Fylgni á milli jarðskjálfta og tunglstöðu

Veðurstofa Íslands birtir nánast í klukkutíma takti nýjar jarðskjálftamælingar einhvers staðar frá landinu. Þessi gögn hef ég verið að safna undanfarna daga og sett í súlurit. Hver súla er summa jarðskjálftastyrks hvers klukkutíma. Styrkinn reiknaði ég þannig:

Richters kvarðiNauðsynlegt er að nota veldisfall við notkun Richters kvarðans til þess að fá betri mynd af þeirri orku sem losnar í jarðskjálfta.

Inn á súluritið merkti ég síðan bæði hádegi og hæstu stöðu tungls á himni. Þetta er niðurstaðan:

Jarðskjálftastyrkur

Þetta er nú bara síðustu örfáir dagar en ég er enn að safna gögnum og súluritið stækkar stöðugt. Bilið á milli rauðu og gulu strikana minnkar stöðugt en þar sem þau munu mætast verður nýtt tungl. Það þýðir að flóðkraftar verða stærri en ella og ég er spenntur að sjá hvort styrkur jarðskjálfta hækki eða hvað gerist.

Það er greinilega verkefni að skoða fleiri gögn en niðurstöður úr þessum 3-4 dögum segja okkur nú þegar að það virðist vera dagleg sveifla á jarðskjálftum og að þeir fylgi tunglinu.

Flóðkraftar á jörðina orsaka flóð og fjöru, ekki bara í sjónum heldur einnig á meginlöndunum en þau lyftast og sökkva daglega um það bil 20 cm. Þessi lóðrétta hreyfing veldur miklum núningi í jarðskorpunni á þeim stöðum þar sem eru flekaskil og misgengi og hrindir af stað jarðskjálfta og myndar mikinn hita. Þessi varmi skilar sér á yfirborðið í formi hvera, bæði á há- og lághitasvæðum, sem og í formi eldgosa.


Bloggfærslur 18. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband