Það er erfitt að brjóta hunang

jarðskjálfti mexíkó

Það hlýtur að vera hræðilegt að hugsa til þess að geta verið í daglegri rútínu eins og vinnu, skóla, fjölskyldu eða frítíma og á einu augnabliki hent í aðstæður sem eru stjórnlausar og lífshættulegar. Jarðskjálftinn sem geysaði í Mexíkó í síðustu viku kostaði mannslíf og eignartjón, skjálfti sem mældist 7,1 á Richter kvarða. Margir Íslendingar hafa lent í jarðskjálfta hér á landi en þó ekki af þessari stærð. Byggingar og jarðvegur eru auk þess oft betri hér á landi sem er mikið öryggisatriði.

Þegar ég var að lesa um jarðskjálftann, þá tók ég eftir því að upptökin voru í 50 km dýpi, en jarðskorpan í Mexíkó er hins vegar bara 30 km þykk, sjá hér.

Í skólum er okkur kennt að möttull jarðar er gerður úr bráðnu bergi. Jarðeðlisfræðingurinn O.M. Phillips líkir bráðnu bergi saman við hunang. Það er mjög áhugavert, vegna þess að jarðfræðin kennir okkur að jarðskjálftar myndast þegar núningskraftar yfirbugast þegar berg á bergi sem snertast tekur á skrið. Áströlsk vefsíða um jarðvísindi útskýrir jarðskjálfta sem „titring sem myndast í bergi sem brotnar undir álagi.“

O.M. Phillips skrifaði eftirfarandi í The Heart of the Earth:

Ef, eins og við höfum getið okkur um, jarðskjálftar eru afleiðingar skyndilegs staðbundins brots, losun á uppsafnaðri streitu, þá er afleiðingin sú að töluverð stífni sé krafist í efninu áður en það getur framleitt jarðskjálfta. Það er erfitt að brjóta hunang. Sú staðreynd að jarðskjálftar eiga stundum upptök sín í allt að 700 km dýpi, er vísbending um að efnið þar niðri verði að vera nægilega stíft til að geta haldið uppsafnaðri streitu án þess að fljóta, þar til streitan er orðin það há að efnið brotnar.

Hvenær borðaðir þú hunang síðast? Það getur verið nokkuð fljótandi en stundum aðeins harðara (en þó mjúkt eins og krem). Hefur þú nokkurn tímann brotið hunang? Ef bráðið berg er líkt við hunang, hvernig getum við þá fengið „skyndilegt staðbundið brot“ í 50 km dýpi? Um 26 klukkustundum eftir skjálftann reið yfir annar skjálfti í Ástralíu á stærðinni 6,4 á Richter kvarðanum. Upptök hans var mældur í 200 km dýpi. Ef bráðið berg er líkt og hunang, hvers vegna myndast þá jarðskjálftar í svo miklu dýpi?

Ef þú hefur lesið Bindi I í UM, þá hefur þú lært að við raunverulega lifum á vatnsplánetu, ekki kvikuplánetu. Það þýðir að í möttli jarðar og kjarna er gífurlegt magn af vatni og ís. Rannsóknir og tilraunir hafa verið gerðar til að sýna á hversu miklu dýpi berg-berg brot geta átt sér stað. Eitt slíkt ferli var fjallað um í tímaritinu Journal of Geophysical Research í grein undir heitinu ‘Physical Mechanism of Deep Earthquakes.’ Rannsóknirnar útskýra hversu djúpt jarðskjálftabrot geta gerst á ís.

Til að læra meira um þetta ferli, sjá Bindi I í UM, í undirkaflanum Ísskjálftar á bls. 288.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband