Gosbrunnar

Skilgreining á gosbrunnum (hydrofountains) er ef til vill óþörf, enda höfum við oft séð vatni sprautað upp í loftið í einhverjum brunni eða tjörn, t.d. í miðborg Reykjavíkur.

Gosbrunnar eru þó mikilvæg fyrirbæri í náttúrunni, bæði sem voru í sögunni og eins sem eru virkir í dag. Goshverir (geysers) eru dæmi um gosbrunna en það er þó bara hluti sögunnar, annars væri nóg að tala um goshveri. Til þess að fá hugmyndina um gosbrunna, langar mig að taka Enkeladus sem dæmi.

7.3.11 Enkeladus

Þessar myndir sýna meiriháttar vatnsgos, eða gosbrunn sem gýs frá yfirborði Enkeladusar, sjötta stærsta tungli Satúrnusar. Vísindamenn voru orðlausir þegar þeir fylgdust með slíkum merkis atburði. Að vera vitni að slíku gosi segir tvímænalaust til um tilvist virkra vatnshnatta í sólkerfinu okkar. Á þeim tíma sem Cassini geimfarið tók myndir af þessu áður óþekkta fyrirbæri, spjó gosbrunnur Enkeladusar vatni upp í geim í hærri hæð en eigið þvermál (sjá innskotsmynd 1 sem sýnir litrófsmynd af tunglinu og öllu gosinu)! Innskotsmynd 2 er ljósmynd úr sýnilega ljósinu af þessum atburði á byrjunarstigi. Innskotsmynd 3 er nærmynd af yfirborði Enkeladusar sem sýnir stórar sprungur og gil frá fyrri bresti. Þessar hafa vafalaust einnig losað töluverðu magni af vatni og ís upp í geim, sem hafa endað sem hluti af hringjum Satúrnusar. Vísindamenn hafa greint hringi Satúrnusar til að vera að mestu úr ís og Enkeladus er þekkt til að hafa verið einn af megin uppruna þess.

Innskotsmynd 4 er einnig nærmynd af yfirborði Enkeladusar. Ferningarnir tákna hitastigið á yfirborðinu (á Fahrenheit skalanum). Rauðu ferningarnir tákna heitara yfirborð og hinir bláu kaldara yfirborð. Takið eftir að hitastigið hækkar, eftir því sem nær dregur að sprungu (misgengi). Þetta er dæmi um þyngdarafls-núnings-lögmálið sem fjallað er um í 5. kafla (Bindi I) í UM. Núningur meðfram misgengi í skorpunni hitar vatn undir yfirborðinu sem rís upp að yfirborðinu. Stundum, eins og í þessu tilfelli þegar Cassini flaug þarna um, eiga gos sér stað með slíkum krafti, að miklir vatns- og ísstrókar eru sjáanlegir sem spúa efni langt inn í geim. Enkeladus vatnshnötturinn er sagður hafa eðlismassa sem svarar til rúmlega 1,5 sinnum hærri en eðlismassi vatns og er hann líklega samansettur af vatni, grjóti og steinefnum.

Ef þú átt nokkurn tíma tök á að horfa á Satúrnus í gegnum stjörnusjónauka – allir ættu að prófa það – vertu tilbúinn til að verða innblásinn, ekki einungis af fegurð hringja Satúrnusar, heldur einnig vegna þeirrar staðreyndar að þeir eru nánast eingöngu búnir til úr vatni!

Gosbrunnar hafa merkilega sögu að segja – einnig á jörðinni okkar!


Bloggfærslur 4. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband