Stærsta einsleita steind heimsins

Hver er stærsta einsleita steind jarðarinnar?

Eiginlega ætti svarið við þessari spurningu liggja klárt fyrir. Nokkrir jarðfræðingar voru spurðir að þessu og viti menn, enginn gat svarað rétt. Ef við spyrðum arkítekt hver sé hæsta bygging heimsins eða líffræðing hver stærsta spendýrið sé, þá myndu þeir svara strax og örugglega. Hvers vegna eiga þá jarðfræðingar erfitt með að svara sams konar spurningu úr þeirra fræðum? Sumir héldu svarið væri kannski falið í einhverju hraunflæði en þeir settu upp svip þegar þeir fengu þá vísbendingu að stærsta steindin væri hærri en Mt. Everest fjallið.

Stærsta einsleita steind veraldar er hærri en 11 km! En hvar er hana að finna? Svarið er neðanjarðar og hún kallast salthvelfing.

6.1.6 SalthvelfingJarðfræði í dag fjallar ekkert um salthvelfingar, enda getur hún enga útskýringu á myndun hennar gefið. Á myndinni hér að ofan er mynd af salthvelfingu í Avery Island, rúmlega 200 km vestan New Orleans, en slíkar hvelfingar er að finna á ýmsum stöðum á hnettinum.

Hvernig myndast salthvelfingar? Þetta er ennþá leyndardómur. Getgátur eru um það uppi að um plastískar formbreytingar hafi átt sér stað en getgátur eru þó ekki vísindi. Átt er við, að saltið hafi risið í gegnum mismunandi jarðlög, en fólk er þá að tala um hvernig saltsúlan hafi myndast, ekki saltið sjálft. Vandamálið er þó að jarðlögin hafa meiri herðu en saltið og á salt þá ekki að geta brotist í gegnum þau. Herða segir til um hvernig eitthvað efni getur skorið í annað efni en ekki getur efni með lægri herðu skorið önnur með meiri herðu. Demantur er hæst allra efna í herðu og hægt er að skera öll önnur efni með honum. Salt er hinsvegar með lága herðu og getur ekki skorið sig í gegnum önnur berglög.

6.1.8 HettubergSvo er annar leyndardómur: Flestar salthvelfingar (þó ekki sú í Avery Island) eru með ákveðin lög yfir salttappanum, svokölluð hettuberg. Síðari myndin sýnir úr hverju þessi lög eru. Sérhvert þessara steinda – anhýdrít (vatnsfirrt kalsíum súlfat), gifs (kalsíum súlfat) og kalksteinn (kalsíum karbónat) – eru mismundandi sölt sem myndast á mismunandi hátt við mismunandi aðstæður. Svörin við hvernig þetta allt myndast geta jarðfræðingar í dag ekki gefið, vegna þess að þeir hugsa með röngum forsendum. Um þetta verður fjallað síðar en enn einn leyndardómurinn er þessi: Öll þessi sölt (hettubergin) hafa minni herðu heldur en saltið. Ef saltsúlan á að hafa risið upp í gegnum allt berg (með meiri herðu!), hvers vegna reis hún þá ekki í gegnum hettubergið sem er tiltölulega mjúkt?

Athyglisvert er einnig að ákveðin efni myndast í pörum, þ.e. þar sem eitt efni myndast er annað ákveðið ekki langt í burtu. Salt og olía er slíkt par eins og sést á báðum myndunum. Þetta er engin tilviljun og hefur UM einnig svar við því hvernig stendur á þessu!

Næsta færsla er tengd þessari en hún verður um uppgufun sjávarvatns og kristöllun salts.


Bloggfærslur 8. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband