Svör, svör og enn fleiri svör!

Nú er ég búinn að lesa tæplega þriðjung af fyrsta bindinu og það er nánast að það detti úr mér augun með hverri blaðsíðu. Hlutirnir verða skýrari og skýrari og aldrei hefur verið jafn erfitt að leggja frá sér bók eins og í þessu tilfelli. Áður en ég kynntist UM litu vísindi svona út fyrir mér:

Pússluspil 2

Mörg stykki pössuðu að vísu vel saman en þau gáfu enga heildarmynd og höfðu allt of marga lausa enda. Meira og meira eru vísindi fyrir mig að þróast í þetta:

Pússluspil 3

Ég hvet sérhvern sem hefur áhuga á að uppgötva að kynna sér nánar UM - Ný vísindi árþúsundsins. Þið munuð fá svör, svör og ennþá fleiri svör!

Að lokum læt ég skemmtilegt myndband frá Larame Fessler fylgja.


Sýnishorn úr UM Bindi I: Hraun-núnings líkanið

UM Vol IUniversal Model hefur gefið út fyrsta bindi af þremur um alhliða náttúrufræði sem sameiginlega myndar hið svokallaða Alhliða líkan. Í fyrsta bindinu sem er nýkomið út er talað um jarðarkerfið. Annað bindi er væntanlegt nú í haust en það mun fjalla um lífkerfið, en þriðja og síðasta bindið er í vinnslu en það mun fjalla um alheimskerfið, þ.e. stjörnufræði, eðlisfræði og efnafræði.

Fyrir áhugasama, þá er hægt að kaupa rafræna útgáfu af fyrsta bindinu og einnig af samantekt, sjá undir Netverslun UM hér til hægri. Stefnt er að stærri pöntun bókarinnar til Íslands til endursölu hér, síðar á þessu ári.

Færslur í þessu bloggi munu innihalda efni úr fyrsta bindi og um annað efni tengt því, þar til næsta bindi kemur út en þá víkkar umræðuefnið töluvert.

Í sambandi við uppruna eldgosa út frá flóðkröftum sem ég greindi frá fyrir fáeinum dögum síðan, þá er gott að skilja lögmálið um núning og hita. UM hefur á ný gefið út sýnishorn úr fyrsta bindinu sem er undirkafli 5.3 - Hraun-núnings líkanið, smellið hér til að lesa.

Áður hef ég birt hlekk á sýnishorn um hvernig myndun kristalla gengur fyrir sig, hér er sá hlekkur aftur.


Bloggfærslur 27. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband