Hvítar sandöldur

Til er áhugaverður staður í Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum, þar sem mikið magn af gifsi hefur safnast eða myndast á einum stað, sjá mynd.

6.1.16 White Sands

Þessi gifssandur er óvenju hreinn, í raun of hreinn. Það er að segja of hreinn til að vera veðraður og rofinn af fjöllum. Hvernig getur það verið að bara gifs veðraðist og barst þangað frá nærliggjandi fjöllum en engin önnur efni? Starfsfólk í White Sands gátu ekki gefið svar við þessa grundvallar spurningu. Í gestamiðstöðinni er hægt að lesa sig til um veðrun en hvergi hægt að fá svar við því hvar öll hin efnin eru sem veðruðust.

Þó svo að veðrun og rof sé raunveruleiki, þá er lögð ofuráhersla á það í jarðfræði í dag. Flest allur sandur í heiminum og nú hvíti sandurinn í þessu tilfelli er ekki tilkominn vegna veðrunar.

Sá sem heimsækir White Sands mun taka eftir því að það eru engar ár í nágrenninu. Hvernig á gifssandurinn þá að hafa borist þangað ef engar ár eru til staðar? Kannski var á þarna fyrir milljónum ára síðan? Eða hann hefur ef til vill borist með vindi en hann feykti honum ekki lengra og bara þangað og í slíku magni og bara gifs? Er það vísindalegt að halda því fram?

Eins og sjá má á innfeldri nærmyndinni, þá er gifssandurinn kristallar af sömu stærð, ekki brot úr öðru bergi. Ef gifsið á hafa kristallast úr lækjum og borist með vindi, þá ætti maður að finna set með mismunandi kornastærðum á mismunandi svæðum en ekkert slíkt er neins staðar að finna.

Friðlandið White Sands er einstakur jarðfræðilegur leyndardómur í vísindum í dag. Hvergi annars staðar í heiminum finnst slíkt fyrirbæri. Nútíma jarðfræði gefur engar skýrar útskýringar um það, hvaðan hvíti sandurinn kom.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband