Víðtæk massadreifing vatns

Tveir af áður nefndu fimm rannsakendum gáfu einnig út grein í Science árið 2002 undir heitinu Redistributing Earth‘s Mass (Endurdreifing massa jarðarinnar). Þeir ræddu nýlegar mælingar á sjávarmáli frá gervihnöttum sem einfaldlega pössuðu ekki við athuganir á bráðnun íss.

Þeir vísa í þátt sem kallaður er J2 en hann skilgreinir breytilega pólfletju jarðarinnar, eða með öðrum orðum, J2 er mælikvarði á frávik jarðarinnar á kúlulögun eða hversu mikið hún flest út við pólana. Myndin hér að neðan hjálpar okkur skilja pólflata lögun jarðarinnar sem er líkt og kraminn bolti – um 0,3% víðari við miðbaug en við pólana. Myndin er ýkt til að sýna þessi áhrif.

9.9.3

Rannsakendurnir taka eftir því að engin núverandi kenning um hnattræna hlýnun „getur útskýrt athuganirnar“:

Cox og Chao greina frá röð gagna frá gervihnattarleysi frá fjölda gervihnöttum á árunum 1979 til 2001. Fyrir mestan hluta síðustu tvo áratugi hefur J2 verið stöðugt minnkandi. En snemma árið 1998 byrjaði það að vaxa verulega, sem gefur til kynna víðtæka endurdreifingu á massa úr háum breiddargráðum inn á miðbaugarsvæðið.

Cox og Chao ræða nokkur gangvirki sem gætu útskýrt þessar athuganir: bráðnun heimskautaíssins og bráðnun íssins á Norður-Íshafi. Samkvæmt núverandi þekkingu hins vegar, getur ekkert af þessu útskýrt athuganirnar. Bráðun íslaga ætti í raun að leiða til hækkunar á meðalsjávarmáli, en hin athugaða hækkun sjávarmáls síðan 1992 er ekki í samræmi við það magn bráðnaðs íss sem nauðsynlegt er til að útskýra breytinguna á J2 (jafnvel þó að hin athugaða hækkun myndi reiknast gersamlega á bráðnun íss, sem er ekki tilfellið).

Hvað þá er að valda þessum breytingum? (Redistributing Earth‘s Mass, Anny Cazenave, R. Steven Nerem, Science, Vol. 297, 2. ágúst 2002, bls. 783).

Eins og hefur verið minnst á áður í kaflanum um kvikufalskenninguna, eru meginlöndin að „fljóta“, en rannsakendur eru eftir að komast að raun um, á hverju þau eru að fljóta. Ein af þeim vísbendingum að meginlöndin séu að fljóta, er afturkast jökla. Þegar jöklar eða stór svæði íss bráðna, veldur samdrátturinn á massanum ‚afturkasti‘ eða hækkun meginlandanna, eða með öðrum orðum, meginlöndin rísa þegar ís bráðnar.

Samkvæmt athugunum var J2minnka fyrir rúmum tveimur áratugum, sem olli jarðvísindamönnum til að álykta að minnkunin hafi orsakast af bráðnun íss við pólana, sem olli landflæminu til að rísa vegna „afturkasts eftir jökla“:

Breytilega pólfletja jarðarinnar (J2) hefur verið að minnka vegna afturkasts eftir jökla (PGR). (Recent Earth Oblateness Variation: Unraveling Climate and Postglacial Rebound Effects, Jean O. Dickey o.fl., Science, Vol. 298, 6. desember 2002, bls. 1975).

En hins vegar þýddi skyndileg aukning í pólfletju jarðarinnar (J2) (sjá tilvitnun hér að ofan) að jafngildi sjö sinnum meiri ís (100 km3 í 700 km3) þyrfti að hafa bráðnað til þess að gera grein fyrir þessum skyndilegum breytingum. Þetta jafngilti greinilega víðtækri massadreifingu, sem var algerlega óskyld athugunum á bráðnun íss og jökla. Cox og Chao ræða þetta í grein sinni frá 2002 í tímaritinu Science:

Nýlegar rannsóknir gefa í skyn hröðun á massarýrnun jökla. Meðalrýrnun á jöklum næst heimskautunum hafði verið ~100 km3 vatns á ári fyrir árið 1997, en hefur aukið hraðann á síðasta áratugi. Til að útskýra breytinguna á hinu athugaða J2 gildi með meiri rýrnun jöklamassa, þá þyrfti viðbótar losun vatnsmagns upp á ~700 km3 á ári. Niðurstaða úr hækkuðu GSL [hnattrænt sjávarmál] um 2,0 mm/ári fyrir 1998 hefur ekki mælst. Það er ólíklegt að flutningur á vatni frá landi í sjóinn geti útskýrt breytinguna á J2, en hins vegar þarf fleiri nýlegri gögn um hæð jökla og íss að útiloka þetta algerlega. (Detection of a Large-Scale Mass Redistribution in the Terrestrial System Since 1998, Christopher M. Cox, Benjamin F. Chao, Science, 2. ágúst 2002, bls. 831).

Í fyrstu andrá virðist slík skjót hreyfing massa frá pólunum í áttina að miðbaug styðja hugmyndina um hnattræna hlýnun, en athuganirnar segja allt aðra sögu. Alveg eins og stigvaxandi hækkun hitastigs samsvaraði ekki línulega hækkun á CO2 á lengri tímabili, þá samsvarar hin víðtæka massadreifing ekki hinu mældu ístapi við pólana. Það var einfaldlega ekki nægilega mikill ís til að útskýra svo skjótt tap. Spurningin er:

Tilvitnun bls 781-1

Í kafla 7.7, sem fjallar um vatnsplánetulíkanið, var hringrás vatns endurskilgreind til að taka tillit til hins gríðarlega fjölda veita djúpt í jörðinni. Það eru til þýðingarmiklar vísbendingar um að fjöldi veita sem eru þúsundir kílómetra aðskildir, séu tengdir og að mikið vatnsmagn getur farið um þær. Enn fremur gefa hin skjótu umskipti á pólfletju jarðarinnar til kynna að hér séu lotubundnir viðburðir að baki. Þó svo að við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið vatn er hægt að dreifa á ný í gegnum neðanjarðar veiti, þá er vatnsplánetulíkanið eina líkanið sem getur gert grein fyrir þær athuganir sem skráðar voru af Cox og Chao.

Við munum ávallt minnast hræðslunnar um hækkun sjávarmáls með Gore og aðra aktívista í fararbroddi sem vísindi sem runnin var af pólitískum rótum en með enga fótfestu í staðreyndum. Fyrirboðinn um 6 m hækkun sjávarmáls á þessari öld er gersamlega tilhæfulaus. Jafnvel ef við ættum að gera ráð fyrir hæsta vöxt sjávarmáls (3 mm/ári) sem hefur mælst á síðasta áratugi með gervihnattamælingum, þá jafngildir það aðeins 300 mm, eða 30 cm á heilli öld. Lotubundið eðli náttúrunnar á J2 jarðarinnar er klárlega tengt stjarnfræðilegum viðburðum, og það eru einnig hinar óvæntu breytingar sem Cox & Chao tóku eftir.


Bloggfærslur 24. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband