Hringrás bergsins

Svolítið þarf enn að draga í efa en ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki er nóg að segja að eitthvað sé rangt, einnig þarf að gera grein fyrir hlutunum eins og þeir eru réttir. Hvað þennan punkt varðar, þá bið ég um biðlund. Svör munu fylgja en í raun er það hollt að melta hlutina aðeins og spyrja sjálfan sig hvort vísindum geti skjáltlast svona hrapalega. Við skulum heldur ekki rugla saman vísindum og tækni, en þó svo að nútíma vísindi séu stöðnuð og komin í strand, þá hefur tæknin þróast mjög hratt en það er allt annar leggur. Við höfum þá tilhneygingu að treysta fullkomlega bæði tækni og vísindi. (Sama sagan með lækna, við treystum oft því sem þeir segja 100% þó svo að þeir séu í mörgum tilfellum sölufulltrúar lyfjafyrirtækja, en það er önnur saga). Þróum með okkur gagnrýna hugsun sem er í raun mjög góður vísindalegur eiginleiki.

Það að kvikukenningin standist ekki, hefur margar afleiðingar í för með sér - ekki er alveg nóg að skipta bara einni falskenningu út fyrir hina réttu. Það er nefnilega svo margt sem hangir á kvikukenningunni sem hrynur með henni (samanber að við er komin til Selfoss en ætluðum til Borganess - ekki dugar neitt minna en að fara alla röngu leið til baka og þaðan síðan í rétta átt). Eitt atriði sem hrynur með kviku-falskenningunni er hringrás bergs, en eftirfarandi mynd sýnir hvað kennt er í dag:

Hringrás bergs

Undirstaða þessarar myndar er kvikan en hún er jú ekki til. Auk þess getur kristöllun ekki átt sér stað frá storknun. Ég spurði fróðan mann um kristalla í dag en hann tjáði mér að þeir myndast þegar kvika storknar hægt. Það er oft búið að reyna að sýna fram á myndun kristalla í gegnum storknun en aldrei tekist, en samt ríghalda menn sér í þessa kenningu. Kvars getur ekki myndast úr kviku, um það hef ég fjallað áður.

Hvernig kristallar raunverulega myndast mun ég skrifa um síðar, en ef til vill hafa einhverjir nýtt sér sýnishorn úr Bindi I þar sem hægt er að lesa sér til um myndun kristalla. Hér kemur aftur slóðin að þeirri síðu.

Þessi hringrás bergs eins og hún er þekkt í dag er sem sagt ónothæf og er til einskis annars nýt en að vera kastað á bál.

Hringrásin brunnin

Grundvallar spurningar í jarðfræði í dag eru ósvaraðar sem gera hringrás bergs bæði ranga og villandi. Jarðfræði hefur þróast í að vera jarð-fræðileg-fræði í staðinn fyrir að vera jarð-rökrétt-fræði.

Framundan eru færslur um enn fleiri leyndardóma í jarðfræði í dag en eftir það munu þessar færslur snúast um að afhjúpa þessa leyndardóma, einn af öðrum. Þetta eru spennandi tímar!


Bloggfærslur 3. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband