Leyndardómurinn um veðrið

McGraw-Hill Encyclopedia of Science and Technology er alfræðiorðabók um vísindi, en hún skilgreinir veður á eftirfarandi hátt:

Ástandið í andrúmsloftinu eins og það er ákvarðað af samtíma atburðum nokkurra fyrirbæra í veðurfræðinni á ákveðnu landfræðilegu svæði eða á stórum svæðum Jarðarinnar.

Flest okkar hafa þá tilhneigingu að tala um veðurþætti þegar talað er um veðrið.

Veðurþættir eru hvaða einstaka eðlisfræðilegi þáttur andrúmsloftsins sem er. Á hverjum stað er hægt að fylgjast með a.m.k. sjö slíkum þáttum í einu. Þessir eru ský, úrkoma, hitastig, rakastig, vindhraði, þrýstingur og skyggni. (McGraw-Hill Encyclopedia of Science and Technology – fjórða útgáfa, Sibyl B. Parker ritstjóri, Lakeside Press, 1998, bls. 2123).

Þessir þættir veðurs er það sem flest okkar þekkja venjulega sem „veður“. En það eru aðrir þættir tengdir veðri, þótt þeir séu ekki endilega álitnir sem veðurþættir. Þessir eru útskýrðir í sömu alfræðiorðabók:

Ákveðnir ljósfræði- og rafmagnsfyrirbæri hafa verið athugaðir í nokkurn tíma meðal veðurþáttanna. Þar á meðal eru eldingar, norðurljós, sólkóróna og rosabaugar.

Hvernig eru þessir rafmagnsfyrirbæri tengd veðri?

Þessi mikilvæga spurning og svarið við henni er viðfangsefni fyrsta undirkafla 9. kafla í UM og útskýrt þar ítarlega. Hún mun hjálpa til við að opinbera hinn raunverulega uppruna veðurs.

Alfræðiorðabókin talar einnig um aðra „veðurtengd fyrirbæri“ eins og:

…öldur á hafinu og flóð á landi.

Horfa þarf til fyrri kafla um allsherjar flóðið og hugsa um þær vísbendingar sem þar eru að finna sem olli flóðinu. Hlutverk þyngdarkraftsins og áhrif hans á jarðskorpuna er miklu viðameiri en margir hafa talið. Hann gegnir einnig mikilvægu hlutverki í veðri Jarðarinnar. Þegar við höldum áfram í þessum níunda kafla, kemur mikilvægi tveggja ósýnilegra þátta sem hafa áhrif á veðrið betur og betur í ljós. Þessir þættir eru þyngdaraflið og raki.

Veðurfræði og veðurfarsfræði eru bæði nátengd fræðum sem kallast loftslagsfræði, en þau rannsaka m.a. veðrið. Veðurfræði fjallar aðallega um eðlisfræðina í veðrinu en veðurfarsfræði einblínir hins vegar á hina eðlisrænu landafræði. Mig langar á líta á einstaka hluti veðursins á næstu færslum til þess að sýna nýleg uppgötvuð náttúrulögmál sem snúa að veðrinu.

Eitt af stórkostlegum atriðum veðurlíkansins er það, hversu stór vídd vísindafræða sem eru samansett, hjálpa okkur að skilja og ná leyndardóma veðursins.


Bloggfærslur 24. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband