Vatn, vatn út um allt

Vatn út um alltVatn, vatn út um allt (Water, Water Everywhere) er titill greinar í febrúar 1999 útgáfu af Sky & Telescope tímaritinu. Það er saga um geimfara sem finna vatn, eins og það er sagt – út um allt. Það er í raun erfitt fyrir stjörnufræðinga að horfa út um allt, án þess að finna vatn. Sem er undravert í ljósi þess að við ættum ekki að finna svona mikið af því samkvæmt miklahvells-falskenningunni sem talar um yfirgnæfandi vetni í alheiminum. Vetni en ekki vatn er sagt vera algengasta efnið. En raunveruleikinn blasir við okkur:

Hinn aðlaðandi blái litur jarðarinnar sem vatnið myndar úr meirihluta yfirborðs hennar hefur alltaf verið greinilegt einkenni plánetunnar okkar. En þegar stjörnufræðingar horfa nánar á restin af sólkerfinu okkar og lengra, komast þeir að þeirri niðurstöðu að Jörðin er ekki eins einstæð eins og haldið hefur verið. Vatn, eitt af algengustu sameindum alheimsins, birtist næstum alls staðar þar sem við leituðum: á tunglinu, Mars, Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Plútó, á mörgum tunglum þessara reikistjarna, í halastjörnum og loftsteinum, í sólinni og ef til vill á Merkúríusi, alls staðar í geimnum og mjög líklega á reikistjörnum í kringum aðrar stjörnur. (Surfing the Solar System, It‘s wetter than you think, Michael Milstein, Air & Space, des. 1997/jan. 1998, bls. 56).

Það virðist eins og að menn séu að finna vatn alls staðar. Þessi grein var skrifuð 1997 en síðan þá hafa stjarneðlisfræðingar verið að finna meira og meira af vatni með hverju gervitungli sem sent er upp í geim. Meira vatn, ekki vetni. Í annarri grein í Sky & Telescope fimm árum síðar lesum við nánast sömu orðin:

Vatn, vatn út um allt                                                                                       Til þessa hefur SWAS rannsakað halastjörnur, lofthjúp Mars, Júpíter og Satúrnusar auk um 120 sameindaský, útvalið aðallega vegna áhugaverðs eðli rafsegulbylgna sinna. Alveg eins og ISO hefur SWAS fundið „vatn, vatn út um allt“, segir Melnick, rannsóknarstjóri verkefnisins. (Searching for the Molecules of Life in Space, Steve Nadis, Sky & Telescope, janúar 2002, bls. 32).

Í ljósi hins mikla magns af vatni í geimnum og að það hafi verið fundið á svo mörgum stöðum, þá myndi venjulegt fólk halda að vatn myndi verða að aðal umræðuefni í stjarnefnafræði og í rannsóknum um myndun stjarna og reikistjarna. Því miður er það ekki tilfellið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög áhugaverð grein, ég gerði mér ekki grein fyrir því að vatn v´ri svona algengt. Ég hef einungis heyrt um vatn á mars en ekki mikið meira.

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 10:39

2 identicon

Þessi grein er mjög áhugaverð, sjálf hafði ég ekki hugmynd um þetta og er fínt að fræðast aðeins meira um þetta. Mín eina þekking um þetta var að það sé vatn á Mars.

Soley Albertsdottir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 11:27

3 identicon

ótrúlegt. ég vissi ekki að það var vatn á svona mörgum plánetum. ég var bara búinn að sjá og heyra að það væri á mars.

Bjarki Óskarsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:55

4 identicon

Mjög flott og fræðileg grein og er algjörlega sammála. Við jörðin erum bara pínu lítill partur af risa stóra alheiminum og það er enginn sem gæti sannfært mig um að við værum eina plánetan með vatn.

Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:58

5 identicon

Mér finnst þetta mjög mögnuð grein. ég vissi til dæmis ekki að það væri vatn á sólinni. 

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:58

6 identicon

Ég verð að segja að þessi grein er frekar áhugaverð. Ég vissi að vatn væri til í lífsbeltinu en alls ekki að þessi sameind væri að finnast nær allsstaðar í geimnum. Þetta er eitthvað sem ég mun hafa í huga í framtíðinni.

Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:59

7 identicon

Ég vissi að það væri vatn á Jörðu og á Mars en ég hafði ekki hugmynd um að það væri vatn nær allstaðar í geimnum. Mjög flott og áhugaverð grein, maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. 

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:59

8 identicon

Mjög áhugaverð og flott grein. Ég hafði aldrei heyrt neitt um þetta og vissi ég því ekki að það væri vatn á mörgum plánetum.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:01

9 identicon

Mér finnst það vera merkilegt hversu lítið er talað um vatn í alheiminum í stjarnefnafræðisamfélaginu og samfélaginu. Það er líka fróðlegt efni í greininni.smile

Hugi Snær (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:01

10 identicon

Ég er sammála með aðstoð að jörðin ert ekki eina pláneta sem getur hafið vatn vegna það eru til fleiri plánetur sem geta hafið vatn á þeim

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:03

11 identicon

Þetta er mjög áhugavert. Vita að það sé vatn annar staðar í heiminum er gepveikt og mjög fróðlegt. Ekki vissi ég til dæmis að það væri vatn á sólinni. 

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:10

12 identicon

Að mínu mati hefur þetta “blog” jákvætt innihald, að vatni skuli leynast allstaðar í heiminum getur hentað okkur mjög vel. Ef að það kemur upp ástand þar sem við þurfum að yfirgefa jörðina þá er gott aðþað sé möguleiki að það eru plánetur sem við getum búið á.

Bjarni Snær Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:11

13 identicon

Þessi grein er mjög áhugaverð og ég vissi ekki að það væri svo mikið af vatni í geimnum. Mjög merkilegt að það er til vatn á öllum plánetum í sólkerfinu.

Stefán Hermundsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:12

14 identicon

mér þótti þetta afar áhugavert. Mér hafði aldrei dottið í hug að það væri vatn á sólinni. Ég hélt hún væri bara gas og kvika.

Borgar Ben (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:13

15 identicon

ég hélt að það er áhugavert hvernig vatnið í sólinni er.

Koichi Takano (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:43

16 identicon

Ekki vissi ég að vatn væri á sól eða yfirhöfuð í geiminum. Ég hafði bara heyrt að það væri á mars og þá augljóslega á jörðu. Flott grein.

Berglind Elsa (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 13:43

17 identicon

Ég vissi að halastjörnur væru að mestu frosið vatn og "halinn" sem fylgir þeim er bara vatnið að bráðna og brotna af loftsteininum. Það gefur til kynna að vatn sé að finna hér og þar í geimnum og líklegast á einhverjum plánetum. Ég vissi hinsvegar ekki að vatn væri á næstum öllum plánetum í sólkerfinu okkar og jafnvel í sólinni. Merkilegt.

Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 16:09

18 identicon

Mjög flott og fræðileg grein. Það kom mér á óvart að það sé vatn á svona mörgum öðrum plánetum þar sem ég hélt að jörðin væri eina plánetan með vatn.

Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 09:31

19 identicon

Ég kun hafa heyrt áður að vatn væri á öðrum plánentum í heiminum en á jörðinni og hugsaði ávalt með þér að það hlýtur eiginlega að vera, þar sem vatn er grunnundir staða lífs þess lífs sem við þekkjum í dag, er ekki hægt að útiloka líf annars staðar í heiminum. Hvernig líf er hinsvegar erfitt að segja.

Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:26

20 identicon

þessi grein er alveg mögnuð! vatn á sólinni?! alveg "mind blowing!" Greinin er vel uppsett og vísað vel í heimildir. Efnið er atiglisvert og fræðandi. flott grein í alla staði! laughingwink

María Guðný (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:28

21 identicon

Mjög flott og fræðandi grein, ég hafði ég ekki hugmynd um að það væri vatn á svona mörgum plánetum.

Anita Pettengell (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:33

22 identicon

Alveg rosalega fræðandi og flott grein! Það sem ég tók mest eftir og kom mér mest á óvart var að það eru aðrar plánetur þarna út í geim sem er vatn á. :)

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 08:44

23 identicon

Ég er sammála en samt sem áður er þetta ný sýn á það sem mér hefur verið kennt. Mér var kennt að vatn væri ekki frumefni heldur saman sett úr tveimur efnum. Ég er þó sammála því að það er sérstakt hvað vatn er að finna víðsvegar ! Þessi grein fær mann til þess að hugsa um hvort þessi nýja tilgáta standist, þar sem allt sem við vitum hingað til er að kjarni jarðar og yfirborð sólar t.d er hulið eld og sé fjótandi kjarni. Annars er þetta afar athyglisverð grein sem gaman er að velta fyrir sér. 

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 14:38

24 identicon

Mjög áhugavert og skemmtilegt að lesa. Skemmtilegast er að þetta verkefni er svo létt en á sama tíma lærir maður þó nokkuð af þessari grein! 
Frábært, meira svona.

Steinunn Ingibjörg (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 18:49

25 identicon

Þetta var mjög áhugaverð grein ég allavega gerði ekki mikið grein á því að það sé svona mikið Vatn að koma ég hef gaman að svona greinum og maður lærir alveg fullt af þessu og það er gaman flott svona maður heyrði smá vatn á mars en ekki meira þannig bsra vá 

Stefán Orri Gislason (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 11:59

26 identicon

Þetta var mjög fræðanti ég vissi bara að það væri vatn á mars ekki meira en það svo já mjög skemmtilegt les efni það væri skemmtilegt að vá eitthvað meira af þessu

Kristján Örn (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 12:08

27 identicon

Ah þetta var mjög áhugavert ég 

Ingimar (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 12:14

28 identicon

Það er mjög skrýtið að vetni er svo sjalgæft en ekki skrítið að vatn er allstaðar því að það er búið að vera til síðan byrjunin á alheiminum.

Lárus Kristinn Tryggvason (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 12:14

29 identicon

Mér fannst mjög merkilegt að vita að það sé vatn á svona mörgum plánetum fyrir utan jörðina. Það fær mig til að hugsa hvort það sé líf annarstaðar í heiminum fyrst það er líf á svo mörgum stöðum. 

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 22:18

30 identicon

Áhugaverð grein, heldur lík greininni "vatn í alheiminum" en báðar eru þær mjög áhugaverðar og fær mann til að halda að það sé nánast bókað mál að það sé til líf á öðrum plánetum vegna þess hve mikið vatn finnst í alheiminum sem er endalaus (að við best vitum).

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 23:22

31 identicon

Það er alltaf gaman að fá að heyra meira um að vatn finnist á nýjum stöðum úti í geimnum. Vatn er nú einn af aðalþáttum í uppsprettu lífs. Það má vel vera að það þurfi að rannsaka og ræða vatn í geimnum meira.

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 21:15

32 identicon

Ég vissi ekki að það væri svona mikið vatn í geiminum ég var búin að ákveða að það væri bara vatn á jörðinni en ekki á öðrum plánetum, en víst það er vatn á svona mörgum plánetum er þá ekki miklar líkur á að það sé líf á fleiri plánetum?

Daníela Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband