Rof segir ekki allt

Á gullæðinu um miðja 19. öld, veittu menn mikið magn af vatni í Kaliforníu til þess að flýta fyrir gullfundi. Um 1500 lítrar af vatni á sekúndu voru látin flæða niður vestanverð Sierra Nevada fjöllin sem æddi í gegnum þrenglsi og dali með þvílíkum krafti, að það tók mikið efni með sér á leið sinni. Þetta manngerða rof var vistfræðileg hörmung sem var að lokum bannað árið 1884.

Rof með vindi og vatni er fyrirbæri sem heldur sífellt áfram og er alltaf að móta landslagið. Sjáanlegt rof hefur verið framreiknað af vísindamönnum og blandað kenningum sínum þegar þeir reyna að útskýra mótun landslags. Málið er að rof, eins og við sjáum það í dag, getur ekki verið útskýringin á myndun á mörgum þessum landslagsfyrirbærum.

16.11.1 Mt Saint Helen Valley

Þessi mynd er af dæmigerðum dali þar sem jarðfræðingar gætu auðveldlega sagt að hann myndaðist á þúsundum eða jafnvel milljónum ára. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hann myndaðist á fáeinum vikum í kjölfari St. Helens eldgosinu árið 1980. Þetta er örlítið dæmi um það að hinn langi tímakvarði jarðfræðinga og ofuráhersla þeirra á veðrun og rof stenst ekki. Rof útskýrir ekki nærri allt í náttúrunni eins og vísindamenn halda fram.

Universal Model Bindi I, undirkafli 6.11 fjallar um sjö stórmerkilega hluti sem sýna fram á að rof getur ekki hafa verið að verki eins og sagt er.

Sú ofuráhersla á rof sem ég vísaði í áðan hefur leitt til þeirrar ranghugmyndar að veðrun og rof sé ástæðan fyrir allt set jarðarinnar. Rof á sér raunverulega stað allt í kringum okkur, landslagið breytist smám saman. Steinar og klettar brotna niður með tímanum. Vindur strýkur af og rífur og vatn tekur með sér efni - með meiri vatnskrafti tekur það æ stærri kornastærðir, allt í stóra hnullunga í t.d. jökulhlaupum.

Í náttúrhamförum getur rof gerst mjög hratt, sjá mynd hér að ofan, og þekkjum við á Íslandi til hvað hlaup geta valdið stórkostlegu rofi á skömmum tíma. Íhugið þessa hugmynd og hugsið enn stærra! Þessi hugmynd er þó önnur saga.

Það er til fjöldinn allur af dæmum um það, hvernig jarðfræðin hefur gert ráð fyrir að rof sé ábyrgt fyrir allri myndun landslags á jörðunni, þó svo að dæmið gangi ekki upp í öllum tilfellum. Þessir umtöluðu sjö hlutir í undirkafla 6.11 mæla sterklega gegn rofi. Að hafa opinn huga við gagnrýni við hina almennu trú um rof mun opna dyr nýs skilnings og nýrrar þekkingar.

Þó svo að það hjálpi kannski ekki að fá upptalninguna eina, þá læt ég hana flakka með í lokin. Ef til vill fjalla ég um þessar síðar.

  1. Granítklettar
  2. Myndun boga
  3. Myndun jarðvegs
  4. Flatir og sléttir steinar
  5. Hinar miklu sléttur
  6. Myndun stalla
  7. Aurkeilur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband