Leyndardómurinn um sandinn

Mikið er til af sandi í heiminum í dag. Hver hefur ekki farið á baðströnd og upplifað sand, sand, sand og aftur sand? Tug kílómetra langar strandir sem teygja sig síðan enn lengra. Hvað getur verið svo leyndardómsfullt við sand? Það er algeng fullyrðing meðal jarðfræðinga að sandkorn eru bara litlir steinar sem hafa veðrast frá stærri steinum. Þetta hefur verið kennt áratugum saman. En nú með því að spyrja grundvallar spurninga um sand, er líklegt að gamlir hugsunarhættir muni breytast.

Í tímaritinu Journal of Geology skilgreinir greinarhöfundur John Mangimeli sand þannig:

"...sandur er í eðli sínu skilgreindur sem hvaðeina ögn sem er nógu létt til þess að berast með vindi en of þung til að geta verið sviflausn í lofti. Mjög fínar agnir sem geta verið sviflausn í lofti eru þess vegna flokkaðar sem sylti eða ryk, á meðan að þyngri agnir sem hreyfast ekki undan vindi flokkast sem grjót og möl.

Þó að sandur geti verið samsettur af ýmsum efnum, myndar kvars lang mestan hluta kornanna í sandi jarðarinnar."

Grundvallar spurningin er:

Hvaðan kemur sandurinn raunverulega?

Eftirfarandi mynd, sem er ekki raunveruleg heldur unnin, á að vekja okkur til umhugsunar um uppruna kvars sands. Sé það rétt að veðrun og rof hafi verið valdurinn af sandi jarðar, hvar eru þá kvarsfjöllin sem kvarsagnirnar veðruðust úr? Kristaltær fjöll eru ekki til, þannig að það hlýtur að vera til önnur skýring á uppruna kvars sandkorna. Hver ætli hún sé?

6.3.6 Crystal Mountain, 6x8at300


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband