Úr hvernig umhverfi myndast salt?

Enn skrifa ég um salt en salt er í raun óútskýrt í nútíma vísindum. Sjávarseltan er sögð hafa komið úr fjöllum sem ár hafa borið með sér til sjávar en þegar horft er á hlutfall salts miðað við allt berg, þá virðist það afar ólíklegt. Ef berg á hafa myndast úr kviku, þá hlýtur klór að vera meðal frumefna í storkubergi til að mynda saltið með natrín, en það finnst ekkert klór þar.

Þegar við finnum kristallað salt í náttúrunni, þá gefa vísindin þá einu útskýringu að um uppgufun sjávar sé að ræða, þó svo að samsetning saltblöndunnar, stærð kristallanna og ofurstærð salthvelfinganna er sterkur vitnisburður um það að uppgufun sjávar sé útilokað.

Til eru svæði á jörðinni þar sem saltmyndun á sér stað í gegnum uppgufun sjávar. Það umhverfi sem til þarf í slíkt ferli, er grunnur sjór (mesta lagi 2 m djúpur) enda þarf 90% vatnsins að gufa upp til þess að kristöllun geti átt sér stað. Slíkt salt verður aldrei meira en eins metra þykkt lag.

Ef saltið í stóru saltnámum jarðarinnar myndaðist ekki í gegnum uppgufun, hvaðan kom það þá? Hinn stórfenglegi sannleikur er sá, að salt myndaðist í einhverju öðru ferli en uppgufun. Jarðfræðin í dag talar um salthvelfingar sem uppsöfnun salts vegna uppgufunar, en hefur í raun enga skýringu á uppruna sjálf saltsins!

Mig langar undir lok þessarar færslu að benda á eitt atriði í eðlisfræðinni sem vísindamenn hafa gersamlega horft fram hjá hvað varðar kristöllun, í þessu tilfelli kristöllun salts. Kristallað salt getur myndast úr sjó án þess að uppgufun eigi sér stað! Að skilja það ferli er skref í rétta átt til að skilja hvernig berg almennt myndast! Þessi staðreynd er meðal annars ástæðan fyrir því að jarðfræðin í heild sinni er tilbúin í vísindabyltingu.

Hið umtalaða eðlisfræðilega atriði mun ég fjalla bráðum um, fylgist með!


Bloggfærslur 11. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband