Þrýstiraf (Piezoelectric) vísbendingin

Snúum okkur aftur að kvars, en eins og ég hef minnst á áður, þá myndast það við ákveðnar aðstæður: í vatni við ákveðinn hita og þrýsting. Hitastigið má þó ekki fara yfir ca. 500°C, hvorki við myndun né síðar til þess að viðhalda eiginleikum steindarinnar. Ef hitastigið fer yfir 570°C, þá missir það hina svokallaða þrýstirafleiðni (Piezoelectricity) og er hún þá algerlega glötuð og fæst aldrei aftur.

5.8.1 Hitting quartz rocksSumir kristallar eru gæddir þessum þrýstirafeiginleikum, en þá myndast rafstraumur í þeim ef þeir fá á sig þrýsting, t.d. með því að slá tveimur slíkum steinum saman, sjá mynd hér til hliðar.

Oft eru kvars steinar notaðir í úrgerð, enda "tifa" þeir mjög nákvæmlega þegar þeir gefa 32.768 rafútslög á sekúndu.

Þrýstirafeiginleikar kvars steina sem fyrirfinnast allsstaðar úti í náttúrunni eru mjög sterk vísbending um það, að við myndun þessara steina hafi hitastigið verið undir 570°C! Berg getur þá ekki myndast við storknun, nema að mjög takmörkuðu leyti eða við hraungosum en í slíku storkubergi finnur maður aldrei kvars.

Þessi umræddi eiginleiki kvars kemur við sögu í næstu færslu sem verður um seglusvið jarðar.


Bloggfærslur 28. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband