Útvarpsviðtal við Dean Sessions

Fyrir þá sem hafa áhuga á, birti ég hér tæp klukkutíma langt útvarpsviðtal við höfund ritverksins Universal Model - A new Millenial Science, Dean Sessions. Talar hann úr síma sem er ástæðan fyrir lakari hljóðgæðum en það er vel hægt að skilja. Njótið og lærið!


Spurningar og svör um UM

Spurningar og svör

Hér koma nokkrar algengar spurningar um UM með svörum.

1: Hvað er Universal Model?

Universal Model (UM) eru fræði um sannleik sem hefur verið sýndur fram á og um náttúrulögmál sem lýsa og útskýra náttúruna.

2: Hver eru vísindi árþúsundsins?

Vísindi árþúsundsins eru ný viðvarandi vísindi sem byggð eru á náttúrulögmálum og athugunum frá Universal Model.

3: Hver er tilgangur UM?

Að endurreisa sannleik og reglu í vísindum með því að bera kennsl á ný náttúrulögmál sem hjálpa til við að lýsa og útskýra náttúruna þannig að hún skilst miklu skýrar.

4: Hver þróaði UM?

Universal Model er samstarfsrannsóknarverkefni, þróað af einkaaðilum og skrifað af höfundi sem er óháður öllum mennta- og ríkisstofnunum.

5: Fyrir hvern var UM skrifað?

Universal Model var skrifað fyrir alla. Þó svo að hún sé skrifuð fyrir æðri framhaldsskólastig, þá er innihald hennar nógu einfalt til að nota í kennslu í  grunnskóla.

6: Hvaða svið vísinda dekkar UM?

Öll megin náttúruvísindi eru í Universal Model, sem gerir hana svo sannarlega alhliða.

7: Hversu lengi var UM verkefnið í þróun?

Vinnan í Universal Model hófst snemma á 10. áratugnum, þó að það hafi verið nokkur undirbúningur í fleiri ár sem leiddi til fyrstu uppgötvunar.

8: Hvar átti UM sér stað?

UM átti sér aðallega stað í vesturhluta Bandaríkjanna, einkum í Arisóna fylki. Höfundurinn ferðaðist þó til ýmissa landa og vann með rannsóknarfólki víða um heim.

9: Hver vegna er Universal Model ekki skrifað og gefið út af einhverjum innan vísindaheimsins?

Í dag eru flestar nýjar vísindakenningar og rit sem lögð eru fram í vísindastofnunum settar í ítarlegt ritskoðunarferli þar sem starfsþjálfaðir jafningjar ákveða hvort efnið sé verðugt og innan takmarkaða sjónarmiða viðkomandi sviðs. Á undanförnum árum hafa margar stórar breytingar á vísindum í formi nýrra uppgötvana ekki komið frá vísindaheiminum, heldur frá einstaklingum sem notuðu utanaðkomandi sjónarmið. Nýjar kenningar og rit innan vísindastofnana eru yfirleitt flóknar, byggðar á gömlum kenningum og skrifaðar til hinna fræðilegu samstarfshópa sem halda áfram að trúa á gamlar kenningar. Universal Model snýst ekki um flóknar kenningar, heldur um einföld líkön sem sýna ný náttúrulögmál, en það er hægt að skoða þau í náttúrunni. Þessi vísindaaðferð er endurkoma í hinar upprunalegu vísindaaðferðir eins og rannsókn og fræðsla var stunduð fyrir öldum síðan.

10: Hversu mikil áhrif mun UM hafa á vísindaheiminn og á almenning?

Vísindalegur sannleikur sem ekki kemur frá virðulegum uppruna, tekur alltaf tíma þar til margir af þeim í vísindaheiminum samþykki hann. Sagan hefur sýnt okkur að stundum geta vísindin ekki samþykkt sannleikann í mörg ár þar til eldri vísindamenn falla frá. Yngri rannsakendur hafa alltaf verið opnari fyrir nýjar hugmyndir og sönnunargögn. Með almenningi horfir hins vegar allt öðruvísi við. Á meðan heilbrigðri skynsemi hefur verið „kastað út“ úr huga margra rótgróinna vísindamanna í dag, hafa flestir aðrir vísindamenn og almenningur viðurkennt villur þegar þeir sjá hana og samþykkja þeir ekki kenningar sem ekki hafa verið sannaðar með athugunum. Með þetta í huga ætti UM um síðir að hafa mjög mikil áhrif á samfélagið og vísindaheiminn og valdið byltingu í vísindum. Þetta er eitthvað sem enginn á lífi í dag hefur upplifað og það er erfitt fyrir okkur að skilja fyrr en það gerist.

11: Er fólk raunverulega að fara að trúa á UM?

Sönn vísindi snúast ekki um skoðanir. Þau snúast um áþreifanlegar staðreyndir sem eingöngu koma í gegnum mældar athuganir. Í gegnum árin áður en UM var gefið út opinberlega, hafa hundruðir einstaklingar heyrt þennan boðskap. Næstum því allir sem hafa heyrt um UM höfðu áhuga og vildu heyra meira. Mikill meirihluti þeirra sem tóku tíma í að lesa Universal Model trúðu ekki aðeins á UM, heldur komust þeir að því að það sem þeir voru að lesa var rétt, með hliðsjón af eigin þekkingu sem fæst með því að fylgjast með náttúrunni sem þeir höfðu aldrei áður séð eða með því að framkvæma eða fylgjast með tilraunum sem nú útskýrði ný náttúrulögmál sem þeir gátu skilið.

12: Hvað er ætlast til af mér, nú þegar ég veit um UM?

Fyrst og fremst – segðu fjölskyldu þinni og vinum frá því! Biddu þau að fara á þessa vefsíðu og kynnast UM. Settu nafn þitt á UM yfirlýsinguna og sendu inn álit, vertu síðan með í UM byltingunni. Það er fjöldinn allur af hæfni sem þú gætir búið yfir og við bjóðum þér að segja frá þeim þegar þú gengur í UM byltinguna. Við þörfnumst þín í að dreifa boðskapnum um Vísindi árþúsundsins.

13: Hver vegna skiptir UM mig máli?

Þetta er góð spurning og allir gæfu líklega mismunandi svar. En við finnum sameiginlegt þema meðal þeirra sem hafa skrifað okkur – UM hefur breytt sýn þeirra á lífið og á öllu í alheiminum. Þeir segjast þekkja nú svörin á spurningum sem þeir hafa lengi velt fyrir sér. UM hefur ekki tekist á við það svið tæknilegra breytinga sem koma munu í kjölfar nýrra vísindalegra uppgötvana. Þessar munu koma í ljós í Bindi III, Alheimskerfið, þar sem nýjar uppgötvanir á sviði eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði munu afhjúpa nýjar staðreyndir og athuganir. Hvern langar að læra ranga hluti í skólanum? UM gefur þau sönnunargögn sem ögrar ranga kennslu í dag víða um heim. Ef þú ert foreldri eða átt barnabarn, hvers vegna myndir þú vilja að barnið þitt hljóti ranga kennslu? Og að lokum útskýrir UM og gefur beina sönnun fyrir því að það er ekki á dagskrá hjá vísindunum að kenna sannleika. Að vita af þessu hjálpar sérhverjum sannleiksleitanda að láta ekki afvegaleiðast af mörgum vísindalegum blekkingum sem finnast í fjölmiðlum og meðal skólafólks.

14: Hvers vegna þörfnumst við ný vísindi?

Í inngangskaflanum í UM lærum við að myrkur tími vísindanna hefur verið við lýði í meira en heila öld þar sem vísindasamfélagið hefur ekki fundið nein merkileg náttúrulögmál. Í gegnum alla UM sýnum við uppgötvanir sem sýna tilvist hins myrka tíma vísindanna og við fjöllum um þörfina fyrir ekki bara ný vísindi, heldur fyrir byltingu í vísindum.

15: Er UM verk sköpunarsinnaðra?

Í mörg ár hafa sköpunarsinnar og þróunarsinnar tekið þátt í endalausum bardaga, hvorugir með fullnægjandi prófanlegar og endurtekningarhæfar vísindalegar sannanir fyrir skoðunum sínum. Þó svo að enginn vel þekktur sköpunarsinni stofnaði Universal Model, hafa margir af þeim ný uppgötvuðum sannleika í UM gefið áþreifanlegar vísindalegar sannanir sem styðja margar trúskoðanir sköpunarsinnaðra og einnig margra annarra trúfélaga. Universal Model inniheldur ekki áþreifanlegar sannanir á myndum jarðar eða sköpun, en það kemur fram með algerlega nýja merkingu orðsins „sköpun“. UM er miklu byltingarkenndari í umfangi sínu vegna mikils magns vísindalegra sannana sem kynnt er í fyrsta skipti um þætti „sköpunarsögunnar“.

Ert þú með spurningu? Skrifaðu hana hér undir Athugasemdir.


Bloggfærslur 16. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband