Aldursblekkingin

Ein grundvallarspurning liggur í kjarna málsins: gerðu vísindamenn einfaldlega mistök í aldursgreiningu sinni eða var einhver einskær ásetningur um aldursblekkingu?

Til að vera alveg skýr – engar vísbendingar um víðtækan ásetning um blekkingu fundust meðal vísindamanna í dag. Líklega er það reyndar næstum ómögulegt að samhæfa heildstætt samsæri sérmenntaðra vísindamanna. Ráðvendni er innbyggð í starfsgreininni og upplýsingar breiðast út of auðveldlega til að það gæti gerst – en það þýðir ekki að fáir geta ekki blekkt marga!

Tilvitnun bls 2

Sagan hefur sýnt okkur þetta æ ofan í æ. Hér á eftir fylgir eitt dæmi af mörgum þar sem einstaka vísindamenn gátu blekkt heila starfsgrein og jafnvel heilt land sem þeir bjuggu í. Blekkingin sem beitt var í aldurssetningu þeirra hefur sérstaka þýðingu og munu næstu færslur fletta ofan af röngum aðferðum aldurssetninga sem notaðar voru á síðustu öld og munu þær að lokum sýna hvers vegna jafnvel algengustu aðferðir sem notaðar eru í dag til að reyna að aldursgreina steina og lífræn efni eru hrapallega ófullnægjandi. Síðan munum við skipta út aldurblekkingunni með raunverulegum vísindalegum sönnunum sem hver sem er getur séð og endurtekið, sem sýnir raunverulegan aldur líffræðilegra og jarðfræðilegra ferla.

Þýska aldursblekkingin í vísindum

Þýska aldursblekkingin í vísindum er mikilvægt dæmi um að vísindalegur orðstír er settur ofar en vísindalegur sannleikur. Í þessu tilfelli var sannleikurinn hulinn heiminum í rúmlega þrjá áratugi á meðan fræðibækur og vísindamiðlar greindu frá aldursákvörðun með geislakolum á hauskúpu neanderdalsmanni sem tugi þúsunda ára gamla. Menn lærðu að hinn „íburðarmikli prófessor“ Reiner Protsch von Zieten hafði hagrætt dagsetningarnar sem í raun voru aðeins nokkur þúsund ára gamlar. Rannsakendur greindu frá því árið 2004 að „við þurfum að skrifa forsögulegan tíma upp á nýtt“:

Sagnfræðingar steinaldar óttast að þeir munu þurfa að kasta út kenningum sínum um neanderdalsmanninn eftir að efasemdir hafa komið upp um aldurákvörðun með geislakolum á hauskúpu, framkvæmd af leiðandi mannfræðingi.

Vinna hins íburðarmikla prófessors, Reiner von Zieten, sýndi að neanderdalsmaðurinn lifði norðanvert í Evrópu. Útreikningar á leifum af hauskúpu sem fannst við Hahnofersand, nálægt Hamborg, sögðu að þær voru 36.000 ára gamlar.

Þó hafa nýrri rannsóknir í rannsóknarstofu um aldursákvörðun með geislakolum við Oxford háskólanum leitt í ljós að þær voru aðeins 7.500 ára. Á þessum tíma var hinn viti borni maður nú þegar greinilega kominn fram og neanderdalsmaðurinn orðinn útdauður.

Chris Stringer, sérfræðingur á steinöldinni og forstöðumaður fyrir uppruna mannsins í náttúrusögusafninu í London, sagði: ‚Það sem talið var meiriháttar sönnunargagn sem sýndi að neanderdalsmaðurinn lifði einu sinni í norðanverðri Evrópu hefur helst úr lestinni. Við þurfum að skrifa forsögulegan tíma upp á nýtt.‘ (Tony Paterson, Neanderthal Man never walked in northern Europe).

Það er vissulega undarlegt hversu langt þessi prófessor gat tekið fölsun sína og gabbað heiminn, þar á meðal „sérfræðinga“ á sviði aldursákvarðana, í rúmlega 30 ár:

Prófessor von Zieten sem hefur miklar mætur á stórum Havana vindlum og Porsche bílum, hefur verið talinn sérfræðingur á sviði aldursákvarðana með geislakolum síðan á 8. áratugnum. Hann hefur kannað hundruði forsögulega beinafundi í Evrópu og Afríku síðastliðin rúm 30 ár.

Nú hins vegar innihalda mikilvægar leifar sem vísindamenn í Oxford ekki lengur telja vera forsögulegar, kvenmanns hauskúpu ‚Bischof-Speyer‘, sem fannst nálægt suðvestur þýska bænum Speyer, með óvenju góðar tennur. Vísbendingar þeirra leggja til að hún er 3.300 ára gömul, en ekki 21.300 ára.

Önnur greinileg röng aldursákvörðun innihélt, að því er fullyrt var, forsöguleg hauskúpa sem var uppgötvuð nálægt Paderborn árið 1976 og sem talin var elstu mannsleifar sem nokkurn tímann hafði verið fundin á svæðinu. Prófessor van Zieten aldursákvarðaði hauskúpuna sem 27.400 ára gamla. Síðustu rannsóknir sýna hins vegar að hún var úr eldri manni sem dó í kringum 1750.

Þýska mannfræðisafnið í Herne, sem á Paderborn hauskúpuna, mislíkaði niðurstöðurnar svo mikið, að þeir gerðu eigin rannsókn. ‚Við létum skera upp hauskúpuna og það var enn óþefur af henni,‘ sagði safnstjórinn Barbara Ruschoff-Thale í síðustu viku. ‚Við erum auðvitað mjög vonsvikin.‘ (Tony Paterson, Neanderthal Man never walked in northern Europe).

„Sérfræðingurinn í aldurákvörðun með geislakolum“ orsakaði ótrúlega „hörmung í aldursákvörðun“:

Í skýrslunni þeirra hins vegar, lýstu báðir mannfræðingarnir þessu sem ‚hörmung í aldursákvörðun.‘

Hneykslið sem kaffærði prófessor von Zieten heldur áfram. Lögreglan er að rannsaka ásakanir að hann hafi reynt að selja 280 hauskúpur af simpönsum til kaupenda í Bandaríkjunum fyrir 70.000 dollara. (Tony Paterson, Neanderthal Man never walked in northern Europe).

Protsch vissi ekki einu sinni hvernig átti að stjórna sinni eigin vél sem aldurákvarðar með geislakolum. Prófessorinn bjó til sitt eigið nafn og eigin titil og tók nafnið von Zieten frá frægum prússneskum hershöfðingja. Hann var í raun sonur fyrrverandi meðlims nasistaflokksins. Protsch var rekinn úr háskólastöðu sinni og neyddist hann til að fara á eftirlaun, en þriggja áratuga tjón varð raunin. Allar kenningar neanderdalmannsins og aldri tengda honum, hafa orðið fyrir áhrifum þessa svindls aldursákvörðunar.


Bloggfærslur 11. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband