Færsluflokkur: Bindi I - Kafli 6

Stærsta einsleita steind heimsins

Hver er stærsta einsleita steind jarðarinnar?

Eiginlega ætti svarið við þessari spurningu liggja klárt fyrir. Nokkrir jarðfræðingar voru spurðir að þessu og viti menn, enginn gat svarað rétt. Ef við spyrðum arkítekt hver sé hæsta bygging heimsins eða líffræðing hver stærsta spendýrið sé, þá myndu þeir svara strax og örugglega. Hvers vegna eiga þá jarðfræðingar erfitt með að svara sams konar spurningu úr þeirra fræðum? Sumir héldu svarið væri kannski falið í einhverju hraunflæði en þeir settu upp svip þegar þeir fengu þá vísbendingu að stærsta steindin væri hærri en Mt. Everest fjallið.

Stærsta einsleita steind veraldar er hærri en 11 km! En hvar er hana að finna? Svarið er neðanjarðar og hún kallast salthvelfing.

6.1.6 SalthvelfingJarðfræði í dag fjallar ekkert um salthvelfingar, enda getur hún enga útskýringu á myndun hennar gefið. Á myndinni hér að ofan er mynd af salthvelfingu í Avery Island, rúmlega 200 km vestan New Orleans, en slíkar hvelfingar er að finna á ýmsum stöðum á hnettinum.

Hvernig myndast salthvelfingar? Þetta er ennþá leyndardómur. Getgátur eru um það uppi að um plastískar formbreytingar hafi átt sér stað en getgátur eru þó ekki vísindi. Átt er við, að saltið hafi risið í gegnum mismunandi jarðlög, en fólk er þá að tala um hvernig saltsúlan hafi myndast, ekki saltið sjálft. Vandamálið er þó að jarðlögin hafa meiri herðu en saltið og á salt þá ekki að geta brotist í gegnum þau. Herða segir til um hvernig eitthvað efni getur skorið í annað efni en ekki getur efni með lægri herðu skorið önnur með meiri herðu. Demantur er hæst allra efna í herðu og hægt er að skera öll önnur efni með honum. Salt er hinsvegar með lága herðu og getur ekki skorið sig í gegnum önnur berglög.

6.1.8 HettubergSvo er annar leyndardómur: Flestar salthvelfingar (þó ekki sú í Avery Island) eru með ákveðin lög yfir salttappanum, svokölluð hettuberg. Síðari myndin sýnir úr hverju þessi lög eru. Sérhvert þessara steinda – anhýdrít (vatnsfirrt kalsíum súlfat), gifs (kalsíum súlfat) og kalksteinn (kalsíum karbónat) – eru mismundandi sölt sem myndast á mismunandi hátt við mismunandi aðstæður. Svörin við hvernig þetta allt myndast geta jarðfræðingar í dag ekki gefið, vegna þess að þeir hugsa með röngum forsendum. Um þetta verður fjallað síðar en enn einn leyndardómurinn er þessi: Öll þessi sölt (hettubergin) hafa minni herðu heldur en saltið. Ef saltsúlan á að hafa risið upp í gegnum allt berg (með meiri herðu!), hvers vegna reis hún þá ekki í gegnum hettubergið sem er tiltölulega mjúkt?

Athyglisvert er einnig að ákveðin efni myndast í pörum, þ.e. þar sem eitt efni myndast er annað ákveðið ekki langt í burtu. Salt og olía er slíkt par eins og sést á báðum myndunum. Þetta er engin tilviljun og hefur UM einnig svar við því hvernig stendur á þessu!

Næsta færsla er tengd þessari en hún verður um uppgufun sjávarvatns og kristöllun salts.


Leyndardómurinn um algengustu steindina

Algengasta steind jarðarinnar - hver ætli hún sé? Íslendingum dytti kannski basalt í hug eða jafnvel kvars, en svarið kemur á óvart: það er salt!

Jú, salt er að vísu ekki í jarðskorpunni heldur í sjónum en það er engu að síður á jörðinni og það í miklum mæli. Hvaðan kom það upprunalega? Hvað er börnunum kennt í grunnskóla? Eitthvað á þá leið að ár hafi skolað salti úr bergi og flutt það í sjóinn, ferli sem á að hafa tekið milljónir ára eða eitthvað.

Skoðum þá magnið af salti í sjónum, hversu mikið salt er komið þangað? Ég lagði eftirfarandi þraut fyrir son minn: Ef ég gæti fjarlægt allt salt úr öllum höfum og lagt með því jafn þykkt saltlag yfir öll meginlönd jarðarinnar, hversu þykkt yrði þetta lag? Þú mátt alveg doka við og að minnsta kosti giska. Sonur minn gúgglaði nokkrar upplýsingar, reiknaði og gaf mér hárrétt svar (reyndar í annarri tilraun)!

Svarið við þessari gátu er 152 m! Salt, meira en tvær Hallgrímskirkjur á hæð yfir allt Reykjavík, allt landið, alla Evrópu og öll hin löndin og meginlöndin líka! Þetta er gífurlegt magn af salti, einkum ef við þekkjum meðalhæð allra meginlanda. Ef við gætum jafnað niður öll fjöll og breitt úr þeim yfir öll meginlönd þannig að öll lönd væru jafn há yfir sjávarmáli, hver væri þessi meðalhæð? Svarið við þeirri spurningu er 125 m!

Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er sú, er það rétt sem vísindin halda fram, að 152 m há saltsúla hafi myndast úr 125 m háu bergi? Ertu sannfærð/ur um að það sé rétt? Eitthvað af efni hefur sjálfsagt veðrast og borist burt en hve mikið af bergi hefur þurft að fjarlæga til þess að dæmið gangi upp? Ég dreg a.m.k. þá ályktun að salt sjávarins hafi ekki borist með ám yfir gífurlega langan tíma. Að skilja uppruna salts er hluti af þeim skilningi um hvernig meginlöndin hafi myndast.

Síðan er eitt sem maður veltur fyrir sér: Ef uppruni alls er kvika, þá væri hægt að skoða efnasamsetningu storkubergs til að skoða þau frumefni sem þar finnast. Þetta hefur verið gert og sýnir næsta mynd meðaltal magns af þeim frumefnum sem finnast í öllu storkubergi.

Ekkert klór

Við vitum að salt er NaCl en þegar við skoðum þessa töflu, þá vaknar spurningin: Hvar er klórið? Klórið ykkur í hausnum, það er eina klórið sem þið finnið. Það er ekkert klór. Hvernig myndaðist þá saltið? Örugglega ekki úr bergi!

Það eru fleiri leyndardómar um salt sem ég mun birta hér bráðum sem vísindin gefa í mesta lagi kjánalega útskýringar á, en augljóst er að salt myndast ekki á þann hátt sem jarðfræðin kennir okkur í dag.


Hringrás bergsins

Svolítið þarf enn að draga í efa en ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki er nóg að segja að eitthvað sé rangt, einnig þarf að gera grein fyrir hlutunum eins og þeir eru réttir. Hvað þennan punkt varðar, þá bið ég um biðlund. Svör munu fylgja en í raun er það hollt að melta hlutina aðeins og spyrja sjálfan sig hvort vísindum geti skjáltlast svona hrapalega. Við skulum heldur ekki rugla saman vísindum og tækni, en þó svo að nútíma vísindi séu stöðnuð og komin í strand, þá hefur tæknin þróast mjög hratt en það er allt annar leggur. Við höfum þá tilhneygingu að treysta fullkomlega bæði tækni og vísindi. (Sama sagan með lækna, við treystum oft því sem þeir segja 100% þó svo að þeir séu í mörgum tilfellum sölufulltrúar lyfjafyrirtækja, en það er önnur saga). Þróum með okkur gagnrýna hugsun sem er í raun mjög góður vísindalegur eiginleiki.

Það að kvikukenningin standist ekki, hefur margar afleiðingar í för með sér - ekki er alveg nóg að skipta bara einni falskenningu út fyrir hina réttu. Það er nefnilega svo margt sem hangir á kvikukenningunni sem hrynur með henni (samanber að við er komin til Selfoss en ætluðum til Borganess - ekki dugar neitt minna en að fara alla röngu leið til baka og þaðan síðan í rétta átt). Eitt atriði sem hrynur með kviku-falskenningunni er hringrás bergs, en eftirfarandi mynd sýnir hvað kennt er í dag:

Hringrás bergs

Undirstaða þessarar myndar er kvikan en hún er jú ekki til. Auk þess getur kristöllun ekki átt sér stað frá storknun. Ég spurði fróðan mann um kristalla í dag en hann tjáði mér að þeir myndast þegar kvika storknar hægt. Það er oft búið að reyna að sýna fram á myndun kristalla í gegnum storknun en aldrei tekist, en samt ríghalda menn sér í þessa kenningu. Kvars getur ekki myndast úr kviku, um það hef ég fjallað áður.

Hvernig kristallar raunverulega myndast mun ég skrifa um síðar, en ef til vill hafa einhverjir nýtt sér sýnishorn úr Bindi I þar sem hægt er að lesa sér til um myndun kristalla. Hér kemur aftur slóðin að þeirri síðu.

Þessi hringrás bergs eins og hún er þekkt í dag er sem sagt ónothæf og er til einskis annars nýt en að vera kastað á bál.

Hringrásin brunnin

Grundvallar spurningar í jarðfræði í dag eru ósvaraðar sem gera hringrás bergs bæði ranga og villandi. Jarðfræði hefur þróast í að vera jarð-fræðileg-fræði í staðinn fyrir að vera jarð-rökrétt-fræði.

Framundan eru færslur um enn fleiri leyndardóma í jarðfræði í dag en eftir það munu þessar færslur snúast um að afhjúpa þessa leyndardóma, einn af öðrum. Þetta eru spennandi tímar!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband