Umræðan um gíga

Í Feneyjum sumarið 1609 var Galileó Galilei heillaður af nýuppfundnu tæki sem kallaðist perspicillum á latínu; tvær linsur í röri sem lét fjarlægan kirkjuturn birtast eins og hann væri nálægur. Hann smíðaði strax sjálfur einn slíkan sem var næstum tíu sinnum öflugri en hinn upprunalegi perspicillum og kallaði tækið sitt sjónauka. Þegar hann benti nýja tækinu sínu í áttina á tunglinu, sá hann gíga, fjöll og höf – hluti sem hafði djúp áhrif á hann sjálfan en eins á fjölda stjörnufræðinga og vísindamenn eftir hann. Mikil umræða átti sér stað á næstum öldum um uppruna gíganna.

Á sjöunda áratug síðustu aldar voru Bandaríkin með í æstu heimskapphlaupi til að senda mann til tunglsins og það varð mjög áríðandi að læra allt sem hægt var að vita um yfirborð tunglsins. Þjóðir flykktust bak við geimfarana sína og vísindamenn kepptust við að halda sínum áætlunum og urðu margir þeirra frægir.

Oflæti um geiminn greip um sig í Bandaríkjunum og víða annars staðar þegar fyrstu þættir hinna alvinsælu Star Trek þáttaraðanna var sýnd í sjónvarpinu og spenningurinn var gífurlegur við að geta séð ójarðneska hluti eins og loftsteinagíg.

Síðan þá hafa vísindamenn gefið hugdettunni um árekstrargíga rómantískan blæ og „uppgötvað“ óteljandi forna árekstrargíga, sumir hafa jafnvel orðið frægir fyrir ákveðinni útrýmingu lífríkis á jörðinni, til að mynda Chicxulub gígurinn við Yucatan skaga í Mexíkó sem á að hafa útrýmt risaeðlunum.

Umræðan um gíga er sögð vera útkljáð en vísbendingar úr vatnsgígalíkaninu sýna annað, enda hafa nútíma vísindi aldrei raunverulega skilið vatnsgíga. Getur umræðan um gíga verið útkljáð ef enginn hefur skilning á því hvernig flestir gígar mynduðust? Hún er langt frá því að vera útkljáð og það er margt sem hægt er að læra til viðbótar í umræðunni um gíga en UM hefur sýnt og metið vísbendingar sem virðast hafa verið skilin eftir óuppgötvuð.

Saga tunglvísinda

Ég hef fjallað lítilsháttar um gosbrunna og vatnsgíga og sú stórfenglega staðhæfing að þetta tvennt hafi haft veruleg áhrif á breytingar á yfirborði jarðar, jafnvel meiri en nokkuð annað jarðfræðilegt ferli, þar á meðal rof. Í áframhaldandi leit okkar ættu viðfangsefni okkar að fjalla um árekstrargíga, loftsteina og samband þeirra við vatnsgíga.

Tunglið okkar, tungl annarra pláneta og jafnvel sum af minni plánetunum hafa lítinn eða engan lofthjúp og gefa þau okkur frábær tækifæri til að læra um myndun himintungla. Vegna þess að þau hafa engan lofthjúp, hafa þau ekkert veður til að afmynda yfirborð sitt, sem veitir okkur óveðrað svipmót inn í fortíðina en það er ómetanleg hjálp þegar við reynum að skilja hvernig okkar eigin pláneta myndaðist.

Gígar eru án efa ráðandi einkenni þegar horft er á yfirborð pláneta, þar sem þeir koma oftar fyrir en nokkuð annað landslag. Þar til við getum áttað okkur réttilega á því hvernig þessir gígar myndast, verður uppruni þeirra og uppruni pláneta og tungla þeirra áfram hulinn leyndardómur.

Það eru tveir möguleikar í boði. Gígarnir mynduðust annaðhvort af krafti niður á við ofan á yfirborðið, eða af krafti upp á við undir yfirborðinu – staðreynd sem fór ekki fram hjá vísindamönnum áður fyrr. Samtímamaður Isaac Newtons, Robert Hooke, gerði þessar athuganir fyrir rúmlega 300 árum síðan:

Árið 1667 skaut Robert Hooke kúlur ofan í stífan leir sem myndaði litla árekstrargíga. Á hinn bóginn hafði hann einnig soðið blöndu af vatni og mjólkursteini í duftformi, og sprungnu loftbólurnar höfðu líka myndað gíga. (The Cosmic Serpent, Clube og Napier, 1982, bls. 78).

Gæti það verið að margir gígar sem almennt eru taldir vera árekstrargígar séu raunverulega loftbólugígar“?


Bloggfærslur 21. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband