Enn um gíga

Það sem flestum finnst sjálfsagt að séu árekstrargígar er gömul hugmynd sem spratt upp áður en ný þekking og athuganir síðustu áratuga kom í ljós. Í dag vitum við miklu meira en á dögum tunglfaranna.

Eins og áður hefur verið sagt (í síðustu bloggfærslu), þá er heill undirkafli í UM (7.9) tileinkaður gígum og eiginleikum þeirra. Þessir eiginleikar eru stærð, dreifing, lögun, útkast og margt fleira.

17.12 Moon bullseye double crater in Humboldt crater keithlaney.com AS15-93-12640

Þessi litla mynd er eitt dæmi af mörgum spurningum sem vakna við rannsóknir á gígum. Hún sýnir „beint í mark“ tvöfaldan gíg á tunglinu sem er næstum því ómögulegt að sé árekstrargígur. Það er eftirtektarvert að það er ekkert útkast eftir árekstur við slíka gíga, en samt gera enn flestir rannsakendur ráð fyrir að þeir mynduðust með loftsteinum. Vatnsplánetulíkanið útskýrir uppruna slíkra gíga.

7.9.32

Svipaða sögu er að segja um þessa mynd hér að ofan. Hún sýnir yfirborð tungls Júpíters, Ganymedes en hér sjást margir tvöfaldir gígar, en bæði ytri gígar annars vegar og innri gígar hins vegar eru ótrúlega svipaðir í stærð. Það er tölfræðilega ómögulegt að svo margir gígar hafi myndast með árekstri þar sem tveir árekstrar eru á nákvæmlega sama stað, endurtekið á öðrum stöðum með loftsteinum af svipaðri stærð. Tvöfaldir gígar eru samt sem áður algengir og koma þeir til vegna endurtekinna vatnsgosa. Þetta eru venjuleg fyrirbrigði vatnsgíga.

Ég lýk umræðunni um gíga með lista yfir þeim sönnunum sem fjallað er um í undirkafla 7.9 í UM sem sýna að flestir gígar komu ekki til vegna árekstra:

Listi bls. 358


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn aftur er dæmi þar sem fullt af staðreyndum eru fyrir því afhverju þetta eru ekki árekstragígar en samt helda lang flestir að gígarnir koma vegna árekstra. 

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 13:44

2 identicon

Hvaðan koma þessir tvöföldu gígar? Eins og það er sagt í greininni fyrir ofan þá er það tölfræðilega ómögulegt að loftsteinn að sömu stærð og á sama hraða getur hitt ákúrat á sama stað og sá fyrri. Alveg heillandi.

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 23:13

3 identicon

áhugaverðir punktar, magnað hvernig sumir gígar eru tvöfaldir, eitthvað sem ég vissi ekki að væri, er það algengt? Miðað við greinina myndi ég halda að það væri mjög sjaldgæft en gaman að taka eftir einhverju nýju sem maður vissi ekki af á plánetunum.

Sóley Albertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 23:43

4 identicon

Ég efa stórlega að þessir gígar hafi verið myndaðir af vatni en ætla samt ekki að útiloka þá kenningu. Ein leið fyrir svona gíga að myndast er frá tvem heiftarlegum eldgosum eða sprengingum í eldgosinu. Það seinna minna en það fyrsta. Önnur leið fyrir svona gíga að myndast er ef það er annað lag af einhverju öðruvísi efni undir yfirborðinu sem myndar sjálft annan gíg innan í stærri gígnum.

Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 7.2.2018 kl. 23:13

5 identicon

Mismunandi gígar hljóta að þýða mismunandi ástæður. Það er alveg rétt að það sé tölfræðilega ómögulegt að þessir tvöföldu gígar myndast allir vegna þess að tveir árekstar hafa orðið á sama stað en er það samt vegna vatnsgígum og hafa vísindamenn sönnun fyrir því eða er þetta bara kenning sem bíður eftir afsönnun.

 

Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 00:06

6 identicon

Þessir tvöföldu gígar minna mig helst á hljóðbylgju eftir bassa gegnum hátalara séð úr vatns formi. eða þegar það er kastaður steinn í vatn sem myndar hring sem myndar síðan annan hring og svo koll af kolli. Ég er alveg sammála þvi að ekki allir gígar hafa myndast eins og tölfræðin gefur það greinilega til kynna. Við vitum svo óralítið að það er pínu hlægilegt. Það sem hjálpar okkur að komast nær staðreyndum eru einmitt tilgátur og kenningar. Með meiri rannsóknum getum við mögulega á endanum fullyrt það að þessir gígar myndast af ákveðnri ástæðu. Það er óhugavert að velta þessu fyrir sér af því að við sjáum til dæmis svona gíga á jörðinni og á tunglinu sem er í nágreni við okkur sem viðs sjáum með berum augum.

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 08:45

7 identicon

Þessir tvöfaldir gígjar eru örugglega myndaðir af einhverju öðru en loftsteinum því það myndi taka kraftaverk fyrir svona marga lofsteina til að hitta akkúrat ofan í gígja hjá hvort öðrum eins oft og hefur gerst á Ganymedes. Veit ekki hversu mögulegt það væri, en hvað ef loftsteinar rekast á plánetuna og síðan gýs úr plánetunni innan í gígnum? Það væri einnig kraftaverk ef það gerist svona oft en kannski er yfirborð þessa tungls mjög viðkvæmt. 

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 09:00

8 identicon

Já, þessir tvöfaldir gígar sýna að árekstrarkenningin á ekki við alla þessa gíga sem eru á tunglinu (kannski á við um nokkra). Ég held að þetta getur verið vatn eða vatnssameindir undir yfirborðinu á tunglinu sem síðan streymir upp og myndar loftbólu sem springur svo. Þetta getur líka verið eitthvað annað en ég er ekki viss.

Gunnar Ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 09:00

9 identicon

Það er áhugavert að það er alltaf að reyna að sanna að einhver kenning er ekki sönn þótt að maður veit ekkert hvað virkilega gerðist. En samt þarf að finna út hvernig gígarnir eru allir í sömu lagi og aðrir ef það væri ekki loftsteinagígar vegna eldfjöll eða eitthvað slíkt því eru í mörgum öðruvísi formum.

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 09:08

10 identicon

Þetta eru verulega góð rök fyrir því að þessir gígar mynduðust ekki allir vegna lofsteina. Merkilegt með þessa tvöföldu gíga líka. Það væri mjög gaman að fá einhverntíman útskýringu á þeim.

Hugi Snær (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 09:57

11 identicon

Flestir kannast við tvöfalda gíga, einn stóran og einn minni inní honum. þetta getur ekki hafa gerst í loftsteinaárekstri, líklegra er að um endurtekin vatnsgos sé að ræða.

Stefán Hermundsson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 22:03

12 identicon

áhugavert og góð rök fyrir því að þetta séu ekki allt árekstragígar. Ég get vel trúað því að þessir tvöföldu gígar séu vegna vatsngíga.

Bjarki Óskarsson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 23:55

13 identicon

Er þetta annap biblíumál? Maðurinn finnur einfalda lausn af svari sem það hefur raun og veru enga hugmynd um, lýkt og í denn hver bjó til jörðina. Það virðist vera um vatnsgos sé að ræða hjá mögum.

Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 09:22

14 identicon

Ég get alveg trúað því að margir þessara gíga mynduðust út af innri krafta t.d. kviku, gasi eða vatni. Svo þessir tvöfuldu gígar eru bestu sönnunargöninn um það. Skemmtileg grein.

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 09:32

15 identicon

Þetta er alveg áhugavert. Magnað hvernig það er tvöfaldur gígar se mynduðust af vatnsgosa.

Berglind (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 09:36

16 identicon

Svo við getum að segið að það eru vatnsgíga á tunglinu. Var mjög gott að vita um vatnsgíga úr þetta greinunum.

Koichi Takano (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 13:20

17 identicon

þetta er einn eitt dæmið um afhverfu við gígarnir eru svona skrítnir.

 Ég  get nú sagt að ég lærði eitthvað nÝtt í stjörnufræði þá áður fyrir vissi ég ekki um tungl gígana.

sólveig Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 20:18

18 identicon

okey það eina sem mér datt í hug þegar ég sá þetta eru GEIMVERUR! þessir gígar eru ogeðslega nákvæmir. mér finnst eins og við þurfum að fara pæla smá í þvi að kannski eru loftsteinar sendir af geimverum til að hitta ákveðnar plánetur. kannski er þetta svona " morse code " hjá þeim! greinin er nú alveg ágæt hjá þér Ronald, vel skrifuð eins og vanalega. cool

María Guðný (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 21:01

19 identicon

Mjög áhugavert. Getur varla verið að allir gígar hafi myndast vegna árekstra og þá sérstaklega þessir tvöföldu. Þeir hljóta því að hafa myndast eitthvernvegin ööðruvísi eins og t.d með vatnsgosum. 

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 21:20

20 identicon

Já, þetta er allt svo áhugavert. Árekstrarnir geta nú varla myndað alla þessa gíga, aðalega þessa tvöföldu gíga. Þannig það meikar alveg sens að þessir tvöföldu gígar hafa myndast með vatnsgosum. Fræðandi og góð grein!

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 22:45

21 identicon

Eins og vísindamenn segja að þá finst mér mjög ólíklegt að tvöfaldir gígar hafi myndast vegna árekstra, en hafa vísndia menn rannsakað þessa gígja nógu mikið til að full vissa að þeir verði til vegna vatnsgosa?

Lilja (IP-tala skráð) 12.2.2018 kl. 00:40

22 identicon

Vísindamenn ættu að vera duglegri að taka það fram að þetta eru einungis "kenningar" með smá sönnun en ekki nægri sönnun. Því þetta er að gera svolitið lítið úr kenningum þeirra og jafnvel byrjar maður að spyrja hvað meira eru þeir bara að bulla uppúr sér?

Steinunn Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.2.2018 kl. 15:29

23 identicon

Áhugaverð og góð grein. Gígarnir sem sjást á myndinni hér að ofan eru svo fullkomnir í lögun að ég skil hreinlega ekki hvernig þeir eiga að hafa myndast. Þeir gætu ekki hafa komið  eftir árekstur af einhverju tagi, af því þá myndu þeir ekki vera svona fullkomnir. Frekar myndi ég halda að yfirborðið hafi hitnað mikið og sigið rólega niður og myndað svona gíg.

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 15:14

24 identicon

Skrýtið að það er ekkert útkast eftir árekstur við svona gíga og lætur mann velta fyrir sér hvernig þeir í raun myndast. 

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2019 kl. 09:22

25 Smámynd: Elín Inga Steinþórsdóttir

Mjög áhugavert. Mér finnst þessi grein sanna að sumir gígar myndast ekki við lofsteinaárekstur.

Elín Inga Steinþórsdóttir, 14.2.2019 kl. 22:35

26 identicon

Ég hef aldrei séð né heyrt um svona tvöfalda gíga. Ég hef því ekki hugmynd um hvernig þeir hafa orðið til. Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2019 kl. 08:38

27 identicon

Mjög áhugavert ég hef aldrei heyrt áður um þessa gíga en hvernig myndast þeir? ef þetta er eftir loftsteina eins og rannsakendur telja, hvernig geta þeir þá verið svona vel mótaðir?

Daníela Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband