Hræðslan um hækkun sjávarmáls

Hvorki hækkun á styrk koldíoxíðs né hækkun hitastigs er nægilega mikil til að mannslíkaminn skynji þær. Þess vegna hafa stuðningsmenn hnattrænnar hlýnunar þurft að breyta um leiktækni sína til þess að láta hugmyndina um hnattræna hlýnun hljóma raunverulega. Leiktæknin þeirra? – hækkun sjávarmáls.

Í raun ætti þetta að vera eitt af auðveldu hlutunum til að meta hnattræna hlýnun. Heimildarmyndin An Inconvenient Truth eftir Al Gore var mjög skýr á því að árið 2100 muni sjávarmál heimsins hafa hækkað um 6 metra. Þetta myndi náttúrulega þýða að milljónir manna við strandlengjur þyrfti að flytja burt. En hvað hefur sjávarmálið verið að gera síðastliðin 50 ár? Hafði Gore rétt fyrir sér? Munu milljónir manns flytja innan einnar kynslóðar ef heimurinn heldur áfram að hlýna? Þetta er spurning sem vísindamenn myndu gjarnan vilja fá svar við.

Fimm rannsakendur unnu saman að skýrslu sem heitir Satellite Measurements of Sea Level Change: Where Have We Been and Where Are We Going, 15 Years of Progress in Radar Altimetry (Gervihnattamælingar á breytingum á sjávarmáli: Hvar höfum við verið og hvert stefnum við, 15 ára framvinda í ratsjárhæðarmælingum). Rannsakendur voru fljótir að taka eftir því að:

Skilningur okkar á breytingum á sjávarmáli hefur aukist verulega síðustu áratugi. (Sea Level Change: Where Have We Been and Where Are We Going, 15 Years of Progress in Radar Altimetry, Feneyjar, Ítalía, 13.-18. mars 2006, R. S. Nerem, D. P. Chambers, E. W. Leuliette, G. T. Mitchum og A. Cazenave).

Hvað vitum við raunverulega um breytingar á sjávarmáli og hvernig er sú meinta aukning mæld? Grundvallar spurning:

Tilvitnun bls 778

Til eru tvær aðferðir til að mæla sjávarmál, mælingar á sjávarföllum (sem mælir meðalhæð sjávarins) og hæðarmælingar frá gervihnöttum (sem mælir fjarlægðina milli gervihnattarins og yfirborð sjávar). Sama vandamálið varðandi langtíma hitastig og CO2 styrk sem tengist línuritinu um hnattræna hlýnun (sjá hér) á við um sögulegar mælingar á sjávarmáli – gögn úr mælingum á sjávarföllum ná yfir heila öld en gervihnattamælingar eru aðeins til í rúman áratug. Nákvæmin í gervihnattamælingum er ástæðan fyrir því að rannsakendur telja að skilningur þeirra hafi „aukist“ á breytingum á sjávarmáli. Hins vegar er þessi mæliaðferð of ný til að geta gefið okkur nýja innsýn á einhverjum raunverulegum breytingum yfir tíma.

Flest mæligildi á sjávarföllum eru yngri en 50 ára, þannig að rannsakendur hafa þurft að framreikna gildin til þess að komast að meðaltalinu fyrir síðustu öld. Engu að síður viðurkenna þeir í skýrslu frá 2006 um sjávarmál að:

Engin marktæk hröðun á hækkun sjávarmáls hefur mælst með gögnum úr sjávarfallamælingum… (Sea Level Change: Where Have We Been and Where Are We Going, 15 Years of Progress in Radar Altimetry, Feneyjar, Ítalía, 13.-18. mars 2006, R. S. Nerem, D. P. Chambers, E. W. Leuliette, G. T. Mitchum og A. Cazenave).

Jafnvel þótt þeir lýsi því yfir að „engin marktæk hröðun“ hafi átt sér stað, koma þeir með töluna 1,8 mm/ári fyrir framreiknuð gildi á sjávarfallamælingum. En engin óvissumörk eru gefin, þannig að það er undir okkur sjálfum komið til að giska á hversu nákvæm talan raunverulega er.

Rannsakendur ætluðu sér að sjálfsögðu að leggja áherslu á nýju sjávarstöðugögnin úr gervihnöttum, jafnvel þó að einungis nokkurra ára gömul gögn séu tiltæk – og gögnin eru ekki í samræmi við sjávafallamælingarnar. Þeir töluðu um meðalhækkun sem nam 3,2 ± 0,4 mm/ári, byggt á gervihnattarmælingunum. En það eru nokkur vandamál við það að gera ráð fyrir að mælingarnar sýni breytingar sem orsakaðar eru af hnattænni hlýnun af manna völdum.

Í fyrsta lagi viðurkenna rannsakendur að líklega sé sumt af hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar á heimskautum og jöklum, en restin sé vegna hitaþenslu sjávar. Enginn veit nákvæmlega hversu mikið kemur úr hvorum þætti. Ein ástæða fyrir því að þetta sé óþekkt meðal loftslagsvísindamanna nútíma vísinda, er að hlýnun sjávar er ekki einungis orsökuð af sólinni, eins og sýnt hefur verið áður.

Annað vandamál með hina meintu hækkun sjávarmáls eru óvissumörkin. Vísindamenn viðurkenna að gervihnattatækin hafa nákvæmni upp á ±4-5 mm, sem setur gildið 3,2 mm undir óvissumörkin, sem hækkar skekkjumörkin verulega. Þessi staðreynd er staðfest í skýrslu frá 2012 frá rannsóknargögnum sem hlutust með GRACE gervihnettinum. Gögnin sýndu hækkun sem nam aðeins „1,5 millimetra“ á ári á árunum 2003 til 2010, langt undir óvissumörkum.

Í greininni Himalayan glaciers have lost no ice in the past 10 years, new study reveals (Jöklar Himalajafjalla hafa ekki tapað neinum ís síðastliðin 10 ár, samkvæmt nýjustu rannsóknum), sýndu höfundar að fyrrum spár um bráðnun jökla höfðu verið misvísandi og að ný gögn komu „vísindamönnum í opna skjöldu“:

SÞ skjátlaðist varðandi jökla Himalajafjalla – og sönnunin er hér loksins. Höfundar stefnuviðmiðs SÞ um loftslag voru rauðir í framan fyrir tveimur árum þegar kom í ljós að þeir höfðu spáð ranglega fyrir um að jöklar Himalajafjalla myndu bráðna algerlega á 25 árum, og hverfa árið 2035. Rajendra Pachauri, formaður Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) og aðalframkvæmdarstjóri Engergy and Recources Institute (TERI) í Nýja Delhi, Indlandi, gaf að lokum út yfirlýsingu þar sem hann harmar það sem kom í ljós að hafi verið illa rannsökuð yfirlýsing. Ný skýrsla sem kom út fimmtudaginn 9. febrúar í vísindatímaritinu Nature, sýnir fyrstu umfangsmiklu rannsókninni á jöklum og jökulhettum jarðarinnar, og ein af niðurstöðum hennar kom vísindamönnum í opna skjöldu. Með því að nota GRACE, par gervihnatta á braut í kringum plánetuna í 300 mílna hæð, þá kemur hið ótrúlega í ljós, að Himalajafjöllin hafa varla bráðnað nokkuð síðastliðin 10 ár. (Foxnews).

Jöklafræðingurinn Jonathan Bamber frá Bristol háskólanum, sagði að niðurstöðurnar voru „mjög óvæntar“:

‚Hinar mjög óvæntu niðurstöður var hið smávægilega massatap úr háum fjöllum Asíu, sem er ekki merkjanlega annað en núll,‘ sagði hann við Guardian. (Foxnews).

Sömu sögu er að segja um jökul suðurskautsins. Á heimsíðu NASA (sjá hér) frá 2015 er greint frá því að þó svo að jöklar séu að afhlaðast (bráðna) á útnesjum, þá sé jökullinn í heild sinni að vaxa. Þetta þýðir að suðurskautið, sem talið er vera stærstu ferskvatnsbirgðir jarðarinnar, er að binda æ meira vatn en er ekki að losa það í sjóinn.

Suðurskautsís

Sumt af því ósamræmi og regluleysi í mælingum á sjávarmáli er mögulega hægt að hafna með gagnasafni lengri tímabils, en jafnvel þá stöndum við andspænis stærri vandamálum þegar það kemur að því að mæla breytingar á sjávarmáli.


Bloggfærslur 16. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband