Meira um jarðskjálfta

Um daginn skrifaði ég færslu um fylgni milli jarðskjálfta á Íslandi og tunglstöðu, sjá hér. Hér er svolítil viðbót við því en ég hélt áfram að safna gögnum frá Veðurstofu Íslands og birti ég lengra súlurit sem nær yfir nýtt tungl sem var í gær.

Jarðskjálftastyrkur loka

Þegar horft er á þetta graf (smellið á það til að stækka myndina), þá staðfestist það að fylgni milli jarðskjálfta og tungstöðu er raunveruleg. Hvers vegna er það? Vegna þess að tunglið veldur flóðkröftum og þessir kraftar eru raunverulega ástæðan fyrir jarðskjálfta! Takið eftir ofurtoppana í kringum miðnætti við nýtt tungl (nr. 4) - sól og tungl toga saman í hina áttina (síðara dagsflóð), sem veldur fullt af stærri jarðskjálftum!

Fun fact í lokin: Suðurlandsskjálftinn 17. júní 2000 reið yfir stuttu eftir hádegi á fullu tungli. Ísland var staðsett nánast beint á milli sólu og tungls sem er eitt form af háflæði. Reyndar koma suðurlandsskjálftar vegna lárétta flekahreyfingu en flóðkraftar valda lóðrétta hreyfingu. Ekki er þó ólíklegt að flóðkraftar hafi hrint stóra skjálftanum af stað.


Bloggfærslur 26. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband