna okkar hingað til.

Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:09

9 identicon

Það er furðulegt hvernig allt vatn á mars gufaði upp og lítur út eins og það er í dag. Þegar það var vatn var plánetan pottþétt miklu litríkari en hún er núna og hafði örugglega lifandi bakteríur sem dóu þegar það gufaði upp. Það væri rosalega flott ef það hefði vatn ennþá

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:12

10 identicon

Mér finnst mjög áhugavert að Mars hafi verið stútfull af vatni áður fyrr en er núna bara risastór "eyðimörk". 

Bjarki óskarsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:13

11 identicon

Flott grein, froðlegt þetta með halastjörnunar og mjög líklegt að vatn hafi verið að finna þarna en hvernig komst það þangað? bara með halastjörnum? og hvaða sannarnir hafa visindamenn fyrir að vatn hafi verið þarna annað en að það "lítur út fyrir það"?

Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:13

12 identicon

ég vissi að það var eitthvað verið að tala um Mars og vatn. En ég vissi ekki að það væri vitað að það hafði verið vatn á Mars. Ég hef  samt áhyggjufull  fyrir hönd pláneta okkar sem er núna full af vatni og lífi,  af að eitthvað svipa gæti breyta henni.

sólveig Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:19

13 identicon

merkilegt hvernig mikið magn vatns á mars hefur bara gufað upp en þó nokkurnvegin skiljanlegt, mjög fróðleg og áhugaverð grein. 

Soley Albertsdottir (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:20

14 identicon

Mér finnst mjög áhugavert að það hafi verið vatn á mars þar sem ekkert vatn er að finna þar í dag. En það hefur klárlega verið þarna því það bendir svo rosalega margt til þess.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:22

15 identicon

ég er sammála. Það  þarf að vera bettra  nafn í heiminnum fyrir þetta  en bara hola.

Mér finnst þitt nafn á þær frábær en kannski líka   vatns-gíga-röð

eða water crater series á ensku. Allavega ég vil ekki ver 40 ára og kalla þetta  en þá bara holur.

sólveig Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:35

16 identicon

Mjög merkileg grin. Mars er svo áhugaverð pláneta, sönnun um að vatn er til utan jörðu gæti sannað að líf væri til annars staðar í geimnum. En svo er líka kenning að, fyrir mörg miljón árum var Mars ein og jörðin, sem útskýrir vatnið(ísinn) á Mars.

Stefan Hermundsson (IP-tala skráð) 13.2.2018 kl. 13:37

17 identicon

Áhugavert að velta þetta fyrir sér. Mér hefur alltaf fundist að Mars sé áhugaverð pláneta. Það var sem sagt mikið vatn á Mars en núna er eiginlega allt farið hvaðan kom allt þetta vatn?

Berglind Elsa (IP-tala skráð) 15.2.2018 kl. 17:23

18 identicon

Mjög áhugavert að velta fyrir sér að svona mikið af vatni hafi verið á Mars. Lætur það mann ekki hugsa hvort hið sama gæti komi fyrir jörðina að vatrnið hverfi?

Borgar Ben (IP-tala skráð) 15.2.2018 kl. 21:20

19 identicon

Í fyrstu hélt ég að Mars væri bara eyðimerkur pláneta, síðan fæ ég að vita það að það er ekki einu sinni heitt þarna. Að fá að vita að Mars var með vötn og höf er mjög áhugavert en samt ógnvekjandi. Hvað ef þetta gerist við Jörðina?

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 15.2.2018 kl. 22:50

20 identicon

Ég hef ekki mikið að segja um þetta efni, annað en að það er mjög fróðlegt og skemmtilegt. Er sammála mjög mörgum umræðumönnum hér að ofan, og með sömu hugsanir. Alltaf gaman að læra fleira og fleira um plánetur í kringum okkur.

Steinunn Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 09:45

21 identicon

Mér finnst mjög merkilegt að það hafi fundist svona mikið vatn á Mars, þar sem að fyrir stuttu hélt ég að það væri hvergi vatn að finna í geiminum nema á Jörðinni. 

Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 09:52

22 identicon

ég man alltaf frá því þegar ég lærði fyrst um plánetur og þá var mér sagt að það væri bara til vatn á jörðinni. en núna vitandi það að það fannst vatn á mars árið 2004 finnst mér ótrúlegt! líka það að það var svona mikið til af því einu sinni! skemmtileg og fræðandi grein! laughing

María Guðný (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 11:08

23 identicon

Mér finnst afar áhugavert að það hafi fundist svona mikið magn af vatni á Mars 2004 þegar það var sent þangað Mars-jeppa. En ég vissi samt alveg að það væri eitthvað af vatni þarna í geimnum. Frábær grein!

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 18.2.2018 kl. 16:03

24 identicon

Flott skrif. Ég hef líka oft velt því fyrir mér hvaðan vatn á Mars kom, og í hversu miklum mæli. Einnig er gaman að fá áminningu um hvernig vinnustaðurinn manns, Kerið, varð til :)

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2019 kl. 14:09

25 identicon

Áhugarverð grein og ekki langt síðan að ég hélt að það væri ekki vatn á neinum plánetum í okkar sólkerfi nema á jörðinni. En núna þegar maður veit að það er vatn á mars veltir maður fyrir sér hvort það væri einhvertímann hægt að búa þarna.

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 14:46

26 identicon

Virkilega skemmtileg og vel uppsett grein. Mér finnst svo ótrúlegt hvernig tæknin hefur þróast, það að við getum sent þessa háþróuðu bíla aleina á aðrar plánetur. Óskiljanlegt hvernig þeir geta tekið bæði myndir og sýni og sent til jarðarinnar. Hvað ætli komi næst? 

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband